Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1992, Page 91

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1992, Page 91
ert skáld verið til á íslandi og þá verða aldrei nein skáld þar í framtíðinni." „Hafið þér lesið kvæði eftir mig?“ spurði hann. „Ég hef lesið öll kvæði sem hafa komið eftir yður í blöðum. Sr. Guðmundur lánar hjáleigubændunum öll blöðin sem hann fær og eru á okkar máli, en útlend mál kann enginn í hjáleigunum héma.“ Ég fór að taka sokkana og stígvélin þegjandi. Þá sagði Jónas lágt; eins og hann hugsaði upphátt; „Þetta er dómur alþýðunnar, sá dómur stendur óhaggaður um áraraðir.“ Síðar í frásögninni kveðst Kristín hafa áttað sig á því að hún hefði, þegar þetta var, ekki lesið nema eitt ljóð eftir Jónas í „blaði“, Island farsœlda frón. En sagan heldur áfram, og er í smáatriðum greint frá viður- gemingi við Jónas að morgni, hreinum sokkum, árbít, skilnaðarskál og kossafjöld úti á hlaði. Um síðir biður prestsmaddaman skáldið að lofa sér að heyra nýjustu vísuna sína. Hann kvað það fljótgert og fór með þessa stöku: í gær reið þreyttur heim í hlað hnípinn ferðamaður, nú fer hann frá Staðastað sterkur, hvíldur, glaður. Er svo ekki að orðlengja það að Jónas Hall- grímsson ríður úr hlaði á Staðastað og hefur meðferðis bréf og böggul, sem í voru „ull- arföt, smjöröskjur og barinn og roðflettur harðfiskur“ — sending til sonar prests, Þor- geirs, sem dvaldist í Danmörku. Bókarhöfundur, Helga frá Dagverðará, kveðst hafa spurt Kristínu gömlu „með hálfum huga“ um útlit Jónasar. Gamla kon- an tók því vel, en lýsing hennar hefur engu að bæta við það sem almennt er vitað og víða er að finna, einkum ættað frá Konráði Gíslasyni, þar sem hann minnist Jónasar í níunda ári Fjölnis 1846. II Ljóst er að þessi bernskumynd er frjálslega færð í stflinn, en í fljótu bragði kynnu þó ýmsir að ætla að hér hafi rekið á fjörur gimilegt sögusprek, svolitla fyllingu í þá mynd sem til var fyrir af persónu og dagfari Jónasar Hallgrímssonar. Öll hefur frásögn- in á sér þann brag sem hugþekkri endur- minningu hæfír — sem hún líka læzt vera. En segja verður hverja sögu eins og hún gengur, og hvað þessa varðar er því miður fljótsagt að efnislega er hún naumast annað en tilbúningur frá upphafi til enda. Engum getum skal að því leitt hvor þeirra Kristínar og Helgu á þar drýgri hlut að máli, enda eins víst að þar hallist ekki á. Þetta skal hvorugri þeirra lagt til hins verra. Höfum hugfast að báðar þessar konur, hvor í sinn tíma, em að rifja upp orð og atvik úr bernsku, háaldrað- ar. Flestir sem eitthvað eru komnir til ára hafa reynt á sjálfum sér og öðmm hve bernskunni er gjamt að breytast í hillinga- lönd í meðfömm minninganna. Samkvæmt skilríkustu heimildum fer ekki milli mála að séra Guðmundur Jónsson á Staðastað lézt 1. desember 1836, hafði þá verið ekkjumaður síðan 1833 — og næg gögn em til vitnis um að Jónas Hallgríms- son hafi ekki stigið þar fæti fyrr en 1841, á fjórðu sumarferð sinni um landið. Áfanga- skrá hans sýnir að hann kom að Staðastað 1. ágúst það ár og sat þar um kyrrt til 4. sama mánaðar. Þaðan skrifar hann bréf báðum þeim Konráði Gíslasyni og Japetusi Steenstmp. Þegar þetta var sat á Staðastað séra Pétur Pétursson, síðar biskup, bróðir TMM 1992:1 81
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.