Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.2000, Page 16

Tímarit Máls og menningar - 01.09.2000, Page 16
ÞORGEIR ÞORGEIRSON GUÐSGÓLFIÐ Veröldin er óhemju stór. Hún er bœði land og vatn, mest þó vatn. Hvert sem litið er sést ein- hvers staðar blika á vatn ogþað heyrist niða. Ogfyrir ber að maðurgeti líka staðið og horft á Guð svífa yfir vötnunum eins ogglóandi ský. En landið er líka mikið, bœði fjöll og dalir. Lengst í norðri rís heiðin með lyngbrekkur og skvaldrandi eljusama læki, sumir heyrast skvaldra í kolamyrkri langt niðri í jörðinni. Enn norðar, þar sem sólin gengur undir á sumrin, erufjöllin ókunnugu. Eitt þeirra er hœst og tindurinn flatur að ofan. Þar er Guðsgólfið. Þar hvílist Guð efhann verðurþreyttur áþví að svífa ígegnum tómiðyfir vötnun- um. Guðsgólfið er lagt með gráum steinhellum sem vindur og regn eru búin að gljáfœgja. Þar einhvers staðar í hellugólfitnu er stóreflis grœnn mosabingur þakinn Ijósblómum. Það erkoddinn hans Guðs. Steintöflur Guðs eru skrifaðar með letri. t bjartri sumarnóttinni stendur Guð á hellugólfinu stnu og líturyfir heiminn. „Ekkert dylst fyrir augliti hans“. Svo krýpur hann á kné og skrifar á töflurnar stóru. SUMARSTELPUR Á sumrin kemuraldrei nótt. Þá er alltafbjart og veröldin full afsumar- stelpum. Þœr eru að hlœja og syngja útum allt - inni í stofu ogframmi í eld- húsi, úti á tröppum og við dyragáttirnar, ívindinum niðri ífjöru eða þá í bylgjandi túngrasinu. Alltaf eru þær nálægar og hárið á þeim og kjólarnir og hendurnar anga eins og blýantar eða rúllupylsa eða rænfang og stör. Sumarstelpur tylla sér á svignandi greinar og vingsa löngum fót- leggjum. Þær ganga á stultum. Þær eru ífeluleik handan við túngarðana og gripahúsin. Þær sitja á skurðbörmunum og þræða blóm á tvinna. Þær fletta myndabókum. Þœr hengja skilerí upp á veggina yfir rúmunum sínum. Þegar kvöldar sitja þær við rúmstokkinn þinn og syngja. Ein þeirra kemur bara til þín meðan þú sefur. Allt í einu er hún hjá þér. Stendur og gónir á þig stórum augum. Segir ekkert, kemur ekki við þig, bara gónir. Þú verður að fara með henni - og þið svífið lágt yfir jörðinni um mannlausar götur í nóttinni, yfir lyngheiði og hljóðlát ríslandi vötn og þaðan inn í bleikan himin úti á heimsenda þarsem turninn rís. 14 malogmenning.is TMM 2000:3
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.