Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.2000, Síða 39

Tímarit Máls og menningar - 01.09.2000, Síða 39
MAÐURINN í TÖFRAHRINGNUM Tveir vinir. William Heinesen og Jorgen-Frantz Jacobsen. Myndin er tekin árið 1919. - „Finnst þér það?“ sagði William. Drengurinn kinkaði kolli. Þá rétti hann drengnum blýant og stórt grátt pappírsblað. - „Vilt þú ekki teikna íyrir mig hest“, sagði hann, - „hann á að vera alveg eins og þér finnst að hann eigi að vera.“ Já, hann var undarlegur maður. Maður sem trúði því að börn hefðu skoðanir. En það átti eftir að versna. Öðru hverju heyrði ég litlar eitraðar athugasemdir um þennan mann: „... Guð minn almáttugur, hann skrifar jú bara á dönsku... og svo kann hann ekki einu sinni að lesa nótur... hann er slæmur kaupsýslumaður.“ Og svo var það þetta með Jörgen-Frantz. Það var eitthvað hræðilegt. Eitt- hvað harmrænt. Berklar. Vesalings elskulega móðir Jörgens-Frantz, Maren með krítarhvítt hárið. „Hún er dama“, sagði fólkið. „Hún hækkar aldrei róminn“. Hún hafði misst son sinn sem hún vænti sér svo mikils af. Mér fannst meira að segja að kött- urinn þeirra mjálmaði svo sorglega. En sagan sem ég ætla að byrja á, hófst fýrir löngu; löngu áður en William Heinesen og Jörgen-Frantz Jacobsen fæddust. Strax árið 1862. Dag einn kemur skip siglandi eftir Njálseyjarfirði. Kannski hét það „Haf- meyjan“ og undir fullum seglum stendur sautján ára stúlka ffá Kaupmanna- höfn. Ljóst hárið er tekið saman í hnút í hnakkanum, í augunum er fjarrænt blik en þau eru full forvitni. Svipurinn lýsir létti og spenningi. Létti vegna þess að árin í Franska skólanum á Austurbrú eru að baki, spenningi vegna þess að þetta er í fýrsta sinn sem hún lítur Þórshöfn augum. Þegar hún um síðir stekkur í land upp á hina frumstæðu bryggju fylgir því glaðlegur hlátur. Það er álit manna að vist hjá frænda og frænku í Þórshöfn komi að gagni. TMM 2000:3 malogmenning.is 37
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.