Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.2000, Síða 40

Tímarit Máls og menningar - 01.09.2000, Síða 40
ODDVÖRJOHANSEN Hún er of fjörug. Einhvers konar húslegt uppeldi væri æskjandi; ff ískt loft og mikill fiskur gætu hugsanlega snúið hugsunum hennar frá ungu mönnun- um og öðrum freistingum Kaupmannahafnar. Já, Þórshöfn mun koma að gagni og róa þetta fjöruga lundarfar. Hún veif- ar glaðlega til frænda og frænku á bryggjunni og kemur auga á ungan mann sem stendur við hlið þeirra. Þetta er meðalhár sveinn með dökkt liðað hár. Allt í einu þekkir hún aftur frænda sinn sem er einu ári eldri en hún. Hann hefur stækkað frá því hún sá hann síðast. Þau heilsast og augu þeirra mætast. Á því augnabliki slær eldingu niður. Skyndilega skiptir ekkert annað máli; frændi og frænka, bryggjan og mann- hafið. Ljóshærða stúlkan hefur fundið sinn andlega tvíbura og ef til er eitt- hvað sem heitir ást við fyrstu sýn þá er það þetta. Þetta gæti verið upphafið að skáldsögu. En það er það ekki. Þetta er upp- hafið að sögn Williams Heinesens. Hið ljósa man af skipinu er konan sem Willam náði síðar svo nánu og gef- andi sambandi við. Amma hans. Hin „rómantíska“ amma sem hann síðar lýsti í mörgum bóka sinna. Þau eiga einfaldlega skap saman. Fyrstu sautján ár ævinnar ólst hún upp á menningarsinnuðu, borgaralegu heimili í Kaupmannahöfn - nálægt Kóngsins Nýjatorgi. Það má segja að hún hafi alist upp á áhorfendabekkjum Konunglega leikhússins; og faðir hennar, skósmiðurinn Jörgen-Frantz Jacobsen (sá eldri) sá til þess að börnin nutu góðar menntunar og tónlistarkennslu. Nú stóð þessi skapmikla unga stúlka skyndilega í Þórshöfn, lostin eldingu ástarinnar sem varð ástæða þess að hún átti aðeins tvisvar sinnum effir að koma aftur til Kaupmannahafnar á sinni löngu ævi. Tengdafaðir hennar og frændi, Restorff kaupmaður, var raunsær og ein- rænn maður. Þetta samband féll honum í geð líkt og hanski að hendi. Unga fólkið var gefið saman í skyndi og smám saman gat hann lokkað foreldra ungu brúðarinnar, ásamt börnum þeirra og fjölda annarra meðlima fjöl- skyldunnar, til Þórshafnar, þar sem þau settust að og þrifust prýðilega. Unga stúlkan frá Kaupmannahöfn varð kaupmannsfrú og eignaðist í tím- ans rás níu börn. Tvö þeirra giftust aldrei, en hin sjö giftust öll Færeyingum. Sophia Helene, en það var nafn hennar, réði ríkjum í stássstofunum og við píanóið þar sem hún ráðskaðist með jafnt gáfuð sem tornæm börn bæjarins. Ebba sá um heimilisreksturinn. Reyndar var þessi Ebba ráðin sem þjónustu- stúlka, en í raun og veru var það hún sem var húsmóðirin og hæstráðandi í eldhúsinu og barnaherbergjunum og hún bjó á heimilinu til dauðadags. Amma Williams hafði komið með fjársjóð í farangrinum til Færeyja. Fjár- sjóð sem að mínu mati er ómetanlegur og verður ekki mældur á neinni mælistiku. Ég er að tala um brennandi áhuga og ást á hvers konar listum. 38 malogmenning.is TMM 2000:3
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.