Ský - 01.02.2007, Qupperneq 41

Ský - 01.02.2007, Qupperneq 41
 ský 41 Stutt og laggott Tíminn leið og aftur lagði ég leið mína til Diessen í ágúst í fyrra. Ætlunin var að sýna eiginmanninum tinverkstæðið og kannski bæta fáeinum gripum við í eigið safn. Ég spurði eftir Gunnari. Þegar ég sagði deili á mér og að ég hefði komið þarna fyrir einum fjórum árum mundi afgreiðslukonan vel eftir mér: „Varst það ekki þú sem gekkst í skóla með Helga?“ spurði hún. Gunnar kom að vörmu spori og sýndi okkur verkstæðið sitt og svo birtist Helgi sem alltaf drekkur þarna síðdegiskaffi með bróður sínum. Við spjölluðum um heima og geima og þar kom að ég sagði þeim að nú ynni ég fyrir Tímaritaútgáfuna Heim og þar réði Benedikt Jóhannesson ríkjum. Við þekkjum hann Bensa! „Hann Bensi,“ hrópuðu bræðurnir himinglaðir. „Við þekkjum hann svo sannarlega. Faðir hans Jóhannes Zoëga hitaveitustjóri kom hingað oft á meðan hann var í námi í München og heimsótti okkur og við heimsóttum hann oft á Íslandi. Bensi er næstum eins og bróðir okkar.“ Aftur voru komin óvænt tengsl á milli okkar, tengsl sem enginn hafði búist við. En ég átti eftir að heyra um enn ein tengslin þegar ég kom frá Diessen til Augsburg þar sem ég dvaldist hjá þýsku vinafólki sem engan þekkir á Íslandi. Ég sagði heimilisfólkinu hvert við hefðum farið, til Diessen. „Hvað voruð þið að vilja þar?“ Ég sagði að við hefðum skoðað Tinverkstæðið og Zinn Café, enda þekkti ég eigandann! „Þekkirðu eigandann?“ spurði húsbóndinn vantrúaður. Hvernig mátti það vera? Ég lýsti því og þá sagðist hann sjálfur oft hafa komið í Zinn Café vegna þess að þar hefði verið við afgreiðslu kona sem eitt sinn vann hjá sama fyrirtæki og hann sjálfur í Augsburg. Það er langt á milli Íslands og Þýskalands og það er þó nokkur spölur líka á milli Diessen og Augsburg en samt hafði þessi sérstæði hringur, eða ætti ég frekar að kalla þetta þríhyrning, lokast og hér þekktu allir alla, að minnsta kosti af afspurn ef ekki meira. Tilviljanirnar láta svo sannarlega ekki að sér hæða! Gunnar við tinsmíðina.sky ,
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Ský

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ský
https://timarit.is/publication/1110

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.