Fréttablaðið - 02.10.2015, Page 6

Fréttablaðið - 02.10.2015, Page 6
Komust lífs af “WHEN MILD IS NOT MILD” Námskeið um vægan heilaskaða, áhrif á daglegt líf, þjálfun og endurhæfingu. Fyrirlesari er Sheila MacDonald, M.Sc. SLP, talmeinafræðingur frá Ontario, Canada Dags. 9. október 2015 Frá kl. 9 - 16 Staður: Rúgbrauðsgerðin, Borgartúni 6, jarðhæð Nánari upplýsingar og skráning á www.talmein.is Athugið að námskeiðið er ætlað fagfólki sem starfar með þessum hópi fólks og mun fara fram á ensku.       Ò HEN MILD IS NOT MILDÓ N‡mskeið um v¾gan heilaskaða, ‡hrif ‡ daglegt l’f, þj‡lfun og endurh¾fingu. Fyrirlesari er Sheila MacDonald, M.Sc. SLP Ontario, Canada Dags. 9. okt—ber 2015 Fr‡ kl. 9 - 16 Staður: Rœgbrauðsgerðin, Borgartœni 6, jarðh¾ð N‡nari upplýsingar og skr‡ning ‡ www.talmein.is Athugið að n‡mskeiðið er ¾tlað fagf—lki sem starfar með þessum h—pi f—lks og mun fara fram ‡ ensku.   Sjálfboðaliði tekur á móti barni þegar flóttamenn koma að landi á á Lesbos-eyju, sem er ein af eyjum Grikklands. Hundrað þúsund flóttamenn og hælisleitendur komu til Grikklands í ágúst. Ekkert lát virðist vera á straumi flóttamanna. Fréttablaðið/EPa Heilbrigðismál Um 40 hjúkrunar­ fræðingar sem sögðu upp í kjara­ deilum við ríkið hafa látið af störfum. Alls sagði 291 hjúkrunarfræðingur upp störfum á Landspítalanum í sumar en eftir að gerðardómur birti úrskurð sinn drógu flestir hjúkrunar­ fræðinganna uppsögn sína til baka. Af þeim sem sögðu upp og eru enn starfandi hafa 30 enn ekki dregið upp­ sögn sína til baka. – lvp, srs 40 hjúkrunar- fræðingar hættir Viðskipti Ákvörðun Samkeppniseftir­ litsins um 650 milljóna króna sekt sem lögð var á Norvik hf., móðurfélag BYKO, vegna meints samráðs á byggingavöru­ markaði, var dæmd ógild af Áfrýjunar­ nefnd samkeppnismála í gær. Félaginu var gert að greiða tíu pró­ sent upphæðarinnar eða 65 milljónir króna í sektargreiðslu. Nefndin stað­ festi hins vegar ákvörðun Samkeppnis­ eftirlitsins þess efnis að BYKO hafi brot­ ið gegn banni við ólögmætu samráði. Í tilkynningu frá BYKO segir að fyrir­ tækið telji niðurstöðuna vera viður­ kenningu á því að Samkeppniseftirlitið hafi farið offari í málinu allt frá byrjun og mun á næstu dögum taka ákvörðun um með hvaða hætti verði brugðist við. Samkeppniseftirlitið tilkynnti um sektarákvörðun sína í maí. – ngy Sekt BYKO fer úr 650 í 65 milljónir króna efnaHagsmál Seðlabanki Íslands vill að eignir og starfsmenn bank­ ans njóti friðhelgi. Með því verði ekki hægt að lögsækja starfsmenn bankans vegna starfa þeirra. Þá verði eignir bankans undanþegnar hvers kyns fullnustugerðum enda sé ríkið ábyrgt fyrir öllum skuldbindingum bankans. Þetta kemur fram í loka­ skýrslu nefndar um endurskoðun laga um Seðlabanka Íslands sem birt var í gær. Seðlabankinn bendir á að í neyðar­ lögunum svokölluðu hafi verið kveð­ ið á um að forstjóri, starfsmenn eða stjórnarmenn Fjármálaeftirlitsins væru ekki skaðabótaskyldir vegna þeirra sérstöku ráðstafana sem heim­ ilar voru í lögunum. – ih Starfsmenn verði friðhelgir bYKO telur Samkeppniseftirlitið hafa farið offari. Fréttablaðið/Ernir náttúra „Þetta er  að verða gríðar­ legt vatn,“ segir Snorri Zóphóníasson, jarðfræðingur á vatnamælingasviði Veðurstofunnar, en rennslisaukningin við Sveinstind í gær, efstu mælastöð Veðurstofunnar í Skaftá, er hin örasta sem mælst hefur síðan  henni var komið á fót árið 1971. Margt bendir til að hlaupið verði hið stærsta, sem komið hefur úr Skaftárkötlum. Skaftárhlaupið var strax í gærdag orðið stærra en önnur flóð úr Eystri­ Skaftárkatli frá því að sambærilegar mælingar hófust árið 1984, en þá var rennslið þrefalt rennsli Ölfusár og stanslaust bætti í. Þá var flóðavatnið farið að renna fram hjá mælinum, sem þá sýndi 1.300 rúmmetra á sekúndu, en eftir það er áin byrjuð að flæmast úr farvegi sínum út í Skaftáreldahraun og þá er heildarrennslið meira en mælir­ inn gefur til kynna. Ríkislögreglustjóri í samráði við lögreglustjórann á Suðurlandi lýsti yfir hættustigi um miðjan dag í gær. Samkvæmt upplýsingum frá Veður­ stofunni hefur hlaupið aukist hraðar en sést hefur í fyrri hlaupum. Veður­ far undanfarinna daga með mikilli úrkomu veldur aukinni óvissu um áhrifasvæði flóðsins.  Snorri bendir á að ísinn, sem er 300 metra þykkur yfir katlinum, hafði sigið um 70 metra í gær, en er líklegur til að síga allt að 150 metra áður en yfir lýkur. Seinni part dags hafði heldur dregið úr sighraðanum sem bendir til að hámarksrennsli út úr katlinum hafi þá verið náð. Enn og aftur sannar búnaður sem tengist stóru evrópsku samstarfsverk­ efni, FutureVolc, ágæti sitt. Mælar sem tengdust verkefninu voru ómetanlegir í gagnaöflun á meðan jarðhræringarn­ ar í Bárðarbungu og eldgosið í Holu­ hrauni stóðu yfir í á sjöunda mánuð. Borað hefur verið niður í Eystri­ Skaftárketil sem nú tæmir sig hratt. Þá var staðfest að ísinn er 300 metra þykkur ofan á honum, en vatnsdýpið undir á milli 80 og 90 metrar. „Skálin sjálf er um fjórir ferkílómetrar,“ segir Snorri til að gera grein fyrir þeim öflum í náttúrunni sem nú eru að brjótast fram. svavar@frettabladid.is Verður stærsta Skaftár- hlaup sem sögur fara af Aldei hefur mælst eins hröð rennslisaukning í Skaftárhlaupi og í gær. Allt stefnir í stærsta flóð frá því sambærilegar mælingar hófust. Hættustigi lýst yfir. Mælir FutureVolc-verkefnisins safnar ómetanlegum upplýsingum enn og aftur. allt bendir til þess að Skaftárhlaupið skrái sig í metabækur fyrir margra hluta sakir. Fréttablaðið/FriðriK Þór HalldórSSOn 300 metra þykkur ís er yfir katlinum, hann hafði sigið um 70 metra í gær, en er líklegur til að síga allt að 150 metra. 2 . o k t ó b e r 2 0 1 5 f Ö s t U D a g U r6 f r é t t i r ∙ f r é t t a b l a ð i ð 0 2 -1 1 -2 0 1 5 1 0 :3 1 F B 0 6 4 s _ P 0 5 9 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 5 4 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 0 6 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 1 1 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 6 C 3 -6 D 3 0 1 6 C 3 -6 B F 4 1 6 C 3 -6 A B 8 1 6 C 3 -6 9 7 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 5 B F B 0 6 4 s _ 1 1 0 2 0 1 5 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.