Fréttablaðið - 02.10.2015, Page 32

Fréttablaðið - 02.10.2015, Page 32
„Eftir að hafa lagst yfir fjölmargar bækur og fræðslu á netinu þá varð mér ljóst að við glímum enn við ýmsar staðalmyndir um einhverfu og ég hafði mikinn áhuga á að taka til máls.“ A ðalheiður Sigurðardótt­ ir er frumkvöðull og hennar ástríða er að upp­ lýsa samfélagið um blæ­ brigði fjölbreytileikans. „Ég er stolt einhverfumamma og finnst mikilvægt að vera opin um það því þetta er enn tabú á marg­ an hátt,“ segir Aðalheiður um upp­ lifun sína af því að ganga í gegn­ um sorg og sigra með Malínu dótt­ ur sinni sem er á einhverfurófinu. Aðalheiður leggur áherslu á að öll erum við einstök og hefur það orðið að nokkurs konar þema í lífi hennar og starfi, að samfé­ lagið þrói með sér aukinn skilning og viðurkenningu. „Það er ákveð­ ið áfall að fá greiningu og maður veltir fyrir sér framhaldinu. Eftir að hafa lagst yfir fjölmarg­ ar bækur og fræðslu á netinu þá varð mér ljóst að við glímum enn við ýmsar staðalmyndir um ein­ hverfu og ég hafði mikinn áhuga á að taka til máls,“ segir Aðalheiður um aðdraganda síns nýja lífsverk­ efnis, að fræða almenning um ein­ hverfu og ADHD, út frá einstak­ lingsbundinni nálgun. Er barnið svona ókurteist? Á tímum þar sem umburðarlyndi og manneskjuleg nálgun gagn­ vart einstaklingum eykst þá skap­ ast rými fyrir fræðslu um mál­ efni sem gjarnan er þagað um eða reynt að líta fram hjá. Aðalheið­ ur hefur helgað sig því verkefni að hvetja fólk til þess að fagna fjöl­ breytileika og leggur þar áherslu á einhverfurófið og ADHD. „Mig langaði að búa til verkfæri sem auðveldað gæti fólki að útskýra sínar ósýnilegu áskoranir, og er það fólkið sem kannski hagar sér stundum undarlega á okkar mæli­ kvarða, sem oft er litið horn­ auga og jafnvel álitið skrítið eða illa upp alið,“ segir Aðalheiður og ranghvolfir augum enda ekki í fyrsta sinn sem hún hefur heyrt þau orð falla. „Ég velti oft sjálf fyrir mér af hverju barnið mitt var svona ókurteist, hvað ég væri að gera rangt,“ segir Aðalheið­ ur um ábyrgðina sem foreldrar upplifa ef barnið beygir viðtekn­ ar reglur samfélagsins um hegðun og hátterni. „Hún var ekki ókurt­ eis heldur bregst hún bara öðru­ vísi við aðstæðum því hún upplifir þær á annan hátt. En af því að fólk sér það ekki með berum augum verður það til þess að fólk tekur ekki tillit og er stundum of fljótt að dæma.“ Aðalheiði grunaði fljótlega að eitthvað væri öðruvísi með Mal­ ínu. „Ég vissi ekki hvað það var en vissi bara að það var eitthvað,“ segir Aðalheiður og bætir við að þegar endurtekin hegðun fór að gera vart við sig þá kveikti hún á möguleikanum að Malín gæti verið á einhverfurófi. „Þegar ég fór að leita mér upplýsinga þá fékk ég upp staðalmyndina, Rain­ man eða drenginn sem vill ekki augnsamband eða snertingu, en það átti engan veginn við Mal­ ínu. Þegar við svo fórum í bráða­ birgðamat þá kom heldur ekkert út úr því,“ segir Aðalheiður. Ég Er stolt einhverfumamma mynd/stefán Sigga Dögg blaðamaður siggadogg@365.is Hvernig slítur maður löngu sambandi? Hvernig biðst maður afsökunar? Hvernig biður maður um launahækkun? 10. sæti Metsölul isti Eymu ndsson Almennt efni 23.-29. s eptembe r 6 • LÍFIÐ 2. októbEr 2015 0 2 -1 1 -2 0 1 5 1 0 :3 1 F B 0 6 4 s _ P 0 4 8 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 3 3 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 1 7 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 3 2 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 6 C 2 -5 8 B 0 1 6 C 2 -5 7 7 4 1 6 C 2 -5 6 3 8 1 6 C 2 -5 4 F C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 2 A F B 0 6 4 s _ 1 1 0 2 0 1 5 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.