Fréttablaðið - 02.10.2015, Page 20

Fréttablaðið - 02.10.2015, Page 20
Frá degi til dags Útgáfufélag: 365 miðlar ehf. Stjórnarformaður: Ingibjörg Stefanía Pálmadóttir forStjóri: Sævar Freyr Þráinsson Útgefandi og aðalritStjóri: Kristín Þorsteinsdóttir kristin@frettabladid.is aðStoðarritStjórar: Fanney Birna Jónsdóttir fanney@frettabladid.is, Hrund Þórsdóttir hrund@stod2.is, Kolbeinn Tumi Daðason kolbeinntumi@365.is. Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslun um á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSn 1670-3871 fréttaBlaðið Skaftahlíð 24, 105 reykjavík Sími: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is ÞróunarStjóri: Tinni Sveinsson tinni@365.is helgarBlað: Ólöf Skaftadóttir olof@frettabladid.is og Viktoría Hermannsdóttir viktoria@frettabladid.is menning: Magnús Guðmundsson magnus@frettabladid.is ljóSmyndir: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is framleiðSluStjóri: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is ÚtlitShönnun: Silja Ástþórsdóttir siljaa@frettabladid.is Halldór Það er gott að vera glæpamaður á Íslandi. Sérstak-lega ef viðkomandi sérhæfir sig í fjármögnun og skipulagningu á innflutningi á fíkniefnum. Því rannsóknaraðgerðir lögreglu virðast ganga út á það að hafa hendur í hári burðardýra og fíkla en láta skipuleggj- endur óáreitta. Sú er raunin í sakamáli sem hefur nú verið dómtekið í héraðsdómi Reykjaness þar sem A og B eru ákærðir fyrir þátttöku í innflutningi á tæpum 20 kílóum af sterkum fíkniefnum. Ákærði A var handtekinn í Leifsstöð 3. apríl 2015. Lögreglan ákvað að láta ákærða A afhenda fíkni- efnin undir eftirliti og fór afhendingin fram 7. apríl 2015. Fyrir afhendinguna var lögreglan búin að koma fyrir gerviefnum og staðsetningar- og upptökubúnaði í ferða- tösku ákærða A. Ákærði B, sem var nýkominn út af geð- deild og undir miklum lyfjaáhrifum, hitti ákærða A og tók á móti ferðatöskunni. Við svo búið var ákærði B handtekinn. Við málsmeðferð í héraði var lögreglumaðurinn sem stýrði rannsóknaraðgerðinni spurður hvers vegna ákærði hefði verið handtekinn á vettvangi en ekki lát- inn afhenda ferðatöskuna áfram. Svarið var tæknilegir örðugleikar og almannahætta (lesist vilja- og getuleysi). Þessi svör lögreglunnar eru að engu hafandi. Eftir- farandi spurningum er því enn þá ósvarað: Í fyrsta lagi hvers vegna beið lögreglan í fjóra daga með að láta ákærða A afhenda ,,fíkniefnin“ og spillti þannig eigin rannsóknaraðgerð og rannsókn málsins? Í öðru lagi hvers vegna var ákærði B handtekinn á vettvangi en ekki látinn afhenda ferðatöskuna áfram og þannig reynt að handsama skipuleggjendur innflutningsins? Til þess að fyllstu sanngirni sé gætt er rétt að halda því til haga að þessi vinnubrögð lögreglu eru þó ekki með öllu fordæmalaus því þau minna um margt á vinnu- brögð lögreglunnar í bókinni ,,Krabbinn með gylltu klærnar” þar sem lögreglumennirnir Skapti og Skafti tilkynntu Tinna, að glæpamaðurinn Ómar Ben Salad væri alsaklaus af öllum ásökunum um fíkniefnasmygl, því hann hefði sagt þeim það. Skapti og Skafti Vilhjálmur H. Vilhjálmsson hæstaréttarlög- maður Því rann- sóknarað- gerðir lög- reglu virðast ganga út á það að hafa hendur í hári burðardýra og fíkla en láta skipu- leggjendur óáreitta. paprika rauð 299 Áður 598 kr/kg -50% Frábært verð! Frábær tilboð! kræsingar & kostakjör www.netto.is Óli Kr. Ármannsson olikr@frettabladid.is Um leið er það ekki svo að skugginn af lekamál- inu sé það eina sem hamlað gæti nýliðun í þessum öðrum elsta valdaflokki landsins. Minnkandi fylgi Sjálfstæðisflokks og sú staða að samkvæmt könn-unum vill nú ekki nema rétt rúmur fimmtungur kjósenda leggja lag sitt við hann er líkleg orsök þess titrings sem vart verður úr her- búðum flokksins um þessar mundir. Forystumenn og einstök flokksfélög hafa skorað á Ólöfu Nordal innan- ríkisráðherra að bjóða sig fram í embætti varaformanns flokksins á landsfundi undir lok þessa mánaðar. Fram hefur komið í viðtölum við sjálfstæðisfólk að það telji forystu flokksins laskaða vegna lekamálsins og lítt til þess fallna að laða að flokknum aukið fylgi, hvað svo sem þeim sem nú þegar eru í flokkum þykir koma til persóna og leikenda. Við þessu brást Hanna Birna í gær með bréfi til flokksmanna þar sem hún sagðist ekki mundu bjóða sig fram. Líklega er það heillaskref fyrir hana að taka með þessu af skarið og íþyngja flokki sínum ekki frekar með fastheldni á embætti þar sem samflokksmenn hennar vilja margir hverjir sjá annan kandídat. Með því að rétta Ólöfu Nordal kyndilinn nú á hún möguleika á upprisu síðar, fremur en eftir afgerandi tap í kosningu. Taki Ólöf ekki við kyndlinum verður einhver annar til að gera það. En um leið er það ekki svo að skugginn af lekamálinu sé það eina sem hamlað gæti nýliðun í þessum öðrum elsta valdaflokki landsins. Illugi Gunnarsson mennta- málaráðherra svarar ekki fjölmiðlum sem reyna að fá hjá honum frekari svör um fjárhagsleg tengsl hans við einkafyrirtækið Orku Energy. Stundin minnir stundum á hversu margir tölvupóstarnir séu sem ráðherrann hafi ekki svarað. Þeir eru á annan tuginn. Þykir einhverjum það boðlegt að einkafyrirtæki í orkugeira eigi hönk upp í bakið á ráðherra í ríkisstjórn Íslands vegna þess að hann á húsnæði sitt undir stjórnarformanni fyrirtækis- ins? Um þessi hagsmunatengsl var vel að merkja ekki upplýst fyrr en fjölmiðlar fóru að róta í málinu í vor. Áður höfðu stjórnarandstöðuþingmenn furðað sig á veru ráðherrans á fundi með fyrirtækinu í Kína í mars á þessu ári, en í aprílbyrjun sagði Illugi í viðtali við Frétta- blaðið að eina tenging hans við fyrirtækið væri frá þeim tíma þegar hann var utan þings og starfaði fyrir það á þeim tíma. Það kann ekki góðri lukku að stýra að stinga höfðinu í sandinn þegar upp koma erfið mál. Þá eru slík við- brögð ólíkleg til að afla fólki og eða flokkum fylgis. Stundum er haft á orði að ungu fólki hugnist ekki gamaldags pólitík og það skýri uppgang nýrra flokka. Staðreyndin er hins vegar að það eru miklu fleiri en unga fólkið eitt sem fengið hefur nóg. Í stuðnings- mannahópi Pírata (stærsta flokks landsins samkvæmt könnunum) er fólk á öllum aldri. Fari sem horfir stefnir í hressilega endur nýjun á vettvangi stjórnmálanna. Ætli aðrir flokkar að ná vopnum sínum áður en að kosningum þarf víðar að fara fram tiltekt. Tiltekt fyrir kosningar Bræður eru víða Fréttablaðið greindi frá því í gær að Orkusjóður hefði veitt Ný sköpunar miðstöð Íslands tvo styrki upp á fimm milljónir króna. Árni Sigfússon er stjórnar- formaður Orkusjóðs og bróðir hans, Þorsteinn Ingi Sigfússon, er forstjóri Nýsköpunarmiðstöðvar. Styrkveitingin er að margra mati ólögmæt og sumir telja að frænd- hygli hafi jafnvel ráðið för. Árni Sigfússon ver styrkveitinguna á Facebook-síðu sinni: „Staðreyndin er sú að þessar umsóknir hlutu hæstu einkunn utanaðkomandi sérfræðinga, sem fengnir voru til að meta þær, af öllum umsóknum til Orkusjóðs og því auðveld með- mæli okkar í ráðgjafanefndinni.“ Tengslin rýra trúverðugleikann Þó að niðurstaða nefndarinnar sé byggð á góðum rökum er stað- reyndin sú að í hvert sinn sem hægt er að sýna fram á vina-, fjölskyldu- eða hagsmunatengsl hlutaðeigenda varpar það rýrð á niðurstöðuna. Vissulega búum við í þannig umhverfi að ættartengslin eru víða en eftir skakkaföll efnahagshruns- ins er það skýlaus krafa almenn- ings að frændhygli eigi aldrei rétt á sér. Þegar landlægt vantraust ríkir í garð opinberra stofnana eiga opin- berir starfsmenn að leggja sig fram um að víkja ef svo ber undir til að tryggja traust almennings. Í tilfelli Árna hefði það verið hið rétta í stöðunni. stefanrafn@frettabladid.is 2 . o k t ó b e r 2 0 1 5 F Ö S t U D A G U r20 S k o ð U n ∙ F r É t t A b L A ð i ð SKOÐUN 0 2 -1 1 -2 0 1 5 1 0 :3 1 F B 0 6 4 s _ P 0 4 5 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 3 6 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 2 0 K _ N Ý. p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 2 9 K _ N Ý. p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 6 C 3 -1 E 3 0 1 6 C 3 -1 C F 4 1 6 C 3 -1 B B 8 1 6 C 3 -1 A 7 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 4 B F B 0 6 4 s _ 1 1 0 2 0 1 5 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.