Fréttablaðið


Fréttablaðið - 02.10.2015, Qupperneq 44

Fréttablaðið - 02.10.2015, Qupperneq 44
Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, Guðmundur R. Guðmundsson fyrrv. slökkviliðsstjóri á Reykjavíkurflugvelli, lést að Hrafnistu í Reykjavík þann 21. september síðastliðinn. Útförin hefur farið fram í kyrrþey. Bestu þakkir og kveðjur færum við vinum, vandamönnum og starfsfólki á Hrafnistu fyrir frábæra umönnun. Þeim sem vilja minnast hans er bent á Hrafnistu og aðrar líknarstofnanir. Birna M. Guðmundsdóttir Barry Huckins Stefanía Guðmundsdóttir Georg S. Halldórsson María S. Guðmundsdóttir Ívar Guðmundsson Kristín Kristjánsdóttir Gunnlaugur Guðmundsson Súsanna Svavarsdóttir Auður Guðmundsdóttir Gunnlaugur K. Jónsson Björn V. Guðmundsson Helena Líndal barnabörn og barnabarnabörn. Hjartkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, Skúli Hlíðkvist Jóhannsson fyrrverandi kennari við Grunnskólann í Búðardal, lést á Landspítalanum þann 27. september í faðmi fjölskyldunnar. Útför hans fer fram frá Hjarðarholtskirkju í Dölum laugardaginn 10. október kl. 14.00. Blóm og kransar afþakkaðir, en þeim sem vilja minnast hans er bent á blóðmeinadeild Landspítalans. Guðrún María Björnsdóttir Björn Hlíðkvist Skúlason Sigrún Guðjónsdóttir Kristín Hlíðkvist Skúladóttir Guðmundur Sveinsson Kröyer Bergþóra Hlíðkvist Skúladóttir Óskar Jón Helgason afa- og langafabörn. Elsku mamma, tengdamamma og amma okkar, Áslaug Sigurgrímsdóttir hússtjórnarkennari, frá Holti í Flóa, lést 29. september á hjúkrunarheimili Hrafnistu í Kópavogi. Útförin fer fram frá Dómkirkjunni fimmtudaginn 8. október kl. 15. Unnur Þóra Jökulsdóttir, Árni Einarsson og Alda Áslaug Unnardóttir Vegna stærðar blaðsins á morgun, laugardag, verður Fréttablaðið prentað í tvennu lagi. Frestur til að skila inn dánarauglýsingum í laugardagsblað færist því fram til kl. 13.30. „Það er verið að reyna að skoða hvað gæti verið í framtíðinni. Hvernig staðan er núna, og svo verið að reyna að rýna inn í framtíðina. Hvað getur orðið ofan á í þessum rafbókaheimi,“ segir Gauti Kristmannsson, dósent í þýðingarfræði við Háskóla Íslands og einn frummæl- enda á málþinginu sem ber yfirskriftina Bókin í rafheimum – er ástæða til að ótt- ast eða fagna? Hann segir lítið af rafbókum gefið út á Íslandi og það stafi af því að markað- urinn sé viðkvæmur. „Við höfum verið að fylgjast með án þess að fara kannski alla leið. Hefur ekki farið jafn langt hér heima eins og erlendis,“ segir hann og bætir við að margar spurningar vakni þegar útgáfa á rafbókum komi til tals. „Þetta eru allt flóknar spurningar í okkar litla bókmenntaheimi sem er mjög við- kvæmur vegna stærðar sinnar, eða smæðar öllu heldur.“ Þingið er samstarfsverkefni Rithöf- undsambands Íslands, Félags íslenskra bókaútgefenda, Hagþenkis, Landsbóka- safns Íslands, Borgarbókasafns, Mið- stöðvar íslenskra bókmennta og Reykja- víkur Bókmenntaborgar UNESCO. Útvarpskonan Halla Oddný Magnús- dóttir mun stýra umræðunni og mun Gauti flytja fyrsta erindið þar sem hann fer yfir þróun íslenskrar rafbókaútgáfu og lýsir framtíðarsýn sinni á miðlun og sölu þeirra hér á landi. Einnig munu Kristín Helga Gunnarsdóttir rithöfund- ur, Egill Jóhannsson útgefandi, Ingibjörg Steinunn Sverrisdóttir landsbókavörður, Pálína Magnúsdóttir borgarbókavörður og Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir bókmenntafræðingur flytja erindi um ýmislegt sem tengist viðfangsefninu. „Útgefendur margir segja að eftir mik- inn vöxt erlendis hafi útgáfan staðnað í rafbókum, meira að segja dregist aðeins saman. Að menn vilji kannski frekar gömlu bækurnar og að það sé aftur komin eftirspurn eftir þeim. Aðrir segja að markaðurinn sé að minnka yfirleitt,“ segir Gauti sem meðal annars mun fjalla um ruðningsáhrif tæknilegra breytinga. „Þær munu ná í gegn á endanum. Unga fólkið heldur á símanum alla daga og þegar það vill lesa einhverja fína bók þá vill það bara fá hana þangað. Það er óljóst hvað verður og þess vegna vildum við hittast og ræða það,“ segir Gauti en hagsmunaaðilar úr öllum áttum munu koma saman á þinginu, ræða saman og reyna að komast að einhvers konar niður stöðu. „Það eru einhverjar breyt- ingar í loftinu. Það verður allavega ekki allt eins það var, svo mikið er víst.“ Hann segir mikilvægt að ræða saman og leitast við að komast að einhverri niður stöðu og reyna að bregðast við þessari þróun. „Eins og í músíkinni, menn spyrntu við fótum mjög lengi og þá tók tæknin yfir og það varð miklu meira af sjóræningjafjölföldunum af því að menn tókust ekki á við þetta strax.“ Að loknum flutningi erindanna verður efnt til pallborðsumræðna. „Það verða einnig pallborðsumræður eftir erindin þannig að menn geta spurt og spjallað. Ég held að við séum akkúrat á þeim stað í þessu ferli að við verðum að fara að skoða þessi mál því annars gerist það sem gerðist í tónlistinni að tæknin tekur yfir og menn sitja hugsanlega eftir með sárt ennið.“ Þingið verður haldið í fyrirlestrasal Þjóðminjasafns Íslands, hefst klukkan 13.00 og eru allir velkomnir. gydaloa@frettabladid.is Breytingar í loftinu Í dag verður efnt til málþings um mögulega framtíð bóka á íslensku í stafrænum heimi. Markmiðið er að skoða stöðuna á íslenskum bókamarkaði og velta framtíðinni fyrir sér. Gauti Kristmannsson, dósent í þýðingafræði við Háskóla Íslands, er einn af frummælendum á málþinginu í dag. Fréttablaðið/VilHelm Unga fólkið heldur á símanum alla daga og þegar það vill lesa einhverja fína bók þá vill það bara fá hana þangað. Merkisatburdir 1263 Alexander 3. Skotakonungur sigrar flota Hákonar gamla í orrustunni við Largs. 1535 Jacques Cartier uppgötar Montréal í Québec. 1608 Hollenski linsusmiðurinn Hans Lippershey sýnir fyrsta sjón­ aukann í hollenska þinginu. 1847 Prestaskólinn tekur til starfa í Reykjavík. Hann var í fyrstu til húsa í Lærða skólanum. 1887 Góðtemplarahús Reykjavíkur er vígt. 1934 Ólafur Thors tekur við formannsembætti í Sjálfstæðis­ flokknum. 1940 Áfengisskömmtun er tekin upp á Íslandi og var skammtur karlmanns fjórar hálfflöskur á mánuði af sterkum drykkjum en kvenna helmingur þess. 1958 Gínea fær sjálfstæði frá Frakklandi. 1960 Ísafjarðarflugvöllur er tekinn í notkun. 1964 Tækniskóli Íslands er settur í fyrsta sinn. 1992 Vígð er 120 metra löng brú yfir Dýrafjörð. Við það styttist leiðin á milli Þingeyrar og Ísafjarðar um 13 kílómetra. 1996 Eldgos brýst út í Gjálp. 2010 Héðinsfjarðargöng milli Siglufjarðar og Héðinsfjarðar annars vegar og Héðinsfjarðar og Ólafsfjarðar hins vegar eru vígð. Umsátrið um Jerúsalem stóð yfir frá 20. september til 2. október árið 1187. Því lyktaði þannig að Saladín hershöfð­ ingi náði borginni aftur á sitt vald eftir að krossfarar höfðu ríkt þar í um 88 ár. Þetta markaði endalok konungsríkisins Jerú­ salem, sem var kristið konungsríki sem komið hafði verið á árið 1099 eftir fyrstu krossferðina. Í rauninni var þetta líka vendipunktur fyrir þriðju krossferðina þar sem evrópskir leiðtogar reyndu að endurheimta heilagt land af Saladín. Saladín var uppi á 12. öld og var hann pólitískur leiðtogi og hershöfð­ ingi múslima og þekktur fyrir að leiða andspyrnuna gegn evrópskum kross­ förum. Kvikmyndin „Kingdom of Heaven“ sem var framleidd og leikstýrt af Ridley Scott árið 2005, fjallar meðal annars um umsátrið um Jerúsalem. Þó að ýmsu hafi verið breytt og bætt við þá lýsir hún atburðarásinni í meginatriðum. Þ EttA G E R ð I St : 2 . O KtÓ B E R á R I ð 1 1 8 7 Setið um Jerúsalem  2 . o k t ó b e r 2 0 1 5 F Ö S t U D A G U r28 t í m A m ó t ∙ F r É t t A b L A ð i ð tímamót 0 2 -1 1 -2 0 1 5 1 0 :3 1 F B 0 6 4 s _ P 0 4 4 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 3 7 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 2 1 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 2 8 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 6 C 3 -8 F C 0 1 6 C 3 -8 E 8 4 1 6 C 3 -8 D 4 8 1 6 C 3 -8 C 0 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 6 A F B 0 6 4 s _ 1 1 0 2 0 1 5 C M Y K
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.