Morgunblaðið - 07.02.2015, Síða 6

Morgunblaðið - 07.02.2015, Síða 6
6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. FEBRÚAR 2015 Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Kristín Valdís Örnólfsdóttir tók þátt í listhlaupi á skautum á Ólympíu- leikum æskunnar, sem fram fóru í Liechtenstein og Austurríki um liðna helgi. Þátttakan var lítið skref í átt að láta stóra drauminn rætast, að keppa á Ólympíuleikum, eins og pabbi hennar og föðurafi gerðu á sínum tíma. Valdimar Örnólfsson keppti í stór- svigi á Vetrarólympíuleikunum í Cortina á Ítalíu 1956. Örnólfur, sonur hans, keppti í stórsvigi og risasvigi á vetrarleikunum í Albertville í Frakk- landi 1992. Kristín, 16 ára dóttir Örn- ólfs, er líka skíðakona og hefur unnið í Kerlingarfjöllum eins og pabbinn og afinn, en þegar hún bjó í Svíþjóð með foreldrum sínum ákvað hún að leggja stund á listhlaup á skautum. „Við vorum alltaf á skautum og eitt sinn var skautasýning, ég fékk að prófa, fannst það mjög gaman og byrjaði að æfa,“ segir hún. Kristín segir að hún hafi oft farið á skíði með föður sínum en hvorki hann né Valdimar afi hafi þrýst á að hún legði áherslu á íþróttina. Þátttaka þeirra á Ólympíuleikum hafi samt haldið henni við efnið. „Það er mjög erfitt að fá keppnisrétt á skautum á Ólympíuleikum,“ segir hún. „Leiðin þangað er mjög löng og íþróttin er ekki mjög þróuð hérna á Íslandi, þó að hún hafi þróast mjög hratt und- anfarin ár. Auðvitað stefni ég á Ól- ympíuleikana og það er draumurinn að komast þangað, en það er erfitt.“ Hún bætir við að margar hindranir séu í veginum að Ólympíuleikum og þeim þurfi fyrst að ryðja úr vegi. „Ég þarf fyrst að hugsa um mótin sem liggja að Ólympíuleikum, Evrópumót og sambærileg mót, sem eru minni en samt stórmót.“ Ólympíuleikar æskunnar er stærsta mót Kristínar til þessa en auk þess hefur hún meðal annars tek- ið þátt í Norðurlandamótum. „Mér gekk ágætlega,“ segir Kristín um ný- liðna keppni og bætir við að hún hafi verið nálægt því að slá Íslandsmetið á alþjóðlegu Reykjavíkurleikunum á dögunum. „Það var mjög skemmti- legt mót og ég var einu stigi frá því að ná Íslandsmetinu í frjálsa dansinum.“ Kristín segir aðalatriðið að halda áfram að æfa og gera sitt besta. „Ég reyni að vera eins góð og ég get orðið, set markið hátt og vinn að því að ná því.“ Morgunblaðið/Ómar Íþróttakappar Valdimar Örnólfsson, Kristín Valdís Örnólfsdóttir og Örnólfur Valdimarsson eru keppnisfólk. Fótafimi í fjölskyldunni  Feðgarnir kepptu á Vetrarólympíuleikum á árum áður  Kristín Valdís keppandi á Ólympíuleikum æskunnar Eggert Jóhannesson Egilshöll Kristín Valdís á Norð- urlandamót í listhlaupi á skautum. Vor 4 27. apríl - 10.maí Bókaðu núna á baendaferdir.is Sími 570 2790 bokun@baendaferdir.is Síðumúla 2, 108 Reykjavík Spennandi ferð um Suðurríki Bandaríkjanna. Ekið verður um fenjasvæði, sólríkar strendur Mexíkóflóa og sögufrægar borgir heimsóttar s.s.Tallahassee og Pensacola.Við siglum á hjólaskipi á Mississippifljóti, heimsækjum Graceland og yljum okkur við hina dásamlegu Daytona strönd. Verð: 324.400 kr. á mann í tvíbýli. Allar skoðunarferðir innifaldar! Sp ör eh f. Fararstjóri: Jónas Þór New Orleans, Graceland & Nashville Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is „Staðan í Finnlandi er vægast sagt mjög áhugaverð og við einfaldlega eigum bágt með að skilja hversu mikil neysla á skyri er orðin í land- inu,“ segir Jón Axel Pétursson, framkvæmdastjóri sölu- og mark- aðssviðs Mjólkursamsölunnar. Stöð- ug aukning hefur verið á sölu á skyri í Finnlandi síðustu ár og er neyslan komin umfram framleiðslugetu. Skyr fyrir Finnlandsmarkað er framleitt hér á landi og hjá Thise- mjólkurbúinu í Danmörku. Virðist bara halda áfram Jón Axel nefnir sem dæmi að í des- ember í fyrra hafi afkastagetan verið tvöfölduð til að mæta aukinni eft- irspurn, sem hafði auk- ist um 200% á síðasta ári. Það dugi þó ekki til því vikupantanir á skyri í Finnlandi í síðustu viku hafi verið upp á 1,2 milljónir dósa. Það samsvarar 204 tonnum eða um tuttugu 40 feta gámum á einni viku. „Þessi mikla aukning virðist bara halda áfram og þó að við höfum tvöfaldað af- kastagetuna með samningum við Thise náum við ekki að anna þessu. Afkastageta okkar er í kringum 600 þús- und dósir á viku eða 102 tonn,“ segir Jón Axel. „Það er ljóst af þess- um nýjustu tölum frá Finnlandi að við munum rjúfa 100 milljón dósa múrinn í skyrsölu á þessu ári og heildarverðmæti sölu ársins verður yfir 10 milljarðar hjá okkur og sam- starfsfyrirtækjum okkar.“ Meira af mjólkurvörum Jón Axel segir athyglisvert að sal- an í Finnlandi hafi vaxið mjög á síð- ustu mánuðum á sama tíma og fram- boð á mjólkurafurðum í landinu hafi aukist vegna sölubanns á afurðum til Rússlands. Um 80% af skyrsölu MS og sam- starfsfyrirtækja er erlendis, en 20% innanlands. Skyrsala á Norðurlöndum Svíþjóð Noregur Danmörk Finnland Heildsöluverðmæði Kr. 375.525 2.369.628 1.703.493 964.782 5.413.428 4.173.868.649 295.540 2.460.266 4.111.715 2.848.422 9.848.422 6.146.917.538 -79.985 90.638 2.408.222 2.016.119 4.434.994 1.973.048.889 -21% 4% 141% 209% 82% 47% Leyfissala Leyfissala Leyfissala Eigin sala Samtals Lönd Teg sölu Magn kg. 2013 Magn kg. 2014 Mism. % Heimild: MS Anna ekki eftirspurn í Finnlandi eftir skyri  Pantanir á viku námu 1,2 milljónum dósa eða 204 tonnum Baldur Arnarson baldura@mbl.is Formaður skóla- og frístundaráðs Reykjavíkur lét ógert að greina öðr- um fulltrúum ráðsins frá umræðum um stigvaxandi vímuefna- og hegð- unarvanda í grunnskólum Reykja- víkur, sem fram fóru á mánaðarleg- um fundum hans með skólastjórum. Kjartan Magnússon, annar tveggja fulltrúa Sjálfstæðisflokksins í ráðinu, fullyrðir þetta og segir að því verði trauðla hægt að koma með leiðir til úrbóta á þessu skólaári. Fjallað var um fíkniefnamál í Hagaskóla í janúar og þau tengd við hótanir gagnvart nemendum. Lögðu fulltrúar Sjálfstæðisflokks þá fram tillögu í kjölfarið um að komið yrði á fót sérúrræði fyrir grunnskólanema með áfengis- og vímuefnavanda. Til- lagan kom upphaflega frá skólastjór- um í Árbæ og í Breiðholti. Átti að koma vanda á framfæri „Hópur skólastjóra, sem þekkir málin mjög vel, var búinn að koma fram með tillögur að viðbótarúrræð- um. Þessar hugmyndir fóru hljótt í fyrstu en fengu síðan ágætis við- brögð frá foreldrum, kennurum og öðrum fagmönnum. Það bregður síð- an svo við að þeir fjalla um þessi mál á svonefndum skólastjórafundum sem eru haldnir einu sinni í mánuði. Formaður skóla- og frístundaráðs hefur aðgang að þeim sem kjörinn fulltrúi en aðrir kjörnir fulltrúar hafa það ekki, því miður,“ segir Kjartan sem kveðst hafa heimildir fyrir því að tillögur að úrræðum hafi verið til um- ræðu mánuðum saman. Formað- urinn hafi hins vegar ekki komið því á framfæri við ráðið. Málefni barna í fjölþættum vanda, einkum vímuefnavanda, voru helsta umræðuefnið á fundi skóla- og frí- stundaráðs sl. miðvikudag. Kjartan segir meirihlutann hafa fellt tillögu sjálfstæðismanna um að koma á fót sérúrræði til að mæta þörfum grunnskólanemenda, sem eiga við áfengis- og vímuefnavanda að stríða, og þeirra sem mælast já- kvæðir á fíkniefnaprófi, en í staðinn lagt til að stofna „enn eina nefndina“. Hafa verið á vaktinni Skúli Helgason, formaður skóla- og frístundaráðs, segir gagnrýni Kjartans byggða á misskilningi. „Ég vísa þessari gagnrýni á bug. Við ræðum ýmis mál við skólastjóra á fundum. Gagnrýnin gengur út á að það hafi verið brugðist seint við ein- hverri umræðu meðal skólastjóra. Það stenst ekki. Við höfum verið á þessari vakt og fjallað um mál barna með fjölþættan vanda í ráðinu síðan í haust. Fyrir þann tíma var samtalið hafið milli skóla- og frístundasviðs og velferðarsviðs um þessi mál. Þar á meðal um tillögur sem komu frá skólastjórum í Breiðholtinu, sem beindust sérstaklega að börnum í vímuefnavanda.“ Skúli segir tillögu meirihlutans í skóla- og frístundaráði fela í sér að strax verði brugðist við vanda barna með fjölþættan vanda. Ráðgjafasvið Brúarskóla muna bera ábyrgð á við- bragðsteymi, leiða vinnu þess og vinna tillögur að nýjum úrræðum. Þagað um vaxandi vímuefnavanda  Varnaðarorð skólastjóra í borginni Skúli Helgason Kjartan Magnússon Ýmis vandi barna » Með fjölþættum vanda barna er m.a. vísað til hegðunarvanda, geðræns vanda og vímuefnavanda. » Áætlað er að á þriðja hundr- að barna í borginni eigi við slík- an vanda að stríða.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.