Morgunblaðið - 07.02.2015, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 07.02.2015, Blaðsíða 51
MENNING 51 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. FEBRÚAR 2015 d KYNNTU ÞÉR ÁSKRIFTARLEIÐIR Í SKJÁHEIMI SKJÁRINN | WWW.SKJARINN.IS BRUNUMÁFRAM ÍHÁSKERPU Sex Íslendingar verða á blússandi ferð á HM í alpagreinum, úrslitin í Afríkubikarnum ráðast og margt fleira í beinni. FrábærdagskrááEurosportogEurosport2 –eingöngu íSkjáHeimi. EUROSPORT / LAUGARDAGUR 19.45 Beint. HM í alpagreinum: Bein útsending frá bruni karla á heimsmeistaramótinu í alpa- greinum sem fer fram íVail og Beaver Creek í Bandaríkjunum. EUROSPORT / SUNNUDAGUR 18.30 Beint. Úrslitaleikur Afríkukeppninnar í fótbolta: Í síðasta leik sauð upp úr - hvað gerist í úrslitaviðureigninni? Fílabeinsströndin mætir Gana í Bata. EUROSPORT2 / LAUGARDAGUR 19.30 Beint. Íshokkí á Heimsleikum stúdenta: USAmætir Kasakstan. Upprennandi stór- stjörnur Bandaríkjanna berjast um gullið í Granada á Spáni. EUROSPORT2 / SUNNUDAGUR 19.00 Beint. Þýska meistaramótið í snóker: Ronnie O'Sullivan leikur gegn bestu snóker- spilurum veraldar í Berlín. Sjáðumeistaratakta í beinni útsendingu! skjárheimur er fáanlegur bæði hjá vodafone og símanum HM í alpagreinum í beinni útsendingu til 15. febrúar Stjórn Miðstöðvar íslenskra bókmennta (MÍB) úthlutaði á árinu 2014 rúmlega 200 styrkjum í átta flokkum. Samkvæmt upplýs- ingum frá MÍB hafa aldrei borist fleiri um- sóknir um styrki til þýðinga á erlend mál. „Á árinu 2014 voru 82 umsóknir frá erlend- um útgefendum til afgreiðslu, þar af 21 til þýðinga á íslenskum verkum á norræn tungumál, sem er töluverð aukning. Sótt var um samtals 55,3 milljónir króna. Til úthlut- unar á árinu voru 13,3 milljónir króna auk um 5 milljóna króna sem Norræna ráð- herranefndin leggur til þýðinga úr íslensku á norræn tungumál,“ segir m.a. í tilkynn- ingu. Miðstöð íslenskra bókmennta hefur á liðnu ári lagt áherslu á bókmenntakynningu á Norðurlöndunum, og verður sú áhersla áfram í starfi MÍB árin 2015 og 2016. „Í ár verða íslenskar bókmenntir m.a. áberandi á bókamessunni í Gautaborg í Svíþjóð í sér- stakri dagskrá undir yfirskriftinni Raddir frá Íslandi / Röster från Island.“ Samkvæmt upplýsingum frá MÍB hafa umsóknir um ferðastyrki höfunda aukist töluvert á milli ára. „Árið 2013 var sótt um 29 ferðastyrki fyrir íslenska höfunda til að kynna verk sín erlendis og veittir 24 styrkir. Á árinu 2014 bárust 47 umsóknir um ferða- styrki höfunda og var veittur 41 styrkur. Það er því rúmlega 40% aukning í umsókn- um í þessum flokki milli ára. Á árinu barst 61 umsókn um útgáfustyrki frá 30 aðilum, að upphæð 53 milljónir króna og var 15 milljónum króna úthlutað til 31 útgáfuverk- efnis. Til samanburðar má geta þess að árið 2013 bárust 115 umsóknir um útgáfustyrki að upphæð 106,7 milljónir króna, þá voru veittir 42 styrkir til útgáfu, og til úthlutunar voru samtals 20,4 milljónir króna. Alls bárust á árinu 56 umsóknir um styrki til þýðinga á íslensku frá 23 aðilum og var samtals sótt um 31,7 milljónir króna. Út- hlutað var 9 milljónum króna til þýðinga á 30 erlendum verkum á íslensku.“ Aldrei borist fleiri umsóknir til MÍB  Íslenskar bækur verða áberandi á Norðurlöndum á árinu Boðið verður upp á sunnu- dagsleiðsögn með Ingu Láru Baldvinsdóttur á morgun kl. 14 um greining- arsýninguna Hvar, hver, hvað? í Þjóð- minjasafninu. „Á sýningunni er óþekkt myndefni úr Ljós- myndasafni Íslands. Vonast er til þess að safngestir geti gefið upp- lýsingar um myndirnar en sýn- ingar af þessu tagi eru eins konar gestaþrautir og hafa skilað góð- um árangri,“ segir m.a. í tilkynn- ingu frá safninu. Leiðsögnin er ókeypis. Inga Lára leiðir gesti um sýningu Inga Lára Baldvinsdóttir Samkvæmt vef- ritinu Pitchfork hefur banda- ríska sveitin TV on the Radio hætt við komu sína á tónlistar- hátíðina Sónar Reykjavík sem hefst 12. febrúar næstkomandi. Samkvæmt frétt- inni mun trommari sveitarinnar, Jahphet Landis, hafa slasað sig og liggur nú á spítala. Hann er þó ekki í lífshættu. Sveitin hættir þar með við alla tónleika sem fyrirhugaðir voru í Evrópu í febrúarmánuði en sveitin átti meðal annars að koma fram í Englandi, Frakklandi og Ítalíu. Afboðun Tromm- arinn er slasaður. TV on the Radio hættir við Sónar Norrænu félögin á Suðurnesjum standa fyrir kynningu á nýútkom- inni bók um ferðir listmálarans Jó- hannesar Larsen um Ísland í dag klukkan 15 í bíósal Duushúsa í Reykjanesbæ. Höfundur bók- arinnar, Vibeke Nørgaard Nielsen, og þýðandi hennar, Sigurlín Svein- bjarnardóttir, hafa báðar kynnt sér sögu Larsen og munu segja frá ferðalagi Danans um Ísland 1927 og 1930. Larsen kom hingað til að teikna myndir fyrir hátíðarútgáfu Íslendingasagna sem kom út í til- efni af þúsund ára afmæli Alþingis. Teiknari Larsen teiknaði á sögustöðum Íslendingasagnanna, hér í Hvalfirði. Larsen kynntur í Reykjanesbæ

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.