Morgunblaðið - 07.02.2015, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 07.02.2015, Blaðsíða 47
TÓNLIST Arnar Eggert Thoroddsen arnareggert@arnareggert.is Þar sem ég sit og skrifa þetta er ég að hlusta á Fly On The Wall, plötu AC/ DC (vanmetið verk!), í gegnum lítið Philips-ferðaútvarp. Það er „aux“- tengi í útvarpinu og ég er að streyma plötunni úr tölvunni minni. Af You- tube. Spotify var eitthvað hægt og ég nennti ekki að bíða, fletti plötunni óð- ar upp á „þjónvarpinu“ og þar var hún að sjálfsögðu. Það er svo gott sem enginn bassi í útvarpinu og streymisupplausnin alveg ábyggilega vafasöm. En þetta dugar. Ég þurfti einfaldlega að heyra AC/DC. Strax. Enginn munur Það er eitthvað kaldhæðið við það að ég sé að skrifa pistil um hágæða tónlistartól undir þessum … ja … einhverjir myndu segja ósköpum. Um þessar mundir hamast Neil Yo- ung nefnilega við að kynna nýjan stafrænan tónlistarspilara, Pono, sem ku endurvarpa tónlist í mun meiri gæðum en venjulegir mp3-spilarar gera. Margir hafa stigið fram og svar- ið og sárt við lagt að himnarnir opnist við þessa reynslu, þeir séu að heyra tónlist „í fyrsta skipti“. Enn fleiri hafa hins vegar stigið fram og sagt að það sé enginn greinanlegur munur á Pono og öðrum spilurum sem inni- halda mp3-skrár með hárri upplausn. David Byrne kemur almennt inn á svona afspilunarmál í stórgóðri bók sinni How Music Works. Þar segir hann m.a.: „Hvað hljóðritaða tónlist varðar, þá virðumst við alltaf hafa valið þægindi fram yfir gæði.“ 33 1⁄3 snúninga platan hljómaði ekki alveg jafn vel og 45 snúninga plöturnar en a.m.k. þurftir þú ekki að standa upp og skipta um hlið á þriggja mínútna fresti! Byrne segir að fólk sé jafnan sátt við það sem sé „nógu gott“, svo lengi sem það heyri tónlistina sæmi- lega. Hann tekur símtöl sem dæmi, við spáum lítið í því hvernig hljóð- gæðin eru, svo fremi að við heyrum í ástvinum okkar. Afstæð hugtök Young misreiknar sig, þó að til- gangurinn sé göfugur. Pono er fyrir jaðarmarkað sem þarf ekki bara að leggja út fyrir spilaranum heldur þarf að kaupa alla tónlistina upp á nýtt, í gegnum Pono-síðuna. Restin af hlust- endum, nánast allir þ.e., er á þessu rófi sem Byrne lýsir. Eða hvernig nam ég t.d. tónlist á unglingsárum, þegar hún var að breyta lífi mínu, mynda hjá mér gæsahúð og kreista fram tár, bæði gleði og sorgar? Í gegnum ódýr útvörp og ferming- argræjur, afdönkuð kassettutæki í bíl- um og af kolrispuðum plötum foreldr- anna. Í gegnum þessi tól liðu töfrarnir um. Og ekki bara að þetta hafi verið „nóg“; þegar maður minnist þessa tíma eða heyrir þessar gatslitnu plöt- ur fær maður yl í hjartað. Byrne seg- ir: „Hefði ég orðið gagnteknari ef ég hefði upplifað þetta í gegnum mestu gæði? Ég efast stórlega um það.“ Pono-byltingin verður öllum gleymd eftir nokkur misseri. Tónlist- arupplifun er heldur aldrei á einn veg, sumir fá sitt „fix“ með því að hlusta á Chris Rea í gegnum Bang & Olufsen, aðrir með því að hlusta á Sonic Youth á gamla kassettutækinu sínu. Hug- takið „gæði“ er afstætt í þessu sam- hengi. Þegar útvarpsmanninum goð- sagnakennda John Peel var ráðlagt að hlusta á geisladiska fremur en vín- ylplötur, þar sem það væri of mikið yf- irborðshljóð („surface noise“) á vín- ylplötunum, svaraði hann skorinorður: „Listen mate. Life has surface noise.“ Ó Pónó … Gæði? Neil Young handleikur Pono-spilarann sinn. » Young misreiknarsig, þó að tilgang- urinn sé göfugur. Pono er fyrir jaðarmarkað  Hágæða tónlistarspilari Neil Young er umdeildur  Tímamótatónhlaða eða kötturinn í sekknum? Morgunblaðið/Styrmir Kári Orkumikill Neil Young á æfingu í Laugardalshöll þar sem hann kom fram með hljómsveit sinni Crazy Horse sl. sumar. MENNING 47 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. FEBRÚAR 2015 Ásthildur B. Jónsdóttir sýning- arstjóri býður upp á fjölskyldu- smiðju og leiðsögn um sýninguna Ákall á morgun kl. 14. Verkin sem voru valin á sýninguna Ákall í Listasafni Árnesinga tengjast öll orðræðunni um sjálfbæra þróun og þeim siðferðilegu málefnum sem hún vekur. Sýningin stendur til 23. apríl og er opin fim.-sun. kl. 12-18. Aðgangur er ókeypis. Ákall Frá sýningunni í Listasafni Árnes- inga sem stendur til sumardagsins fyrsta. Leiðsögn og fjöl- skyldusmiðja Jimmy’s Hall Jimmy Gralton byggði danshús árið 1921 á afskekktum vegamótum á Ír- landi, þar sem ungt fólk gat komið og lært, skipst á skoðunum og látið sig dreyma, en fyrst og fremst til þess að dansa og hafa það skemmtilegt. Slíkt líferni var talið til synda, en Jimmy’s Hall fagnar anda hinnar frjálsu hugs- unar. Danshúsið var pólitískur minn- isvarði um þessa tíma, en myndin var valin í keppni hinna virtu Palme d’Or- verðlauna í Cannes 2014. Leikstjóri er Ken Loach, en með helstu hlutverk fara Barry Ward, Sim- one Kirby og Andrew Scott. Rotten Tomatoes: 74% Metacritic: 60/100 IMDb:6,7 Bíófrumsýningar Dansinn stiginn á Írlandi Danspar Barry Ward og Simone Kirby taka sporið í myndinni. leikhusid.is Konan við 1000° – ★★★★ „Í stuttu máli fá töfrar leikhússins að njóta sín“ – Morgunblaðið Sjálfstætt fólk - hetjusaga (Stóra sviðið) Lau 7/2 kl. 19:30 18.sýn Fim 19/2 kl. 19:30 Aukas. Fös 27/2 kl. 19:30 23.sýn Fös 13/2 kl. 19:30 19.sýn Fös 20/2 kl. 19:30 21.sýn Lau 28/2 kl. 19:30 24.sýn Lau 14/2 kl. 19:30 20.sýn Lau 21/2 kl. 19:30 22.sýn Ný sviðsetning frá sömu listamönnum og færðu okkur Engla alheimsins. Konan við 1000° (Kassinn) Sun 8/2 kl. 19:30 46.sýn Sun 15/2 kl. 19:30 lokas. Fim 5/3 kl. 19:30 Aukas. Fim 12/2 kl. 19:30 47.sýn Fim 26/2 kl. 19:30 Aukas. Athugið - síðustu sýningar. 5 stjörnu sýning - einstök leikhúsupplifun. Karitas (Stóra sviðið) Sun 8/2 kl. 19:30 32.sýn Sun 22/2 kl. 19:30 34.sýn Sun 8/3 kl. 19:30 36.sýn Sun 15/2 kl. 19:30 33.sýn Sun 1/3 kl. 19:30 35.sýn Athugið - síðustu sýningar. Seiðandi verk sem hlotið hefur frábærær viðtökur. Ofsi (Kassinn) Mið 11/2 kl. 19:30 Fös 13/2 kl. 19:30 Lau 14/2 kl. 19:30 Allra síðustu sýningar! Kuggur og leikhúsvélin (Kúlan) Lau 14/2 kl. 13:00 Frums Lau 21/2 kl. 13:00 5.sýn Lau 28/2 kl. 13:00 9.sýn Lau 14/2 kl. 15:00 2.sýn Lau 21/2 kl. 15:00 6.sýn Lau 28/2 kl. 15:00 10.sýn Sun 15/2 kl. 13:00 3.sýn Sun 22/2 kl. 13:00 7.sýn Sun 1/3 kl. 13:00 11.sýn Sun 15/2 kl. 15:00 4.sýn Sun 22/2 kl. 15:00 8.sýn Sun 1/3 kl. 15:00 12.sýn Kuggur og félagar geysast nú upp á svið í Þjóðleikhúsinu í fyrsta sinn! Klókur ertu, Einar Áskell (Brúðuloftið) Lau 21/2 kl. 14:00 Frums. Lau 28/2 kl. 16:00 4.sýn Lau 14/3 kl. 14:00 7.sýn Lau 21/2 kl. 16:00 2.sýn Lau 7/3 kl. 14:00 5.sýn Lau 14/3 kl. 16:00 8.sýn Lau 28/2 kl. 14:00 3.sýn Lau 7/3 kl. 16:00 6.sýn Hinn uppátækjasami Einar Áskell í fallegri og skemmtilegri brúðusýningu HVERFISGATA 19551 1200 LEIKHUSID.IS MIDASALA@LEIKHUSID.IS ★★★★ – SGV, MblHamlet – Tjarnargötu 12 | 101 Reykjavík | sími 527 2100 | tjarnarbio.is Lísa og Lísa (Aðalsalur) Lau 7/2 kl. 20:00 AUKASÝNING! Fös 13/2 kl. 20:00 AUKASÝNING! Lau 14/2 kl. 20:00 AUKASÝNING! ATHUGIÐ! Fjórar aukasýningar í febrúar! Martröð (Aðalsalur) Lau 21/2 kl. 21:00 Skepna (Aðalsalur) Sun 8/2 kl. 20:00 Fim 19/2 kl. 20:00 AUKASÝNING Sun 1/3 kl. 20:00 AUKASÝNING Uppsprettan (Allt húsið) Mán 9/2 kl. 21:00 Björt í sumarhúsi (Aðalsalur) Lau 14/2 kl. 13:00 Lau 14/2 kl. 15:00 Eldbarnið (Aðalsalur) Lau 7/2 kl. 14:00 Sun 15/2 kl. 14:00 Sun 1/3 kl. 14:00 Sun 8/2 kl. 14:00 Sun 22/2 kl. 14:00 Lína Langsokkur –★★★★ – S.J. fbl. Lína langsokkur (Stóra sviðið) Lau 7/2 kl. 13:00 Sun 22/2 kl. 13:00 Sun 15/3 kl. 13:00 Sun 8/2 kl. 13:00 Lau 28/2 kl. 13:00 Táknmálst. Lau 21/3 kl. 13:00 Lau 14/2 kl. 13:00 Sun 1/3 kl. 13:00 Sun 22/3 kl. 13:00 Sun 15/2 kl. 13:00 Sun 8/3 kl. 13:00 Lau 28/3 kl. 13:00 Lau 21/2 kl. 13:00 Lau 14/3 kl. 13:00 Sun 29/3 kl. 13:00 Táknmálstúlkuð sýning 28.febrúar kl 13 Dúkkuheimili (Stóra sviðið) Sun 8/2 kl. 20:00 Sun 15/2 kl. 20:00 Sun 22/2 kl. 20:00 Aðeins sýnt út febrúar Kenneth Máni (Litla sviðið) Lau 7/2 kl. 20:00 Fös 20/2 kl. 20:00 Lau 28/2 kl. 20:00 Sun 8/2 kl. 20:00 Lau 21/2 kl. 20:00 Fös 6/3 kl. 20:00 Fös 13/2 kl. 20:00 Fös 27/2 kl. 20:00 Lau 7/3 kl. 20:00 Stærsti smáglæpamaður Íslands stelur senunni Öldin okkar (Nýja sviðið) Lau 7/2 kl. 20:00 Fös 20/2 kl. 20:00 Fös 27/2 kl. 20:00 Sun 8/2 kl. 20:00 Lau 21/2 kl. 17:00 Lau 28/2 kl. 20:00 Lau 14/2 kl. 20:00 Lau 21/2 kl. 20:00 Sun 1/3 kl. 20:00 5 stjörnu skemmtun að mati gagnrýnanda Beint í æð (Stóra sviðið) Lau 7/2 kl. 20:00 Fös 20/2 kl. 20:00 Lau 28/2 kl. 20:00 Fös 13/2 kl. 20:00 Lau 21/2 kl. 20:00 Fös 13/3 kl. 20:00 Lau 14/2 kl. 20:00 Fös 27/2 kl. 20:00 Lau 14/3 kl. 20:00 Sprenghlægilegur farsi Ekki hætta að anda (Litla sviðið) Mið 11/2 kl. 20:00 aukas. Sun 15/2 kl. 20:00 11.k Sun 22/2 kl. 20:00 Fim 12/2 kl. 20:00 10.k Mið 18/2 kl. 20:00 12.k Fim 26/2 kl. 20:00 Lau 14/2 kl. 20:00 Aukas. Fim 19/2 kl. 20:00 Nýtt verk eftir Auði Övu Ólafsdóttur Taugar - Íslenski dansflokkurinn (Nýja sviðið) Fim 12/2 kl. 20:00 2.k Sun 22/2 kl. 20:00 4.k. Sun 15/2 kl. 20:00 3.k. Fim 26/2 kl. 20:00 5.k. Tvö nýstárleg og óhefðbundin dansverk

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.