Morgunblaðið - 07.02.2015, Síða 42

Morgunblaðið - 07.02.2015, Síða 42
42 ÍSLENDINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. FEBRÚAR 2015 Pálína Fanney Skúladóttir lifir og hrærist í tónlist eins og son-ur hennar, Ásgeir Trausti. Hún er kórstjóri og organisti áHvammstanga og Melstað í Miðfirði, en sjálf býr hún á Laugarbakka. Hún kennir einnig á píanó og söng við Tónlistar- skólann í Vestur-Húnavatnssýslu. Tónlistarskólinn er öflugur með um 100 nemendur en alls búa 1.200 manns í sýslunni. Aðalstarf Pálínu er reyndar grunnskólakennsla en hún er í leyfi frá henni þennan veturinn. „Ég var að búa mér til rými fyrir jógakennslu, er að kenna jóga í grunnskóla, á leikskóla og líka í opnum tímum. Jóga á mitt hjarta þessi árin og ég er með Kundalini-kennararétt- indi og hef verið að bæta við mig Jóga Nidra sem er djúpslökun. Svo verð ég á krakkajóganámskeiði um helgina í Reykjavík. Af öðrum áhugamálum þá jurtalita ég á sumrin, lita ullarband úr jurt- um, og svo eru það gönguferðir og almenn líkams- og hugarrækt.“ Eiginmaður Pálínu er Einar Georg Einarsson, ljóðskáld og textasmiður. Hann er kennari að mennt en er hættur kennslu. Auk Ásgeirs Trausta eiga þau saman dótturina Bergþóru Fanneyju. „Hún býr í Reykjavík og fer með mér á námskeiðið og svo fer ég út að borða með henni og kærastanum hennar í kvöld í tilefni dags- ins.“ Af næstu verkefnum hjá Pálínu í tónlistinni þá ætla kirkjukórinn á Hvammstanga og barnakórinn að halda tónleika á byggðasafninu á Reykjum í Hrútafirði. „Tónleikarnir verða með þjóðlegum stíl og það verður gaman að syngja í öðruvísi umhverfi. Á safninu er stórt hákarlaskip og við ætlum að reyna að fá leyfi til að syngja í því.“ Pálína Fanney Skúladóttir er fimmtug í dag Fjölskyldan Á útgáfudegi ljóðabókar eiginmanns Pálínu, Einars Georgs Einarssonar, Hverafuglar, sem kom út á seinasta ári. Kennir tónlist og jóga Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson,Pétur Atli Lárusson islendingar@mbl.is Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.  Unnið í samvinnu við viðmælendur. 80 ára er í dag Hjalti Hjaltason, Melateig 39, 600 Akureyri. Eyðir hann deginum í faðmi fjölskyldunnar. Árnað heilla 80 ára H aukur fæddist á Urð- um við Engjaveg í Reykjavík 7.2. 1930 og ólst upp í stórum hópi systkina í Laugardalnum í Reykjavík og síð- ar á Rauðarárstígnum. Hann var í Laugarnesskóla, lauk stúdents- prófi frá MR 1950 og síðan námi í raforkuverkfræði frá Konunglega Tækniháskólanum í Stokkhólmi, KTH, árið 1955. Að námi loknu var Haukur verk- fræðingur hjá AB Elektromekano í Helsingborg 1955-56 og sinnti rannsóknarstörfum hjá KTH 1956- 57, en þá flutti hann, ásamt konu sinni, aftur til Reykjavíkur. Hér heima starfaði Haukur allan sinn starfsferil hjá Rafmagnsveitu Reykjavíkur, síðar Orkuveitu Reykjavíkur. Hann var verkfræð- ingur hjá Rafmagnsveitu Reykja- víkur á árunum 1957-63 og vann í byrjun við rekstur Sogsvirkjana, Elliðaárstöðvar og varastöðv- arinnar við Elliðaár: „Á þessum árum var ráðist í umfangmikla endurreisn á raforkukerfi Reykja- víkur, þar sem dreifikerfið var byggt upp og jókst þá flutnings- getan um 70%. Enn fremur varð rekstraröryggi mun meira og skömmtun og rafmagnsleysi varð brátt úr sögunni. Í kjölfarið var aðveitukerfið frá virkjunum til Reykjavíkursvæðisins byggt upp, þannig að aukin flutningsgeta var tryggð.“ Haukur var deildarverkfræð- ingur hjá Rafmagnsveitunni 1963- 69, yfirverkfræðingur þar 1969-79, framkvæmdastjóri tæknimála 1979-83 og aðstoðarrafmagns- veitustjóri frá 1983 og þar til hann lét af störfum, en sinnti þó ráð- gjafarverkefnum fyrir Orkuveituna til 79 ára aldurs. Þá var hann framkvæmdastjóri Sambands íslenskra rafveitna 1962-69 og stundakennari við verkfræðideild HÍ frá 1976. Haukur var formaður Félags ís- lenskra stúdenta í Stokkhólmi, sat í stjórn VFÍ 1962-64 og 1975-76, í stjórn SV 1961-62 og stjórn LVFÍ 1964-70, sat í fulltrúaráði BHM 1965-72 og í stjórn BHM 1966-71. Hann var prófdómari við Haukur Pálmason fyrrv. aðstoðarrafmagnsstjóri – 85 ára Með æskunni Haukur með yngstu barnabörnunum sínum, þeim Hildi Ylfu og Hauki Oddi Jóhannesarbörnum. Rafmagn færir ljós og yl Brúðkaupsmynd Haukur og kona hans Aðalheiður. Þau giftu sig 1954. Börn og brúðhjón Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð. Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is Á opnunni „Íslendingar“ í Morgunblaðinu er sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks, svo sem stórafmælum, hjónavígslum, barnsfæðingum og öðrum tímamótum.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.