Morgunblaðið - 07.02.2015, Page 20

Morgunblaðið - 07.02.2015, Page 20
20 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. FEBRÚAR 2015 Viðar Guðjónsson vidar@mbl.is Ekki var tekið tillit til kostnaðar íbúa við gatnagerð sem tilkominn er vegna þess að götur og gangstígar eru innan lóðamarka þegar viðkom- andi lóðum var úthlutað í Reykjavík á sínum tíma. Eins og fram kom í Morgunblaðinu í gær hafa íbúar við Hóla- og Hólm- vað í Norð- lingaholti þurft að greiða hundr- uð þúsunda fyrir gatnagerð og uppsetningu ljósastaura. Þannig er málum háttað víða um borgina. Greiddu lóðarhafar gatna- gerðargjöld líkt og aðrir lóðarhafar í Reykjavík. Hjá Reykjavíkurborg fengust þær upplýsingar að gatna- gerðargjöldum væri ekki ætlað að standa straum af kostnaði við upp- byggingu innviða í viðkomandi hverfi heldur færu þau í rekstur gatna- og göngustígakerfis borg- arinnar í heild. „Það var ekki tekið tillit til þess í verðlagningunni að götur og gangstígar voru inni á lóð- um á sínum tíma þegar lóðunum var úthlutað,“ segir Hrólfur Jónsson, skrifstofustjóri á skrifstofu eigna og atvinnuþróunar hjá Reykjavíkur- borg. „Ólík lóðamörk í deiliskipulagi geta auðvitað leitt til aukins kostn- aðar fyrir suma húseigendur,“ segir Hrólfur. Hætt við kvörtunum Hann segir nokkra tugi staða í Reykjavík þar sem lóðamörk, oftast í botnlöngum, eru á þann veg að við- hald og lagning gatna er á herðum íbúanna. Dæmi eru um að þetta hafi valdið deilum á milli íbúa. „Þegar um er að ræða stórar lóðir og fólk þarf að sýna samstöðu hefur það oft ekki skilning á því að það þurfi að borga fyrir einhverja gangstíga sem liggja ekki einu sinni nálægt húsinu þess,“ segir Hrólfur. Aðspurður segir hann að ekki verði farið í það verkefni að breyta deiliskipulagi eldri hverfa. „Það er nánast úti- lokað, því sums staðar, eins og við fjölbýlishús í Árbæ, er gangstéttin inni á miðri lóð hússins. Ef þessu væri breytt ætti Reykjavík allt í einu einhverja gangstétt mitt á milli húsanna og það gæti orðið mjög flókið þegar kemur að viðhaldi og endurgerð gangstétta. Mögulega er fólk búið að leggja vinnu í lóðirnar umhverfis gangstígana og hætt við að kvartað yrði undan því þegar borgin athafnar sig innan einkalóða til að sinna þjónustu við borgareign. Þetta er ekki svo einfalt að hægt sé að segja að hlutirnir séu óréttlátir og þessu verði að breyta,“ segir Hrólfur. Í nýjasta hverfi Reykjavík- urborgar, Úlfarsárdal, kom upp til- vik þar sem tvær götur voru settar innan lóðarmarka íbúa. Eftir mót- mæli íbúanna var deiliskipulaginu breytt og úr varð að Reykjavíkur- borg sá um gatnagerðina sem og að sinna viðhaldi og þjónustu á borð við snjómokstur. Fóru á fund borgarstjóra Pálmi Franklín Guðmundsson, íbúi í Gefjunarbrunni í Úlfarsárdal, býr í einum þeirra botnlanga þar sem deiliskipulaginu var breytt. „Upphaflega átti þetta að vera eins og húsfélag þar sem við áttum að sjá um gatnagerðina sjálf,“ segir Pálmi. Hann segir að til hafi staðið að hafa lóðarmörk með þessum hætti í þremur botnlöngum í Úlfars- árdal. „Við þurftum bara að sýna samstöðu og fórum á fund borg- arstjóra. Í kjölfarið var skipulaginu breytt,“ segir Pálmi. Deiliskipulag hefur valdið deilum  Ekki tekið tillit til kostnaðar við gatnagerð við lóðaúthlutun  Útilokað að breyta deiliskipulagi eldri hverfa  Heimtraðasjóður tómur  Deiliskipulagi breytt í Úlfarsárdal eftir mótmæli íbúa Morgunblaðið/Ómar Óskarsson Gangstígur endar Íbúar á tugum staða í Reykjavík þurfa að standa straum af lagningu gatna og gangstétta nærri heimili sínu. Hrólfur Jónsson Hjá Reykjavíkurborg er sjóður sem nefnist heimtraðastyrkur. Hlutverk hans er að veita styrk til frágangs á heimtröðum í eldri hverfum þar sem lóðir eru sameiginlegar. Á árinu 2008 voru fimm styrkir veittir til íbúa Reykjavíkur til þess að standa straum af sameiginlegum framkvæmdum vegna gatna- og gangstígagerðar. Samkvæmt upplýsingum frá Reykja- víkurborg hefur engu fé verið varið í málaflokkinn í nokkurn tíma og er sjóðurinn tómur. Var heimtraðastyrkur settur á fót til þess að jafna þann mun sem er á milli íbúa með sameiginleg lóðamörk og annarra í Reykjavík. Sjóðurinn er tómur ÁÐUR VAR HÆGT AÐ SÆKJA UM HEIMTRAÐASTYRK Morgunblaðið/Þorkell Steypa Víða þurfa íbúar að leggja gangstíga og götur. „Hann kemst vel að orði og ég geri engar athugasemdir við það hvernig hann túlkar þetta,“ segir Þórólfur Jónsson, deildarstjóri náttúru og garða hjá Reykjavíkurborg. Tilefnið er gagnrýni Hrafns Gunnlaugs- sonar kvikmyndaleikstjóra á fyrir- hugaðar aðgerðir Reykjavíkur- borgar gegn tröllahvönn í borgarlandinu. Kallar hann aðgerð- irnar „flórufasisma“ og skilur ekki af hverju verið er að ofsækja svo fallega plöntu. Þórólfur sagði í sam- tali við Morgunblaðið á fimmtudag að safi plöntunnar væri eitraður og gæti valdið fólki skaða en Hrafn benti þá á að engar rósir væru án þyrna og spurði hvort ekki væri vert að útrýma þeim. „Það er alveg hægt að meiða sig á rósum en þær eru ekki nærri leiksvæðum t.d.“ segir Þórólfur. „Við einblínum í raun bara á þessa plöntu jafnvel þótt hægt sé að hljóta skaða af öðr- um plöntum. Heimilisplanta eins og jólastjarna er t.a.m. eitruð ef hún er borðuð en ég held að ekki nokkrum manni dytti í hug að leggja sér hana til munns,“ segir Þórólfur. vidar@mbl.is Morgunblaðið/Árni Sæberg Tröllahvönn Sitt sýnist hverjum um ágæti tröllahvannar í borgarlandinu. Engum dettur í hug að borða jólastjörnu Sy ru sson Hönnunar hús Síðumúla 33 Stabbi Mikið úrval áklæða og leðurs staflanlegur í 30 stk verð frá 28.900,-

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.