Dagblaðið Vísir - DV - 20.01.2010, Side 14

Dagblaðið Vísir - DV - 20.01.2010, Side 14
HÁLKUGORMAR GEGN SLYSUM Neytendasamtökin minna á svokallaða hálkugorma núna þegar fréttir hafa verið sagðar af því að fólk slasast í stórum stíl í hálkunni. Fram kemur á heima- síðu samtakanna að gormarnir fáist í apótekum, íþróttaverslun- um, hjá flestum skósmiðum og í skóvöruverslunum. Auðvelt sé að smeygja þeim utan um skósól- ann og þeir gefi gott grip. „Gamla gerðin af mannbroddum fæst einnig víða en þeir standa alveg fyrir sínu og eru yfirleitt ódýrari en gormarnir,“ segir á síðunni. BORGAR SIG AÐ SEGJA UPP? Neytendasamtökin segja frá reynslu manns sem keypti 3G internet-pungfrelsi hjá Nova. Hann keypti ársnotkun fyrir fram en eftir að árið var liðið bað hann um mánaðarlegan reikn- ing. Þegar kom að því vildi hann færa greiðslurnar yfir á notanda netpungsins. Hann hringdi í fyr- irtækið og bað um að reikningur- inn yrði færður á móður sína. „Þá var honum tjáð að þessi breyting kostaði 1.000 krónur.  Maðurinn var ekki sáttur við það og leitaði til Neytendasamtakanna sem skoðuðu málið. Í ljós kom að upplýsingar um kostnað vegna rétthafabreytingar koma fram á heimasíðu fyrirtækisins og því er fyrirtækinu heimilt að innheimta þetta gjald,“ segir á síðu samtak- anna. Samtökin segja athyglisvert að viðskiptavinur sé rukkaður um breytingagjald á meðan ekkert kosti að stofna til viðskipta. Því gæti verið hagkvæmara að segja upp áskriftinni og hefja aftur áskrift hjá sama fyrirtæki. n Viðskiptavinur Á næstu grösum, í Kringlunni, vildi lasta matsölustaðinn fyrir nauma skömmtun á brauði. Súpa dagsins kostar 890 krónur en með því fylgir ein brauðsneið. „Ég bað um aukasneið en fékk þau svör að hún kostaði 200 krónur. Ég fór á Serrano í staðinn,“ sagði við- skipta- vinurinn. n Kona sem fór á Skeljung við Vesturlandsveg fékk einstaklega góða þjónustu frá starfsmanni að nafni Ólafur þegar hún bað um að láta hreinsa rúðu og rúðuþurrku. Ólafur nostraði heilmikið við bílinn og konan keyrði virkilega ánægð í burtu. Þjónusta sem orðin er fátíð. SENDIÐ LOF EÐA LAST Á NEYTENDUR@DV.IS DÍSILOLÍA Algengt verð VERÐ Á LÍTRA 199,2 kr. VERÐ Á LÍTRA 197,9 kr. Skeifunni VERÐ Á LÍTRA 194,6 kr. VERÐ Á LÍTRA 193,3 kr. Algengt verð VERÐ Á LÍTRA 196,2 kr. VERÐ Á LÍTRA 204,8 kr. BENSÍN Dalvegi VERÐ Á LÍTRA 191,5 kr. VERÐ Á LÍTRA 190,2 kr. Fjarðarkaupum VERÐ Á LÍTRA 194,6 kr. VERÐ Á LÍTRA 193,3 kr. Algengt verð VERÐ Á LÍTRA 196,2 kr. VERÐ Á LÍTRA 194,9 kr. UMSJÓN: BALDUR GUÐMUNDSSON, baldur@dv.is / neytendur@dv.is el ds ne yt i 14 MIÐVIKUDAGUR 20. janúar 2010 NEYTENDUR Langstærsti hluti þeirra fæðubótar- efna sem heilbrigðir Íslendingar kaupa gagnast þeim ekki á nokkurn hátt. Ofneysla á einu efni, til dæm- is próteini, getur leitt til eitrunará- stands og skemmda á lifur og nýrum að sögn Ólafs Gunnars Sæmunds- sonar næringarfræðings. Ofneysla á einu næringarefni veldur oft skorti á öðrum mikilvæg- um efnum að sögn læknis sem DV ræddi við. Um 600 tonn af fæðu- bótarefnum hafa verið flutt til lands- ins undanfarið ár. Verðmæti þeirra er um milljarður króna, samkvæmt tölum um innflutning á vef Hagstofu Íslands. Eitrunarástand Ólafur bendir á að ef fólk innbyrði meira af næringarefnum en það hafi þörf fyrir geti það leitt til eitrunar- ástands. Það geti skaðað lifur og nýru. Ekki sé alltaf auðvelt að koma auga á kvillana því eitrunaráhrif of mikils C-vítamíns geti til dæmis ver- ið höfuðverkur og magakveisa, kvill- ar sem geti komið fram af ýmsum öðrum ástæðum. „Ég bendi líka á að mikil neysla á vissum efnum getur leitt til meiri upptöku á öðrum og þar með vönt- unar. Tökum eitt einfalt dæmi. C-víta mín eykur upptöku á járni, sér í lagi járni sem er að finna í jurta- fæðu. Ef járnbúskapur einstaklinga er mjög góður, og viðkomandi fer að borða rosalega mikið af C-vítam- íni, þá getur járnbúskapurinn orðið mjög hár. Það getur haft slæm áhrif á nýru og lifur, svo dæmi séu tekin,“ útskýrir Ólafur. Hann bætir við að mikil ofneysla trefja geti einnig ýtt undir járnskort- inn. „Ef fólk telur sig þurfa á ein- hverjum efnum að halda, til dæmis járni, þá er eina rétta leiðin að athuga það á vísindalegan hátt, með því að láta draga úr sér blóð,“ segir hann. Mælir ekki með Hydroxycut Ólafur segir algengt að fæðubótar- efni séu auglýst á villandi hátt. Þau séu auglýst þannig að fólk geti eflst að heilbrigði og jafnvel læknað hina og þessa sjúkdóma neyti það fæðubótarefna. „Hydroxycut-fitu- brennsluefni er til dæmis eitt sem ég get engan veginn mælt með,“ seg- ir Ólafur en Hydroxycut er sagt vin- sælasta fitubrennsluefni á Íslandi. „Það eru ekki til neinar viðurkennd- ar rannsóknir um árangur. Eina sem hægt er að finna eru rannsóknir sem benda til þess að notkunin geti leitt til lifrarmeina og hækkandi blóð- þrýstings,“ segir Ólafur og bætir við að mörg svokölluð fitubrennsluefni séu rík af koffíni og mikil neysla þess hafi ekki góð áhrif á heilsu. Nauðsynlegt til að leiðrétta skort Almennt segir Ólafur þó að neysla fæðubótarefna geti í sumum tilvik- um sannarlega átt rétt á sér. „Sérstak- lega ef fólk greinist með of lágt magn af vissum næringarefnum, eins og járni eða hverju sem er. Þá getur verið ráðlegt að grípa til fæðubótar- gjafar til að leiðrétta skortinn,“ segir Ólafur og bætir við að í slíkum tilvik- um sé bráðnauðsynlegt að notast við fæðubótarefni. Eins geti það verið nauðsynlegt fyrir fólk sem hefur ver- ið í óreglu; fíkniefnum eða víni. Þá geti þurft að leiðrétta skort með inn- töku fæðubótarefna. „Síðan má ekki gleyma D-vítamíni sem við mættum leita í í formi fæðubótar. Við byggjum það upp með aðstoð sólarljóssins en þegar sólin er lágt á lofti hér á Íslandi getur það leitt til þess að líkaminn framleiði ekki nóg. Þar sem fæða er almennt snauð af D-vítamíni getur verið gott að taka eina teskeið af lýsi eða fimm til sex lýsistöflur á dag,“ út- skýrir Ólafur. Spurður um fæðubótarefni eins og Herbalife og Slimquick segir Ólaf- ur ekkert því til fyrirstöðu að fólk noti næringarduft í staðinn fyrir stöku máltíð, ekkert bendi til þess að þetta séu varhugaverð eða skaðleg efni. Þetta sé einfaldlega matur. „Auðvitað léttist fólk ekkert meira ef það neyt- ir 400 hitaeininga í formi dufts en 400 hitaeininga í formi hefðbundins matar.“ Kreatín getur hjálpað Algengt er að finna auglýsinar um kreatín í líkamsræktarstöðvum og á heimasíðum sem selja fæðubótar- efni. Ólafur segir að kreatín sé eitt mest rannsakaða efnið á íþrótta- markaðnum. Búið sé að framkvæma hundruð rannsókna. „Það getur mér vitanlega ekki verið skaðlegt. Nið- urstöðurnar benda til þess að sum- ir íþróttamenn geti hagnast á neyslu kreatíns,“ segir Ólafur og heldur áfram: „Til dæmis þegar fólk er að gera ákveðna lyftingaæfingu í tíu skipti, þá getur sá sem hefur tekið kreatín stundum náð betri árangri í síðustu tveimur til þremur lyftunum, miðað við þann sem ekki hefur tekið efnið. Þetta hefur hins vegar ekkert með þolárangur að gera.“ Hann bætir við að efnið sé ekki á bannlista vegna þess að ekki hafi verið sannað að einstaklingar nái forskoti á aðra við notkun þess. „Þetta hefur þó sannað gildi sitt á einhvern hátt.“ Próteinið varasamt „Við Íslendingar borðum miklu meira af próteinum en við þurfum almennt. Það sem við innbyrðum aukalega þurfum við að losa okkur við. Nýrun sjá um það og ef við höf- um ekki undan að losa okkur við próteinið myndast eitrunarástand,“ segir Ólafur spurður um skaðsemi próteina í formi fæðubótarefna. Hann segir þó að próteingjafir hafi sannað gildi sitt hjá þeim sem ekki fái nóg í fæðunni. Ólafur segir dæmi þess að Íslend- ingar hafi endað inni á bráðadeild vegna óhóflegrar notkunar próteins. Það geti leitt til óstarfhæfra nýrna. „Þá erum við að tala um alveg svaka- lega mikla neyslu. Öfgakenndasta dæmið er líklega drengur sem lenti inn á bráðadeild vegna óstarfhæfra nýrna. Hann hafði viku fyrir fitness- mót innbyrt um 800 grömm af pró- teinum á dag í formi fæðubótarefna. Ráðlögð neysla fyrir íþróttamann er 1,0 til 1,6 gramm á hvert líkamskíló. Meðal íslenskur karlmaður borðar vel yfir 100 grömm á dag,“ segir Ól- afur og ítrekar að umframmagn pró- teins gagnist mönnum ekki á nokk- urn hátt. „Oftast er fólk sem kaupir prótein í formi fæðubótarefna bara að eyða peningunum sínum. Þetta er bara undanrennuduft og gagnast heilbrigðu fólki ekki neitt,“ ítrekar hann. Efni fyrir milljarð Samkvæmt upplýsingum frá toll- stjóra og Hagstofu Íslands voru rétt tæplega 600 tonn af fæðubótarefn- um og vítamínum flutt inn til lands- ins í fyrra. Talan er þó ekki nákvæm en þær upplýsingar fengust hjá emb- ætti tollstjóra að undir þeim toll- skrárnúmerum sem DV fékk upp HÆTTULEG FÆÐUBÓTAREFNI Óhófleg neysla fæðubótarefna á borð við prótein getur valdið alvarlegum nýrna- og lifrarskemmdum. Ólafur Gunnar Sæmundsson næringarfræðingur segir sorglegt að sjá og heyra auglýsingar frá seljendum þar sem miklum árangri er lofað. Flest efnin séu heilbrigðu fólki vita gagnslaus. Oftast er fólk sem kaupir prótein í formi fæðu- bótarefna bara að eyða peningunum sín- um. Enginn árangur Líkam- inn hefur engan hag af umframmagni próteins. Íslendingar borða að sögn næringarfræðings meira prótein en þörf krefur.n Eitrunarmiðstöð Landspítalans hefur vakið athygli á því að hægt er að kaupa á netinu svo- kallaða „kraftaverkalausn“ MMS (Miracle Mineral Solution) sem valdið getur alvarlegum veikindum og jafnvel dauða. Þessi lausn er einnig kölluð kraftaverkaefni (Miracle Mineral Supplement). Í þessari lausn er 28% natríum klórít (NaClO2 ) sem er ætlað að lækna marga sjúkdóma, allt frá alnæmi til berkla. Engin vísindaleg gögn liggja fyrir sem styðja notkun þessarar lausnar við sjúkdómum. Natríum klórít er eitur sem valdið getur metrauðablæði (methemoglobulinemia), skemmdum á rauðum blóðkornum og nýrna- bilun. Eindregið er varað við notkun þessarar kraftaverkalausnar. n Mikilvægt er að tilfelli þar sem grunur leikur á eitrun af völdum MMS séu tilkynnt til yfirvalda. Viðvörun vegna MMS BALDUR GUÐMUNDSSON blaðamaður skrifar baldur@dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.