Dagblaðið Vísir - DV - 20.01.2010, Side 19

Dagblaðið Vísir - DV - 20.01.2010, Side 19
Hver er maðurinn? „Friðbjörn Sigurðsson.“ Hvaðan ertu? „Ég er fæddur og uppalinn á Seltjarnarnesinu.“ Hvernig kom það til að þú ákvaðst að fara til Haítí? „Rauði krossinn hringdi í mig síðasta sunnudag og bað mig um að fara fyrir sína hönd að vinna með læknateymi þýska Rauða krossins. Það er gríðarlega erfitt að segja nei við svona bón.“ Veistu í hvaða verkefni þú ferð? „Ég verð almennur læknir í heilsugæslu- sveit sem verið er að koma upp þessa dagana. Við vinnum í tjaldbúðum en þar er jafnframt bráðabirgðaspítali með legurýmum og skurðstofum. Þarna verður hægt að taka á móti göngu- deildarsjúklingum og sinna þeim eftir bestu getu. Ég gisti svo í tjaldbúðum við spítalann.“ Hvað verður þú lengi?„Í einn mánuð.“ Þekkir þú eitthvað til á Haítí? „Ég vann þar fyrir um tuttugu árum. Var á spítala úti á landsbyggðinni sem hluti af mínu sérnámi í lyflækningum í tvo mánuði svo ég hef kynnst lífinu þar örlítið.“ Hvernig leggst það í þig að fara út? „Það var dálítil spenna þegar ákvörðunin var tekin en nú er ég furðurólegur. Ég hef fylgst svolítið með landinu eftir að ég var þarna og það er mikið og gott fólk þarna auk þess að vera fallegt land. Það er erfitt að sjá eymdina og hörmungarnar sem hafa gengið yfir það.“ Ertu byrjaður að undirbúa þig ? „Það hefur ekki gefist mikill tími til þess. Þetta gerist allt svo hratt. Ég held ég sé bara í góðu standi. Það skiptir máli líka að vera líkamlega hraustur og sterkur.“ Hvernig kemur það við vinnuna þína að rjúka svona fljótt úr henni? „Ég er með fjölmörg verkefni á Landspítala sem aðrir þurfa nú að bæta á sig. Ég er þakklátur mínu góða samstarfsfólki.“ Eitthvað að lokum? „Bara að segja frá því hversu margir hafa lagt starfinu lið hér á landi en í gærkvöld unnu um 50 sjálfboðaliðar við að pakka neyðar- pökkum sem á að flytja með flugvélinni sem fer á vegum utanríkisráðuneytisins nú í nótt en þeirra stuðningur skiptir gríðarlegu máli.“ HVAR ENDAR ÍSLAND Á EM? „Þeir verða í topp fimm. Eigum við ekki að segja bara þriðja?“ BURKNI DAGUR BURKNASON 18 ÁRA NEMI „Þeir enda í sjötta sæti.“ EINAR ÍVARSSON 17 ÁRA NEMI „Það endar neðarlega. Ætli ég spái ekki bara níunda sæti.“ GUNNAR EYÞÓRSSON 17 ÁRA NEMI „Ísland endar í fimmta sæti.“ JÓHANNES ÖRN KRISTJÁNSSON 18 ÁRA NEMI DÓMSTÓLL GÖTUNNAR FRIÐBJÖRN SIGURÐSSON, læknir á Landspítala, fer til Haítí til að starfa með þýska og finnska Rauða krossinum. GISTIR Í TJALDBÚÐUM „Ég ætla að segja í topp fimm, ég er bjartsýnn fyrir þetta mót.“ KARL ÁGÚST HREGGVIÐSSON 17 ÁRA NEMI MAÐUR DAGSINS Að einu leyti gerði Ólafur Ragn- ar Grímsson forseti rétt þegar hann synjaði Icesave-lögunum staðfest- ingar. Þingið hafði svikið þjóðina um lausnir á aðkallandi vanda í 15 mánuði. Alþingi hafði brugðist þjóð- inni. Að því leyti var kannski rétt að vísa málinu til þjóðarinnar sem kaus nýverið 63 einstaklinga til að taka ákvarðanir í umboði kjósenda. Þessir 63 fulltrúar höfðu nýtt um- boð kjósenda. Kjósendur eiga ekki að kynna lausnir. Það er verkefni kjörinna full- trúa. Ólafur Ragnar missti kannski traust og álit á löggjafarvaldinu. Hvernig má það vera? Þetta með stjórnarflokkana VG er klofinn flokkur og varla stjórn- tækur. Svo langt hefur órólega deild- in í flokknum gengið fram á bjarg- brúnina í stjórnarsamstarfinu við jafnaðarmenn að endrum og sinn- um hefur stefnt í stjórnarslit þess- arar fyrstu ríkisstjórnar jafnaðar- og vinstrimanna frá stofnun lýðveld- isins. Með herhvöt á vörum um að bjarga velferðarkerfinu ganga Ög- mundur Jónasson og fleiri til verka. Hann átti hins vegar alltaf þann möguleika að standa í lappirnar sem heilbrigðisráðherra og verja velferð- arkerfið úr því vígi. Stilla persónu sinni utan við leiksviðið, leggja kalt og hlutlægt mat á aðstæðurnar og hugsa: Koma tímar, koma ráð. Raunsæi Steingríms J. Sigfússon- ar flokksformanns er kallað svik á stórfundi VG á Akureyri. Nú gengur Steingrímur erinda kapítalistanna og nýlenduþjóðanna, hvískrar klofn- ingshópurinn. Á hvaða ferðalagi eru vinstri- grænir? Samfylkingin – aðeins 10 ára gömul – er lúin eftir aðeins þriggja ára stjórnarsetu. Hún lyftir ekki litla- fingri til þess að berjast fyrir stefnu- málum sínum. Það gæti hún vel gert á flokkslegum grundvelli og án þess að ráðherrarnir beiti sér. En það gera hún nánast aldrei. Samt hefur Sam- fylkingin miklu betri aðstæður til þess að fylgja einarðlega stefnuyfir- lýsingu ríkisstjórnarinnar en VG. Þar á bæ er ekki hægt að samþykkja neitt án þess að einhverjir fari í fýlu og hafi í hótunum. Hver höndin upp á móti annarri. Svo er hitt að Samfylkingin held- ur ógjarnan fram stefnumálum ríkis- stjórnarinnar til þess að styggja ekki órólegu deildina í VG. Bannhelgi hvílir á nokkrum málaflokkum sök- um vanstillingar á þeim bæ. Vita mega þeir sem órólegast- ir eru innan VG að hvað sem öllu beinu lýðræði líður og hversu göf- ugir sem menn vilja vera á erfiðum tímum í viðleitni til að skapa farveg fyrir þetta beina lýðræði verða menn að hafa viljann til valdsins. Vilji þeir breyta samfélaginu verða þeir að sýna stjórnkænsku og hafa hugfast að það gera þeir ekki einir. Það gerist í samvinnu við einhverja. Meira að segja önnur þjóðríki ef svo ber undir. Værum við betur stödd án þeirra? Sjálfstæðisflokkurinn er klofinn flokkur í afneitun og ekki tilbúinn til að taka við stjórnartaumum. Bældir og valdhlýðnir fulltrúar atvinnulífs- ins þora ekki enn að opna sig gagn- vart Hádegismóarausinu. Eða LÍÚ. Gera það hæversklega af og til með- an þeir læra að ganga á ný eftir 20 ára valdstjórn foringjans. Davíð Oddsson lítilsvirti störf endurreisnarnefndar flokksins á landsfundi í lok mars í fyrra. Bjarni Benediktsson, nýr formaður flokks- ins, sá sitt óvænna, tók u-beygju og sökkti sér ofan í gömlu hjólförin með heimastjórnararm- inum. Engin iðrun. Eng- in innri endurskoðun eða endurreisn. Sjálfstæðismenn jagast nú ráðvillt- ir og stefnu- lausir í stjórn- arandstöðu og finna helst sam- stöðu með sérhags- munum sem borga í flokkssjóð- ina. Kvelj- ast yfir óviss- unni um það hvort þeir fái rétta menn inn í bankakerfið til þess að miðla gæðun- um aftur til réttra manna. Framsóknarflokkurinn neitar að borga. Stundum. Og þó. En kannski. Jú, stefna ber að þjóðaratkvæði. En nei, það er hættuspil að fara með Ic- esave í þjóðaratkvæði. Hvernig væri bara að gera ekkert og láta óvini full- valda og sjálfstæðrar þjóðar höfða mál? Hvað er hægt að segja um Hreyf- inguna? Eiginlega ekkert annað en það að hún hefur farið svo herfilega að ráði sínu með grasrót búsáhalda- byltingarinnar að hún hefur tryggt að aldrei, aldrei aftur verður gerð bylting á Íslandi. Þráinn Bertelsson: Hjá Þráni ríkir hinn fullkomni flokksagi, einhugur og samstaða. Hægt er að taka ofan fyr- ir honum því hann veit að lífið liggur við að setja nítró á tank- inn og gefa í. Valdið til að breyta samfélaginu KJALLARI MYNDIN 1 Drepinn af hundum dóttur sinnar Lögreglan í Chicago í Bandaríkjunum rannsakar nú dauða manns sem virðist hafa verið drepinn af bolabítum dóttur sinnar. 2 Heilsíðuauglýsing til höfuðs Hönnu Birnu Ólafur F. Magnússon tók heilsíðuauglýs- ingu í Fréttablaðinu þar sem hann kynnti vantrauststillögu á borgarstjórann. 3 36 ára kona játar misnotkun á 12 ára dreng 36 ára móðir í Middlesbrough á Englandi á yfir höfði sér fangelsisdóm fyrir að hafa misnotað 12 ára dreng kynferðislega í á annað hundrað skipti. 4 Mischa Barton í hórugallanum Mischa var mynduð í svokölluðum hórugalla við tökur á nýjustu mynd sinni. 5 Geit ruddist inn á nektarstað Geit ruddist inn á nektarklúbbinn Lynx Gentlemen’s Club í Coachella í Kaliforníu og mölbraut tvær stórar glerhurðir við inn- gang klúbbsins. 6 Jón sendir 230 tonn af vatni til Haítí Athafnamaðurinn og vatnskóngurinn Jón Ólafsson hefur gefið 230 tonn af vatni á 400 þúsund flöskum til fórnarlamba jarðskjálftans á Haítí. 7 Skaðbrunninn á limnum G.I. Joe: The Rise of Cobra-stjarnan Channing Tatum skaðbrenndist á getnaðarlimnum við tökur á kvikmyndinni The Eagle of the Ninth. MEST LESIÐ á DV.is JÓHANN HAUKSSON blaðamaður skrifar „Þingið hafði svikið þjóðina um lausnir á aðkallandi vanda í 15 mánuði. Alþingi hafði brugðist þjóðinni.“ UMRÆÐA 20. janúar 2010 MIÐVIKUDAGUR 19 Enn verið að byggja Háskólinn í Reykjavík hefur þegar verið tekinn í notkun. Framkvæmdum við húsbygginguna er þó ekki lokið enn. Leiguverðið er um einn milljarður króna á ári. MYND SIGTRYGGUR ARI

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.