Dagblaðið Vísir - DV - 20.01.2010, Page 16

Dagblaðið Vísir - DV - 20.01.2010, Page 16
16 MIÐVIKUDAGUR 20. janúar 2010 FRÉTTIR „Dauðaflugs“-flug- stjóri framseldur Spænskur dómstóll hefur úrskurð- að að flugstjórinn Julio Alberto Poch skuli framseldur til Argentínu vegna meints hlutverks hans í „skít- uga stríðinu“ í Argentínu í valdatíð herforingjastjórnarinnar frá 1976 til 1983. Poch hefur verið í varðhaldi á Spáni síðan hann var handtekinn þar í síðasta mánuði. Hann er eftirlýstur í Argentínu og gefið að sök að hafa flogið flugvél- um sem notaðar voru til að henda andstæðingum stjórnarinnar í hafið. Um 30.000 manns hurfu sporlaust eða dóu í valdatíð herforingjastjórn- arinnar. Aðgerðir gegn óhófsdrykkju Innan nokkurra mánaða verður bör- um og klúbbum á Bretlandi bannað að viðhafa vinnubrögð sem geta stuðlað að óhófsdrykkju. Ef vertar auglýsa „Drekktu eins og þú vilt fyrir 10 pund“ eða „Ókeypis drykkir fyrir konur undir 25 ára aldri“ geta þeir átt yfir höfði sér allt að 20.000 punda sekt eða allt að hálfs árs fangelsis- vist. Talið er að fyrirhugaðar hertar reglur séu viðurkenning á að tilraun Hazels Blear, fyrrverandi ráðherra, um að innleiða „barmenningu meg- inlandsins“ í Bretlandi, og leyfa að vínveitingastaðir séu opnir allan sól- arhringinn, hafi beðið skipbrot. Smáskilaboð leyfð á ný Sex mánuðum eftir mannskæðar þjóðernisróstur í Xinjiang-héraði í Kína í júlí hafa þarlend stjórnvöld heimilað sms-skilaboð á ný í hér- aðinu. Samkvæmt Xinhua-frétta- stofunni hefur smáskeytaþjónustu smám saman verið komið á að nýju, en á sínum tíma lokuðu kínversk stjórnvöld á hana, að sögn til að við- halda samfélagslegri ró á meðal Úí- gúra og Han-Kínverja. Um 200 manns létust í óeirðun- um í júlí, sem að sögn kínverskra embættismanna voru runnar undan rifjum Úígúra. Lengi hefur það orðspor loðað við Ít- ali að þeir sleppi seint pilsfaldi móð- ur sinnar. Ítalskir karlmenn hafa löng- um verið taldir í meirihluta hvað þetta varðar, en að ítalskar konur eigi þetta til er ekki með öllu óþekkt. Heima fyrir hefur ástrík móðir nánast möglunarlaust séð um að þvo óhrein föt og borið rjúkandi pasta á borð fyrir afsprengin. Nú kann að verða breyting þar á því nú hyggjast Ít- alir skera upp herör gegn kynslóðum mömmudrengja og -stúlkna, „bam- boccioni“ og reyna að neyða þau til að finna sér sína eigin leið út í heiminn. Búið um rúm í 30 ár Ráðherra í ítölsku stjórninni, Renato Brunetta, krefst nú nýrra laga sem myndu skylda Ítali til að yfirgefa hreiður foreldranna við átján ára ald- ur og með þeim hætti koma í veg fyr- ir að þeir verði óeðlilega háðir foreldr- unum. Renato Brunetta hefur sjálfur við- urkennt að móðir hans hafi búið um rúmið hans þar til hann varð þrítug- ur. En nú finnst honum sennilega nóg komið og kornið sem fyllti mælinn var dómsúrskurður sem kvað á um að Gian carlo Casagranda, fráskyld- um föður, væri skylt að greiða 350 evr- ur, um 63.000 krónur, mánaðarlega til framfærslu dóttur sinnar, Martinu 32 ára, sem hefur stundað nám í heim- speki síðan 2002. 59 prósent á Hótel Mömmu Samanborið við aðra Evrópubúa eru Ítalir stórkostlega háðir foreldrum sínum. Samkvæmt La Stampa búa um 59 prósent ítalskra karla og kvenna á aldrinum 18 til 34 ára enn heima hjá foreldrunum. Samkvæmt La Stampa er hlutfall Breta í sömu sporum um 35 prósent, á Spáni er hlutfallið 10 prósent, 16,5 prósent í Þýskalandi og 23 prósent í Frakklandi. Meðaltalið innan Evrópusambandsins er 29 pró- sent. Enn fremur sagði í La Stampa að um fjórðungur Ítala sem býr í for- eldrahúsum gerði það vegna þess að þeir væru í námi, en helmingur segð- ist gera það af „fjárhagslegum ástæð- um“. Renato Brunetta grunar hins veg- ar að þægindin hafi mesta aðdráttar- aflið og fjölda Ítala líki einfaldlega að fá þvott sinn þveginn, mat á borðið, að ekki sé talað um umbúið rúm, allt í boði mömmu. Ævilangur dómur Í máli Giancarlos Casagranda komst Spænskum lögfræðingi, Gaspar Lla- ma zares, sem bandaríska alríkislög- reglan FBI notaði mynd af til að sýna hvernig Osama bin Laden liti hugsan- lega út í dag er ekki skemmt. Á þriðju- daginn hafnaði Llamazares afsökunar- beiðni af hálfu alríkislögreglunnar og krafðist þess að bandarísk stjórnvöld rannsökuðu málið. Einnig spurði Gas- par Llamazares, sem er flokksmaður sameinaða vinstriflokksins Izguierda Unida á Spáni, hvort alríkislögregla Bandaríkjanna legði í vana sinn að halda skrá um vinstrisinnaða stjórn- málamenn í Bandaríkjunum, Evrópu, Suður-Ameríku eða annars staðar. „Afsakanir nægja ekki,“ sagði Gas- par á fréttamannafundi eftir að sendi- herra bandaríkjanna á Spáni gaf út af- sökunarbeiðni á mánudaginn. Gaspar krafðist ítarlegrar rannsóknar á þessu „svívirðilega máli“ sem auk þess að valda áhyggjum vekti upp spurningar um hegðun starfsmanna FBI. Alríkislögregla Bandaríkjanna not- aði hluta ljósmyndar af Gaspar Lla- mazares til að búa til mynd af Osama bin La- den. Útkoman var síðan notuð á veggspjald yfir eftirlýsta menn á vefsíðu utan- ríkisráðuneytis Bandaríkjanna ásamt loforði um allt að 25 milljóna Bandaríkjadala verðlaun. Samkvæmt upplýsingum frá FBI hafði sérfræðingum stofnunar- innar ekki tekist að finna andlits- mynd sem nota mætti til verksins og því notað ljósmynd sem þeir fundu á netinu. Hin tilbúna mynd hefur nú verið fjarlægð af vefsíðu utanríkisráðu- neytis Bandaríkjanna. Spænskum lögfræðingi hugnast ekki vinnubrögð FBI: Fyrirgefur ekki FBI Gaspar Llamazares Kynningarmynd af lögfræðingnum. Afrakstur myndvinnslu FBI Ekki er að undra að Llamazares sé ekki skemmt. ÍTALSKIR HEIMALNINGAR Samkvæmt La Stampa búa um 59 prósent ítalskra karla og kvenna á aldrinum 18 til 34 ára enn heima hjá for- eldrunum. Ítölskum ráðherra þykir tími til kominn að skera upp herör gegn ítölskum heimalningum sem hanga í pilsfaldi móður sinnar fram yfir þrítugt. Hann vill lög sem skylda Ítali til að fljúga úr hreiðrinu við átján ára aldur. KOLBEINN ÞORSTEINSSON blaðamaður skrifar: kolbeinn@dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.