Dagblaðið Vísir - DV - 01.08.2008, Side 13

Dagblaðið Vísir - DV - 01.08.2008, Side 13
DV Helgarblað föstudagur 1. ágúst 2008 13 PÁLL TRÓNIR Á TOPPNUM varpsins stýrði hún einnig skemmti- þættinum Útsvari með Sigmari Guð- mundssyni. RÚV-fólk á ólíkum launum Aðrir fréttamenn RÚV eru mis- jafnlega launaðir. Adolf Ingi Erlings- son íþróttafréttamaður hafði 522 þúsund krónur í mánaðarlaun. At- hygli vekur að dagskrárgerðarmað- urinn Þorsteinn J. Vilhjálms- son hafði um 960 þúsund krónur á mánuði, en hann stjórnaði þættin- um 07/08 Bíó - Leik- hús síðasta vetur. Þorsteinn hafði þó ekki allar tekjur sínar frá Ríkisút- varpinu. Ingólfur Bjarni Sigfússon, frétta- lesari sjónvarps- ins, hafði 647 þús- und í mánaðarlaun á síðasta ári. Íþrótta- fréttamaðurinn Bjarni Felixson hafði 534 þús- und á mánuði. Valtýr Björn Valtýsson, sem einn- ig er íþróttafréttamaður, hafði 446 þúsund í mánaðarlaun á síðasta ári. Óðinn Jónsson, fréttastjóri útvarpsins, var áberandi launahæstur út- varpsmanna og hafði 740 þúsund krónur í laun á mánuði. Ágúst Bogason, umsjón- armaður Popplands á Rás 2, stend- ur Óðni hins vegar langt að baki. Hann hafði 291 þúsund krónur í laun á mánuði á síðasta ári. Þá hafði Hannes Jóhannsson, forstöðumaður tæknideildar, um 566 þúsund krón- ur í mánaðarlaun. Edda Óttarsdóttir tók aftur við starfi deildar- stjóra RÚVAust þegar hún kom úr barneignarleyfi, síðasta haust. Hún hefur samkvæmt útsvarstölum 237 þúsund krónur í laun á mánuði. Þá hafði Ásgrímur Ingi Arngríms- son, fréttamaður RÚV á Aust- urlandi, 392 þúsund krónur í mánaðarlaun. Sigmar Guðmundsson aðstoðarritstjóri Kastljósins hafði 742 þúsund á mánuði. Egill Helgason Egill stýrir silfri Egils og bókmenntaþættinum Kiljan á rúV. fyrir það þiggur hann 943 þúsund krónur á mánuði. Sigrún Stefánsdóttir dagskrárstjóri útvarps hefur 740 þúsund krónur í mánaðarlaun. Þórhallur Gunnarsson Hefur 836 þúsund krónur í mánaðarlaun.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.