Lögmannablaðið - 01.03.2014, Blaðsíða 11

Lögmannablaðið - 01.03.2014, Blaðsíða 11
UMfJöllUn í jakkafötum við réttarhöldin, þar sem sakborningar þar í landi eru látnir vera í appelsínugulum fangagöllum. En það á að sýna sakborningum mannlega reisn, hvort sem er við réttarhöld eða síðar meir.“ Árið 2001 varði lippestad ole Nicolai Kvisler, sem var ásamt öðrum manni dæmdur fyrir morð á ungum dreng fæddum í Noregi en faðir hans var frá ghana. uppruni drengsins og kynþáttur hans var ástæða morðsins. Það var út af þessu máli sem Breivik tók eftir lippestad, þótt hann tengdist ekki Kvisler eða málinu á neinn hátt. Þegar Breivik var handtekinn 22. júlí 2011 hafði hann í fórum sínum tíu ára gamalt nafnspjald lippestad og morguninn eftir ódæðin í Útey óskaði Breivik eftir því að lippestad yrði verjandinn hans. Símtalið frá lögreglunni kom lippestad verulega á óvart. „Ég, eins og aðrir Norðmenn, horfði í losti á fréttir af þessum atburðum. Ég man að ég hugsaði um hvort ég þekkti einhverja þeirra sem hefðu látið lífið eða slasast í Útey. morguninn eftir var hringt í mig af lögreglustöðinni og óskað eftir að ég yrði lögmaður Breiviks. Því átti ég ekki von á og fyrstu viðbrögð mín voru að ég myndi alls ekki taka þetta að mér, heldur vísa því áfram til annars lögmanns. Ég vakti konu mína í kjölfarið og sagði henni að Breivik vildi að ég verði sig. Ég man að ég lýsti þessu fyrir henni þannig að ef ég myndi taka að mér mál hans þýddi það líklega að ég yrði fjarverandi frá heimilinu meira og minna næstu þrjú árin og að ég og hún yrðum hugsanlega hötuð í Noregi. En viðbrögð konu minnar voru ótrúleg – hún er hjúkrunarfræðingur og spurði mig hvað væri eiginlega vandamálið, ef Breivik hefði særst og komið á sjúkrahús, þá hefði ekki komið neinum til hugar að segja sig frá málinu, heldur hefði hann fengið meðferð án umhugsunar af hálfu lækna og hjúkrunarfræðinga, sömu meðferð og allir aðrir. Þetta vakti mig til umhugsunar og kallaði fram áleitnar spurningar um siðferði í lögmannsstörfum. Þegar ég horfði á þetta svona, þ.e. út frá grundvallarreglum réttarríkisins, þá var auðveldara að nálgast málið og taka það að sér.“ Aðspurður hvort þær áhyggjur hans hafi reynst réttar að hann og kona hans yrðu hötuð í Noregi segir lippestad að fyrstu vikurnar eftir að hann tók málið að sér hafi þau fundið aðeins fyrir því en síðan hafi það ekki verið. „Raunar þvert á móti þá hefur almenningur í Noregi sýnt mínu hlutverki sem verjandi Breiviks mikinn skilning. Að mörgu leyti held ég að norska þjóðin sé eftir á stolt af því hvernig tekið var á þessu máli.“ Við rekstur málsins fyrir dómi kom fljótlega í ljós að vafi var á sakhæfi Breiviks, m.a. þar sem einn læknirinn taldi hann geðveikan. Sá þáttur málsins þróaðist hins vegar á þann hátt að Breivik óskaði eftir því að hann fengi efnisdóm í málinu. Þegar lippestad er spurður hvort þetta hafi ekki verið snúin staða segir hann svo vera. „Fyrstu sex mánuðina sem við unnum að málinu sagði Breivik við okkur að gera eins vel og við gætum í málinu. Í því fólst að halda því fram að hann væri veikur á geði og ekki sakhæfur, en í skýrslu eins af læknunum var talið að hann væri veikur á geði. Ef þetta hefði orðið niðurstaða málsins hefði hann ekki farið í fangelsi heldur á spítala. Í fyrstu miðaði vinna okkar að þessu. En svo gerðist nokkuð furðulegt, rétt fyrir jólin 2011, að hann hafði samband við okkur og bað okkur um að breyta um kúrs. Hann vildi ekki lengur að reynt yrði að sýna fram á að hann væri geðveikur, heldur þvert á móti vildi hann frekar fá dóm og fara í fangelsi. Hann hefur lýst þessum samskiptum fyrir opnum réttarhöldum þannig að ég get sagt frá Lagaþýðingar í öruggum höndum Sérhæfðir þýðendur með víðtæka reynslu af öllum sviðum lagatexta. Öll helstu tungumál. Traust og fagleg þjónusta. Sendu okkur fyrirspurn á skjal@skjal.is og við komum þinni þýðingu í öruggar hendur. Skjal þjónusta ehf. - Síðumúla 28 - 108 Reykjavík Sími: 530 7300 - www.skjal.is

x

Lögmannablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.