Lögmannablaðið - 01.03.2014, Blaðsíða 29

Lögmannablaðið - 01.03.2014, Blaðsíða 29
lögMannaBlaðið tBl 01/14 29 aðsent efni HelGA VAlA HelGAdóttir, Hdl. fyrir Hæstarétti einfaldlega synjað. En þar sem gjafsóknarnefnd er önnum kafin berst synjunin því miður ekki fyrr en löngu eftir að áfrýjunarfrestur er liðinn og þá hefur lögmaðurinn þegar lagt út í mikla vinnu og kostnað við ágripsgerð fyrir Hæstarétt, enda biður enginn Hæstarétt að bíða með frestinn. Hver ætlar að borga þann reikning? Varla einstaklingurinn sem uppfyllti skilyrði til gjafsóknar í héraði um tekjur undir tveimur milljónum á ári? tímagjald í gjafsóknarmálum var nýlega afnumið af dómstólaráði og dómarar því ekki bundnir við 10.000 króna markið. Þar ríkir nú fullkomin ringulreið enda fullkomlega órökstutt hvernig dómari kemst að niðurstöðu um málflutningsþóknun, hvort tveggja tímagjald sem og þóknanlegur tímafjöldi málsins er á huldu. Við þetta þurfa lögmenn sem taka að sér slík mál að búa. lögmenn vs. aðrir sérfræðingar Það getur óneitanlega valdið gremju lögmanna að horfa á dómara ákvarða öðrum sérfræðingum er koma að málum fyrir dómi fulla greiðslu reikninga en lögmönnum einungis hluta þeirra. Hvað veldur þessu veit ég ekki en sálfræðingar, verkfræðingar, tæknifræðingar eða aðrir matsmenn skila inn reikningum fyrir störf sín og fá þá greidda án teljandi umræðu. lögmenn hins vegar þurfa í fyrsta lagi að rökstyðja málskostnaðarreikninginn fyrir dómi en því næst að þola það að dómari í dag dæmi allt aðra fjárhæð fyrir svipaða vinnu en dómari morgundagsins og málskostnaðarákvörðunin er vitanlega án nokkurs rökstuðnings. Að lokum tapar hinn almenni borgari Það er ekki bara lögmaðurinn sem tapar á þessu fyrirkomulagi, heldur hinn almenni borgari sem skal lögum samkvæmt njóta réttlátrar málsmeðferðar fyrir dómi. Andstæðingur hins almenna borgara er svo oft og tíðum sá hinn sami og ákvarðar þóknun lögmanns borgarans, nefnilega ríkið sjálft. Það er ríkið sem ákveður hversu mikla vinnu lögmaður borgarans getur innt af hendi fyrir borgarann og getur þannig haft mikil áhrif á aflsmuni hans. má þá spyrja sig hvort þar sé raunverulega á ferðinni möguleiki á réttlátri málsmeðferð fyrir dómi? AÐ HVERJU ÞARF ÉG AÐ HUGA? Almenni lífeyrissjóðurinn veitir faglega og persónulega ráðgjöf og fer vel yfir þín mál. Hafðu samband við okkur og við finnum hentuga leið fyrir þig og þína • lífeyrissjóði og eftirlaunum • vörn gegn tekjumissi vegna veikinda eða slysa • skipulegum sparnaði • uppbyggingu eigna Borgartúni 25 • sími 510 2500 • www.almenni.is A N TO N & B ER G U R

x

Lögmannablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.