Lögmannablaðið - 01.03.2014, Blaðsíða 24

Lögmannablaðið - 01.03.2014, Blaðsíða 24
Aðsent efni séu gögn sem kunna að vera ákærða hagfelld en ákæruvaldið hefur ekki lagt fram í málinu? Ef verjandi telur að einstaklingur sem ekki er á vitnalista ákæruvaldsins kunni að búa yfir mikilvægum upplýsingum, er honum þá óheimilt að hafa samband við viðkomandi til að kanna hvort hann hafi eitthvað fram að færa eða ekki? Ef sami einstaklingur yrði síðan kallaður fyrir dóm sem vitni þá hefur verjandinn samkvæmt túlkun héraðsdóms átt í ólögmætum samskiptum við vitnið fyrir aðalmeðferð og gert framburð viðkomandi ótrúverðugan. hagsmunir ákærðu Það er vont fyrir lögmann að liggja undir ámæli dómstóls um að hafa brotið gegn reglum, ekki síst þegar sá hinn sami telur fullkomlega ljóst að hann hafi í einu og öllu farið að reglum og starfað af heiðarleika. Það eru þó smámunir einir við hlið þeirra hagsmuna sem öllu meira máli skipta ­ hagsmuna hinna ákærðu. Af framsetningu héraðsdóms leiðir að jafnræði aðila er raskað verulega. Í sakamáli eiga ákærðu, með aðstoð verjenda, að geta komið öllum gögnum og upplýsingum á framfæri sem máli geta skipt við úrlausn þess. Þau grundvallarréttindi hafa í reynd verið virt að vettugi ef hvers kyns samskipti eru bönnuð við þá einstaklinga sem þekkja til atvikanna. Það er því án efa ekki að ástæðulausu að löggjafinn hefur ekki lagt bann við samskiptum verjenda við vitni eða möguleg vitni í sakamáli, enda er ekki vitað til að slíkt sé gert í öðrum ríkjum sem við oftast berum okkur saman við. trúverðugleiki vitna Ekki er hægt að ljúka þessari umfjöllun án þess að vekja athygli á þeim afleiðingum sem héraðsdómur taldi samskipti verjenda við vitni hafa. Í 7. tl. 122. gr. sakamálalaga er kveðið á um mat dómara á trúverðugleika vitna og þætti sem horfa ber til við slíkt mat. Héraðsdómur vísaði til þessa ákvæðis laganna og taldi háttsemi verjenda til þess fallna að rýra trúverðugleika vitnanna. Þá lét dómurinn þess getið við reifun á framburði umræddra vitna fyrir dómi að þau hefðu hitt verjendur fyrir aðalmeðferð málsins. Þessi umfjöllun dómsins verður vart skilin á annan veg en þann að verjendur hafi með háttsemi sinni gert það að verkum að framburði umræddra vitna var lítið vægi gefið, ef nokkurt, við úrlausn málsins. dómurinn taldi hins vegar tvö önnur vitni, sem flokka verður sem lykilvitni ákæruvaldsins, trúverðug. Framburður þeirra fór hins vegar um ýmsa þætti málsins gegn framburðum ákærðu og vitna og reyndar gögnum málsins einnig. Eftir stendur að niðurstaða dómsins var að hluta til reist á sönnunarmati þar sem ekki verður annað séð en að verjendur ákærðu hafi með háttsemi sinni stuðlað að niðurstöðu sem leiddi til sakfellingar ákærðu. alvarleg staða Það er varla hægt að hafa of stór orð um það hversu alvarleg þessi staða er. Það er mat þess sem þetta skrifar að afstaða héraðsdóms eigi sér ekki stoð í ákvæðum sakamálalaga, auk þess sem sú regla sem dómurinn taldi leiða af þeim lögum er í brýnni andstöðu við stjórnarskrárvarinn rétt ákærðu til réttlátrar málsmeðferðar fyrir dómi. dómurinn skapar hins vegar tímabundna óvissu um störf verjenda og réttindi ákærðu í þeim sakamálum sem nú eru til meðferðar í héraði.

x

Lögmannablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.