Lögmannablaðið - 01.03.2014, Blaðsíða 15

Lögmannablaðið - 01.03.2014, Blaðsíða 15
lögMannaBlaðið tBl 01/14 15 UMfJöllUn Berglind: mér finnst sláandi að á þessum tíu árum skuli konum ekki hafa fjölgað sem sjálfstætt starfandi lögmönnum heldur hlutfallslega fækkað, úr 33% árið 2004 í 29% árið 2014. Þegar skoðað er súlurit um lögmenn undir 45 ára kemur í ljós að 43% karla eru sjálfstætt starfandi lögmenn en 22% kvenna og mig undrar að við séum ekki komnar lengra en raun ber vitni. Auður: Ég hef séð svipaðar tölur frá nágrannalöndum okkar. Þar er jafnvel svipað hlutfall karla og kvenna sem fá réttindi og síðan, eftir því sem aldur færist yfir, þá eru karlar kannski 80% af starfandi lögmönnum og konur minna. Ég velti fyrir mér af hverju þetta sé svona. Lára: Ein möguleg skýring er sú að viðhorf karla og kvenna til starfa sé öðruvísi. Það er til starf og það er til starfsframi. Spurningin er hvernig einstaklingar forgangsraða. Það er alveg klárt að á ákveðnu aldursbili þá kallar fjölskyldan, börnin og ýmislegt annað, miklu meira á konurnar en karlana. Nú getum við deilt um hvað sé til ráða en það er staðreynd að konur geta ekki farið að einbeita sér að fullu í lögmennsku, sem er starf 24/7, fyrr en þessum hlutum er rutt úr vegi. Marta: Þetta eru áhugaverðar tölur, t.d. að þegar sé mikill munur á starfsvali lögmanna undir 45 ára. Fyrst má auðvitað velta upp almennu áhugasviði einstaklinga, svo að sjálfstæður rekstur getur verið áhættusamur og að í þessum geira skiptir gott tengslanet eflaust miklu. Það að koma upp eigin rekstri krefst mikils vinnuframlags, en á þessum aldri eru einstaklingar að eignast og ala upp börn og róðurinn oft þungur hvað varðar heimilisrekstur. Ég hefði þó haldið að jafnræði aðila á heimili hefði aukist til muna á síðustu áratugum. Svo kann að vera erfitt að samræma töku fæðingarorlofs við lítinn einkarekstur. Berglind. Marta. Konur í stjórn LMFÍ alls hafa 17 konur setið í stjórn Lögmannafélagsins frá upphafi. Fyrsta konan sem var kosin í stjórn LmFÍ var Svala thorlacius hrl. en hún sat í stjórn árin 1980­1982. Þórunn guðmundsdóttir hrl. gegndi formennsku árin 1995­1997, en hún er jafnframt eina konan sem hefur gegnt því embætti. Konur í stjórn LMFÍ frá upphafi Svala thorlacius ritari 1980­1982. Þórunn guðmundsdóttir ritari 1989­1990, gjaldkeri 1990­1991, formaður 1995­ 1997. Ásdís Rafnar gjaldkeri 1992­1993 og varaformaður 1993­1994. Kristín briem gjaldkeri 1996­1998. Sif Konráðsdóttir gjaldkeri 1998­1999 og meðstjórnandi 1999­2000. Valborg Þ. Snævarr ritari 1999­2001. Lára V. júlíusdóttir ritari 2001­2003. Ragnheiður bragadóttir með stjórn andi 2003­2004 og varafor maður 2004­ 2005. Helga melkorka óttarsdóttir ritari 2004­ 2005 og varaformaður 2005­2006. Helga jónsdóttir ritari 2005­2006 og varaformaður 2006­2007. Ástríður gísladóttir ritari 2006­2007 og gjaldkeri 2007­2008. Hjördís Halldórsdóttir ritari 2007­2008 og varaformaður 2008­2009. Hildur Friðleifsdóttir meðstjórnandi 2008­ 2009 og varaformaður 2009­2010. Katrín Helga Hallgrímsdóttir gjaldkeri 2009­2010 og varaformaður 2010­ 2011. guðrún björk bjarnadóttir gjaldkeri 2012­ 2014. guðrún björg birgisdóttir með stjórnandi 2012­2014. jóna björk Helgadóttir varaformaður 2013­2014.

x

Lögmannablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.