Lögmannablaðið - 01.03.2014, Blaðsíða 12

Lögmannablaðið - 01.03.2014, Blaðsíða 12
UMfJöllUn 12 lögMannaBlaðið tBl 04/13 þeim hér. Ég spurði hann hvers vegna og hann sagði að ef hann yrði talinn geðveikur, þá myndi ekki vera litið á hann sem leiðtoga, heldur geðveikan mann. Hann sagðist hafa fengið fjölda bréfa um þetta mál, þar sem fólk segðist ætla að fylgja leiðsögn hans en myndi ekki gera það ef hann teldist geðveikur. Þarna var sú staða komin upp að sakborningurinn, sem var að öllum líkindum ekki heill á geði, lagði hart að okkur að berjast fyrir því að hann yrði talinn heill á geði þegar okkar mat var að réttast væri lögfræðilega að berjast fyrir því að hann væri geðveikur. Við féllumst í fyrstu ekki á þetta sjónarmið hans en hann hélt sig fast við þetta. Við ræddum við lækna og sérfræðinga um málið og allir voru sammála um að hann gerði sér grein fyrir því hvað hann væri að gera og væri fær um að taka svona ákvörðun. Við ákváðum því að lokum að breyta um kúrs og fara að óskum hans, en það var þó ekki til þess að vinna að markmiðum hans um að ná sér einhvers konar pólitískri hylli, ég tók það skýrt fram við hann að það markmið hans skipti ekki máli í okkar mati. Það var svo á endanum niðurstaða dómsins að hann væri sakhæfur.“ Hvernig telurðu að kerfið í Noregi hafi tekist á við mál Breiviks fram að þessum atburðum – telurðu að eitthvað hefði mátt gera betur? „Ég held að það sé mikilvægt að reyna að læra af svona máli. Staðreyndin er sú að þegar Breivik var 3 ára, þá kom fram af hálfu læknis að þetta barn þyrfti á verulegri hjálp að halda frá fagfólki, ellegar færi illa og hann yrði veill á geði. Því miður var læknirinn sannspár en enginn hjálpaði barninu, ekki barnavernd eða neinn annar. Við verðum því að læra af svona málum. Núna í dag geta börn orðið fyrir miklum utanaðkomandi áhrifum. Það er afar mikilvægt að samfélagið sé vakandi og viðbúið að taka á svona málum. Breytingin úr því að lifa venjulegu lífi yfir í að hallast að öfgum til hægri og eins öfgastefnu úr röðum múslima. Ég er að vinna fyrir tvær stúlkur, sem bjuggu við venjulegar aðstæður í Noregi en á tveggja mánaða tímabili varð sú breyting að þær vildu flytja úr þessu umhverfi og fara til Sýrlands, þar sem þær urðu hluti af styrjöldinni þar í landi.“ Hvernig er að snúa aftur til hefð­ bundinna lögmannsstarfa eftir að hafa unnið við þetta mál? „Það er að vissu leyti ákveðin breyting, en í grunninn það sama og áður. Ég vinn mest á sviði vinnuréttar, fasteignaréttar, vörumerkjaréttar og svo sakamálaréttar. líf mitt heldur áfram sinn vanagang og það er ánægjulegt að það er nóg að gera á stofunni,“ sagði geir lippestad að lokum. ÁH

x

Lögmannablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.