Són - 01.01.2011, Side 43

Són - 01.01.2011, Side 43
43FÁEIN ORÐ UM RADDGLUFULOKUN . . . . grunn ur undir stuðlun með sérhljóðum, varð valfrjáls og sumir sérhljóðar stuðluðu þar af leiðandi ekki lengur eins og áður. Hlutfall stuðlunar með sérhljóðum helst nánast alveg óbreytt allan tímann. Þá er ekki síður athyglisvert að skoða kenninguna um raddglufu- lokun og sérhljóðastuðlun í ljósi súluritanna á mynd 3 og 4. Þar má greinilega sjá að allar nýjungar í stuðlun eiga erfitt uppdráttar og skáld - in taka þeim seint og illa og sum alls ekki. Það er því ljóst, að ef þróunin hefði orðið sú að raddglufulokun, sem var forsendan fyrir sérhljóðastuðluninni, breyttist úr skyldubundinni í valfrjálsa, eru engar líkur til þess að skáld og hagyrðingar hefðu tekið því og aðlagað stuðl - unarvenjur sínar að breytingunni. Súluritin á myndum 3 og 4, og reynd - ar líka á myndum 1 og 2, skera úr um það á nokkuð afgerandi hátt. Að lokum Hér að framan hefur því verið haldið fram að raddglufulokunarkenn - ingin, sem gerð er grein fyrir í upphafi greinarinnar, eigi ekki við rök að styðjast. Kenningin hefur verið skoðuð í nýju ljósi út frá rannsókn sem spannar 1200 ára tímabil stuðlunar í samfelldri kveðskaparsögu íslenskra (í upphafi norskra) skálda. Hér er byggt á þeirri staðreynd að stuðlunarvenjur í kveðskap Íslendinga hafa haldist óbreyttar í öllum grunnatriðum allan þennan tíma og ljóst er, þegar niðurstöður rann - sóknarinnar eru skoðaðar, að skáldin hafa verið afar nákvæm og nánast aldrei leyft sér neinar undantekningar eða frávik frá grunn - reglunum (Ragnar Ingi Aðalsteinsson 2010:280, 286 o.áfr. o.v.). Skáldin bregðast mjög hart við breytingum á framstöðuhljóðum og um leið og þeim finnst að jafngildisflokkurinn sé ekki lengur sá sami verður stuðlunin heldur ekki sú sama og eins ganga allar nýjungar í stuðlun hægt eða ekki fyrir sig. Af þessu er aftur dregin sú ályktun að ef raddglufulokun, sem áður hlýtur að hafa verið skyldubundin ef hún átti að vera forsenda fyrir sérhljóðastuðluninni, en er valfrjáls í dag, hefði verið forsenda sérhljóðastuðlunar hefði breytingin úr skyldu - bundnu í valfrjálst haft afgerandi áhrif á þróun stuðlunar með sér - hljóðum. Slík breyting með tilheyrandi umróti á stuðlunarvenjunum hefði áreiðanlega komið fram á mynd 5. Það er því súluritið á mynd 5 sem endanlega sker úr um það að engar líkur eru fyrir því að sérhljóðastuðlun grundvallist á raddglufulokun eða hafi nokkru sinni gert.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168

x

Són

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Són
https://timarit.is/publication/1139

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.