Peningamál - 01.09.2004, Page 24

Peningamál - 01.09.2004, Page 24
PENINGAMÁL 2004/3 23 fram á löngum og breytilegum tíma. Þá ríkir töluverð óvissa um miðlunarferli peningastefn- unnar, sem m.a. endurspeglast í því að ógerlegt hefur reynst hér sem annars staðar að spá fyrir um gengisþróun með viðunandi árangri. Af þessu leiðir að ekki er hægt að beita peningastefnunni til að fínstilla eftirspurn í þjóðarbúskapnum til skamms tíma. Framsýn peningastefna mótast af þróun eftirspurnar í nálægri fortíð eða framtíð fyrst og fremst í ljósi vísbendinga sem hún gefur um það sem koma skal. Það sem hlýtur hins vegar að vega hvað þyngst við ákvarðanir í peningamálum á næstunni er einfaldlega að meginþungi hinna miklu framkvæmda færist stöðugt nær. Verðbólguáhætta heldur minni til skamms tíma en meiri til langs tíma Seðlabankinn birtir þjóðhags- og verðbólguspár tvisvar á ári. Eigi að síður leggur bankinn mat á spárnar a.m.k. fjórum sinnum á ári, eins og komið hefur fram hér að framan. Endurmat á þeim spám sem bankinn birti í júníbyrjum gefur ekki tilefni til að ætla að þróunin víki til muna frá þeim. Gengi krón- unnar hefur ekki breyst mikið en er heldur sterkara en þegar spáin var gerð, sem hamlar gegn verðhækkun- um til skamms tíma. Horfur um þróun innflutnings- verðs hafa hins vegar versnað til langs tíma og að öðru óbreyttu aukið nokkuð hættuna á að verðbólgan verði meiri á seinni hluta ársins 2005 og á árinu 2006 en spáð var í júní. Þegar þjóðhagsspá bankans var gerð í júní sl. höfðu ársfjórðungsleg uppgjör þjóðhagsreikninga ekki verið birt fyrir þetta ár. Nú liggja fyrir tveir árs- fjórðungar og virðist einsýnt að stefni í a.m.k. jafn- mikinn eða meiri vöxt innlendrar eftirspurnar en bankinn spáði í júní. Hækkun stýrivaxta ætti að draga nokkuð úr vexti einkaneyslu, en hræringar á íbúða- lánamarkaði eru líklegar til að yfirgnæfa þau áhrif. Þegar þungi framkvæmda eykst á haustmánuðum og fram á næsta ár mun að öðru óbreyttu bæta enn frekar í vöxtinn. Vinnumarkaðstölur benda reyndar til þess að nokkur slaki sé þar fyrir hendi, en óvíst er að hve miklu leyti hann nýtist sem varasjóður vinnuafls þegar framkvæmdir við virkjanir og álver ná hámarki og áhrifin hafa náð til flestra þátta þjóðarbúskaparins. Aðhald peningastefnunnar hefur aukist lítillega en hefur ekki breytt fjármálalegum skilyrðum umtalsvert Þrátt fyrir að hækkun stýrivaxta bankans í júní og einkum júlí feli í sér lítillega aukið aðhald peninga- stefnunnar hefur það ekki megnað að breyta fjárhags- legum skilyrðum heimila og atvinnugeira mikið. Í stórum dráttum má ætla að þau séu svipuð. Aðrir þættir hafa þar unnið á móti, eins og t.d. umtalsverð vaxtalækkun á íbúðalánum og stórauknir möguleikar til að endurfjármagna eða jafnvel ganga á eigið fé sem bundið er í íbúðarhúsnæði. Þá hefur verð hluta- bréfa haldið áfram að hækka og vegið á móti hækkun skammtímavaxta, hérlendis og erlendis. Vaxandi verðbólguvæntingar, einkum meðal almennings, draga úr þeirri aðhaldssemi sem felst í hærri stýri- vöxtum. Stefnan í ríkisfjármálum verður að gegna lykilhlut- verki á næstu árum Á undanförnum misserum hefur Seðlabankinn marg- sinnis bent á að stefnan í ríkisfjármálum ætti að gegna lykilhlutverki í hagstjórn næstu ára, sem felst í því að mynda mótvægi gegn áhrifum framkvæmda við virkjanir og álver. Ríkisstjórnin setti sér nokkuð metnaðargjarnt markmið um þróun ríkisútgjalda á yfirstandandi ári. Svo virðist sem nokkurt átak þurfi til að það gangi fyllilega eftir. Meira máli skiptir þó að útgjöld verði hamin næstu tvö árin. Það er sér- staklega ögrandi viðfangsefni í ljósi þess að áformað er að lækka skatta um sem nemur 20 ma.kr. á næstu þremur árum. Til þess að vinna á móti áhrifum lægri skatta á sama tíma og þörf er á mótvægisaðgerðum vegna stórframkvæmda þarf að draga mjög verulega úr útgjöldum hins opinbera. Trúverðug langtíma- áætlun þar um myndi skjóta sterkari stoðum undir stjórn efnahagsmála og draga úr líkum á því að svo mikil byrði verði lögð á peningalegt aðhald, að grafið gæti undan stöðugleika fjármálakerfisins og sam- keppnisstöðu innlendra atvinnugreina.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113

x

Peningamál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.