Peningamál - 01.09.2004, Page 75

Peningamál - 01.09.2004, Page 75
74 PENINGAMÁL 2004/3 viðskipti svara ekki kostnaði. Ef svo er veldur hún því að skammtímafjárstýring banka verður mun erfiðari en hún ella væri. Tökum einfalt dæmi. Síðan í október 2003 hefur Seðlabankinn boðið bönkum að kaupa 14 daga inn- stæðubréf (7 daga eftir 1. júní 2004) á vöxtum sem eru að jafnaði um 20 grunnpunktum lægri en vextir af endurhverfum viðskiptum. Í apríl 2004 var einhver banki (köllum hann banka A) sem var að jafnaði að kaupa innstæðubréf fyrir 10 ma.kr. á 5,1% vöxtum á meðan annar banki (banki B) átti í endurhverfum viðskiptum á 5,3% vöxtum fyrir mun hærri upphæð. Þessir bankar hefðu báðir getað hagnast á því að eiga innbyrðis viðskipti á vöxtum milli 5,1% og 5,3%. Hagnaður hvors banka fyrir sig hefði verið gróflega 400 þúsund krónur fyrir hvert 14 daga tímabil (ef miðað er við að þeir hefðu átt viðskipti á 5,2% og viðskiptakostnaður væri óverulegur). Heildarþóknun Kauphallarinnar við slík viðskipti hefði hins vegar verið um 1,8 m.kr. Viðskiptakostnaðurinn var því margfalt hærri en ábatinn af viðskiptunum. Sú staðreynd að gjaldskrá Kauphallarinnar gerir það að verkum að það svarar ekki kostnaði fyrir banka að eyða slíkum vaxtamun þótt hann sé upp á tugi grunnpunkta á stóran þátt í því að flökt vaxta á millibankamarkaði frá stýrivöxtum Seðlabankans er jafn mikið og raun ber vitni. Hundrað- til þúsundföld lækkun á gjaldskrá Kauphallarinnar þegar um endur- hverf viðskipti til skamms tíma er að ræða er mikil- vægur liður í því að bæta fjárstýringu innan banka- kerfisins og minnka frávik vaxta á millibanka- markaði frá stýrivöxtum Seðlabankans. Endurhverf viðskipti við lífeyrissjóði Á árunum 2000 og 2001 virtist stundum eins og bankakerfið í heild skorti veðhæfar eignir. Þannig voru skammtímavextir á millibankamarkaði stundum hærri en daglánavextir Seðlabankans þótt öllum bönkum sem áttu veðhæf bréf stæði til boða að fjár- magna sig í Seðlabankanum á daglánavöxtum. Það er merki um mjög óskilvirka fjárstýringu á íslenskum fjármálamarkaði að slík staða hafi komið upp. Það var alltaf nóg til af veðhæfum bréfum í landinu. Bankarnir sem skorti veðhæf bréf hefðu til dæmis átt að geta orðið sér úti um veðhæf bréf með því að eiga endurhverf viðskipti við lífeyrissjóði sem áttu mikið magn slíkra bréfa. Það var ekki einungis þóknun Kauphallarinnar sem kom í veg fyrir að slík viðskipti ættu sér stað í meira mæli en raun bar vitni. Endurhverf viðskipti eru að hluta framvirkir samningar þar sem samningur er gerður um síðari hluta viðskiptanna þegar fyrri hlutinn er framkvæmdur. Lög um lífeyrissjóði banna lífeyrissjóðum að stunda viðskipti með framvirka samninga nema þegar slíkir samningar eru notaðir til þess að verja sjóðina fyrir áhættu. Lífeyrissjóðir mega því t.d. kaupa framvirka samninga til þess að eyða þeirri gengisáhættu sem eign þeirra í erlendum hlutabréfum ber með sér. Almennt mega þeir hins vegar ekki eiga endurhverf viðskipti við banka sem vantar veðhæfar eignir þar sem slík viðskipti verja sjóðina almennt ekki fyrir áhættu heldur er tilgangur slíkra viðskipta að hagnast á þörf bankanna fyrir veðhæfar eignir. Rökin fyrir því að lífeyrissjóðum sé almennt bannað að eiga viðskipti með framvirka samninga eru að slíkum samningum fylgir oft mikil áhætta sem erfitt er fyrir utanaðkomandi að átta sig á. Þetta á hins vegar ekki við um endurhverf viðskipti við banka til skamms tíma. Slíkir samningar fela í sér mjög litla áhættu. Þeir ættu því að vera ákjósanleg leið fyrir líf- eyrissjóði til þess að auka ögn ávöxtun sína með hag- kvæmum hætti (þ.e. án þess að of mikil áhætta fylgi því). Frelsi lífeyrissjóða til þess að eiga endurhverf viðskipti við banka er þar að auki mikilvægt fyrir fjármálakerfið í heild. Slík heimild myndi gera það að verkum að fjármálakerfið hefði aðgang að mun stærra safni af veðhæfum eignum. Að svo miklu leyti sem skortur á veðhæfum eignum háir íslenska fjár- málakerfinu mundi slík heimild því auka skilvirkni þess. Nafnlaus endurhverf viðskipti milli banka Önnur hindrun sem kemur í veg fyrir að bankar eigi endurhverf viðskipti sín á milli er að þeir vilja ekki upplýsa hver annan um stöðu sína í einstökum flokk- um verðbréfa.15 Það vilja þeir ekki gera þar sem það setur þá í verri stöðu hvern gagnvart öðrum þegar þeir eiga annars konar viðskipti með slík verðbréf. 15. Endurhverf viðskipti eiga sér stað þannig að aðili A selur aðila B ein- hver verðbréf í skiptum fyrir peninga (eða einhver önnur verðbréf) og semur á sama tíma um að hann muni kaupa þessi sömu verðbréf aftur af aðila B eftir að tiltekinn tími hefur liðið. Eftir að þessi viðskipti hafa átt sér stað veit því aðili B að aðili A á þessi tilteknu verðbréf.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113

x

Peningamál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.