Peningamál - 01.03.2005, Síða 60

Peningamál - 01.03.2005, Síða 60
ÞRÓUN OG HORFUR Í EFNAHAGS- OG PEN INGAMÁLUM P E N I N G A M Á L 2 0 0 5 • 1 60 verði meiri en í meginspánni (sem talin er líklegasta gildið) eða að hún verði minni. Mat á líkindadreifingu verðbólguspárinnar er byggt á aðferðum sem Englandsbanki og sænski seðlabankinn hafa þróað (Britton o.fl., 1998, og Blix og Sellin, 1998), en þær gefa jafnframt færi á ósam- hverfu óvissumati. Notast er við samsetta normaldreifingu (e. two-piece normal distribution), sjá Johnson o.fl. (1994): (1) þar sem f(x) er þéttifallið, μ er kryppugildi (e. mode) líkindadreifingar- innar, þ.e. það gildi hámarkar þéttifallið, og σ er staðalfrávik samsetta þéttifallsins. Stikinn γ mælir skekkju (e. skewness) líkindadreifingarinnar og liggur á bilinu −1 til +1. Út frá γ er síðan hægt að reikna út ósam- hverfni áhættumatsins sem mælt er með fráviki meðaltals (e. mean) frá kryppugildi dreifingarinnar, sem táknað er með ϕ: (2) þar sem m er meðaltal dreifingarinnar og σ1 og σ2 eru staðalfrávik hinna tveggja hluta samsettu líkindadreifingarinnar. Staðalfrávikið σ1 mælir því staðalfrávik dreifingarinnar vinstra megin við μ og σ2 hægra megin við μ.3 Sé γ > 0 er því dreifingin skekkt upp á við (m > μ) og því stærri hluti líkindadreifingarinnar hægra megin við kryppugildið, þ.e. σ2 > σ1. Sé hins vegar γ < 0 er dreifingin skekkt niður á við (m < μ) og því stærri hluti dreifingarinnar vinstra megin við kryppugildið, þ.e. σ1 > σ2. Fyrir hefðbundna samhverfa normaldreifingu gildir hins vegar að γ = 0 og þar með verður σ1 = σ2 og m = μ. Þéttifallið í jöfnu (1) einfaldast þá í þéttifall hefðbundinnar normaldreifingar: (3) Mynd 2 sýnir líkindadreifingu verðbólguspárinnar eitt og tvö ár fram í tímann fyrir spá sem birt var í Peningamálum 2004/4 (þ.e. spáða verðbólgu 2005:3 og 2006:3). Framsetning verðbólguspár Seðlabankans skilst best með því að skoða myndir 1 og 2 saman. Í raun er reiknuð líkindadreifing verðbólgu fyrir hvern þeirra níu árs- fjórðunga sem bankinn birtir spá yfir, eins og sýnd er í mynd 2. Mynd 1 sýnir síðan einfaldlega loftmynd af þessum níu líkindadreifingum. Breidd líkindadreifingarinnar endurspeglar óvissu spárinnar: eftir því sem dreifingin er breiðari því meiri óvissa er um framvinduna. 3. Þetta eru því í raun tvær hefðbundnar normaldreifingar hvor með sitt staðalfrávikið sem eru endurskalaðar þannig að þær séu samfelldar í kryppugildinu og að tegrið undir samsetta þéttifallinu sé einn.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128

x

Peningamál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.