Peningamál - 01.09.2005, Síða 73

Peningamál - 01.09.2005, Síða 73
Samkvæmt lögum nr. 36/2001 um Seðlabanka Íslands er meginmark- mið bankans að stuðla að stöðugu verðlagi. Í yfi rlýsingu ríkisstjórn- arinnar og Seðlabankans frá 27. mars 2001 var bankanum sett verð- bólgumarkmið, þ.e.a.s. að hann skuli stefna að því að árleg verðbólga, reikn uð sem hækkun vísitölu neysluverðs á tólf mánuðum, verði að jafn aði sem næst 2½%. Í yfi rlýsingunni er Seðlabankanum veitt fullt svigrúm til að beita stjórntækjum sínum til þess að ná verð bólgu- markmiðinu. Þá er í yfi rlýsingunni einnig kveðið á um með hvaða hætti Seðlabankanum er ætlað að standa ríkisstjórninni og almenningi reikningsskil gerða sinna. Það er meðal annars gert með því að skil greina svokölluð þolmörk sem nú eru 1½% til hvorrar áttar frá verðbólgumarkmiðinu. Verði þolmörkin rofi n ber bankanum að senda greinargerð til ríkisstjórnar. Í henni skal koma fram mat bankans á ástæðum fráviksins, hvernig bankinn hyggst bregðast við og hve lang- an tíma hann telur að það muni taka að ná verðbólgumarkmiðinu að nýju. Greinargerðina skal birta opinberlega. Þolmörkin fela ekki í sér aðra formlega kvöð um viðbrögð af hálfu Seðlabankans. Rétt er að árétta að markmið peningastefnunnar er að halda verðbólgu sem næst 2½% að jafnaði en ekki aðeins innan þolmarka. Nú í september mældist tólf mánaða hækkun vísitölu neyslu- verðs 4,8%. Þolmörk verðbólgumarkmiðsins voru því rofi n í annað sinn á árinu og er það tilefni þessarar greinargerðar. Eftir að verðbólga fór yfi r þolmörkin í febrúar sl. gerði Seðlabankinn ríkisstjórninni grein fyrir þróun og horfum í verðlagsmálum í greinargerð dags. 18. febrúar. Þá var fjallað um verðlagsþróunina og horfur í mars- og júníheftum Pen ingamála. Hinn 29. september nk. birtir bankinn næsta hefti Pen- ingamála og þar með nýja verðbólguspá. Vegna þess hve stutt er í þá útgáfu telur bankinn ekki þörf á viðamikilli greinargerð að þessu sinni. Í Peningamálum verður m.a. ýtarleg greining á verðlagsþróun undan- farinna mánaða og ástæðum þess að verðbólga fór yfi r þolmörk nú. Í greinargerð Seðlabankans til ríkisstjórnarinnar í febrúar sl. var fjall að um helstu orsakir verðbólgu umfram markmið og öran vöxt inn lendrar eftirspurnar, sem rekja mátti til fjárfestingar í áliðnaði og orkuöfl un annars vegar og umbreytinga á lánamarkaði hins vegar sem komu fl estum í opna skjöldu.2 Þessar skýringar eiga enn við. Útlán til Greinargerð til ríkisstjórnar um verðbólgu umfram þolmörk1 Seðlabanki Íslands vinnur nú að gerð verðbólgu- og þjóðhagsspáa sem birtar verða í Peningamálum síðar í mánuði- num. Þegar þær liggja fyrir mun bankastjórn meta þörfi na fyrir frekara aðhald í peningamálum. Eins og lögin um bankann og yfi rlýsingin um verðbólgumarkmið áskilja munu ákvarðanir í þeim efnum miða að því að tryggja framgang verðbólgumarkmiðsins næstu tvö árin. Þegar er ljóst að frekari aðgerða er þörf til þess að svo verði. Í þeirri viðleitni skiptir aðhald í opinberum fjármálum mjög miklu auk þess sem æskilegt er að framtíðarhlutverk Íbúðalánasjóðs skýrist sem fyrst. 1. Send ríkisstjórn Íslands 19. september 2005 og birt á heimasíðu Seðlabankans sama dag. 2. Greinargerðin var m.a. birt í Peningamálum 2005/1 sem gefi n voru út í mars sl.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122

x

Peningamál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.