Peningamál - 01.09.2005, Qupperneq 74

Peningamál - 01.09.2005, Qupperneq 74
P E N I N G A M Á L 2 0 0 5 • 3 74 GREINARGERÐ T IL R ÍK ISSTJÓRNAR einstaklinga, sem meðal annars eru afl eiðing uppstokkunar á íslenska fjármálamarkaðinum, hafa reyndar aukist með vaxandi hraða undan- farna mánuði og íbúðaverð hækkað hraðar en nokkurn tíma áður. Þessi þróun kemur fram í mikilli hækkun húsnæðisliðar vísitölu neyslu- verðs, sem á tímabilinu frá maí til ágúst í ár skýrði heildarhækkun vísitölu neysluverðs að mestu leyti. Til samanburðar skýrði húsnæðis- liðurinn um helming árshækkunar vísitölunnar í febrúar sl. Mikil hækk- un vísitölunnar í september var hins vegar að verulegu leyti af öðrum toga, þ.e.a.s. hún stafaði af umtalsverðri hækkun vöruverðs umfram það sem reikna má með á þessum árstíma vegna útsöluloka. Þá hækk- aði eldsneytisverð mikið nú auk þess sem verð á þjónustu hækkaði töluvert. Þetta gerðist þrátt fyrir mjög sterkt gengi krónunnar, sem á sumarmánuðum leiddi til umtalsverðrar hjöðnunar vöruverðs, auk þess sem mikil samkeppni lágvöruverðsverslana þrýsti verðlagi tímabundið niður frá því síðla vetrar. Verð varanlegrar neysluvöru, einkum bíla, virðist hins vegar ekki hafa lækkað í samræmi við gengisþróunina. Verð á bensíni og olíu hefur ekki heldur fylgt gengisþróuninni eftir af augljósum ástæðum. Tólf mánaða hækkun kjarnavísitalna, þar sem meðal annars er horft framhjá verðbreytingum bensíns, var þó ekki markvert minni en hækkun neysluverðsvísitölunnar í heild nú í sept- ember. Það skýrist af því að í kjarnavísitölunum er einnig horft fram hjá öðrum sveifl ukenndum liðum en bensíni, þ.e.a.s. búvöru, græn- meti og ávöxtum. Verð þessara liða hefur hækkað minna en vísitalan eða jafnvel lækkað sl. tólf mánuði. Eins og í febrúar sl. er verðbólga nú fyrst og fremst eftirspurn- ardrifi n, þótt hækkun bensín- og olíuverðs eigi nokkurn hlut að máli, þ.e.a.s. skýri u.þ.b. 0,6% af hækkun vísitölunnar undanfarna 12 mán- uði. Raunar virðist eftirspurnarþrýstingurinn hafa vaxið og birtist sem fyrr skýrast í þeim þáttum vísitölunnar þar sem erlendrar verðsam- keppni gætir minnst, þ.e.a.s. í hækkun á verði húsnæðis og þjónustu. Hátt gengi krónunnar hefur á hinn bóginn haldið verulega aftur af verðbólgu jafnvel þótt gengishækkunin undanfarið ár hafi ekki komið að fullu fram í verðlagi. Þegar gengi krónunnar að endingu veikist á ný munu þessi áhrif ganga til baka, en hugsanlegt er að þegar það gerist muni einnig draga verulega úr verðhækkun húsnæðis eða verð þess jafnvel lækka. Seðlabankinn birti síðast verðbólguspá í byrjun júní sl. Hún sýndi verðbólgu yfi r markmiði bankans næstu tvö árin. Stýrivextir bankans voru því hækkaðir samhliða útgáfu spárinnar. Jafnframt var gefi ð til kynna að bankinn þyrfti líklega að halda áfram á sömu braut. Hag- gögn sem birt hafa verið frá júníbyrjun benda sem fyrr segir til þess að enn frekar hafi bætt í vöxt innlendrar eftirspurnar á þessu ári. Ársvöxt- ur einkaneyslu á öðrum fjórðungi ársins var t.d. 14%. Viðskiptahallinn verður að öllum líkindum meiri en spáð var í júní, íbúðaverð hefur haldið áfram að hækka hröðum skrefum og útlánavöxturinn aukist, bæði til einstaklinga og fyrirtækja. Jafnframt gætir nú aukinnar spennu á vinnumarkaði. Unnið er að gerð verðbólgu- og þjóðhagsspáa Seðlabankans sem birtar verða í Peningamálum síðar í mánuðinum. Þegar þær liggja fyrir mun bankastjórnin meta þörfi na fyrir frekari aðhaldsgerðir. Eins og lögin um bankann og yfi rlýsingin um verðbólgumarkmið áskilja
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122

x

Peningamál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.