Peningamál - 01.09.2005, Page 82

Peningamál - 01.09.2005, Page 82
GJALDEYRISFORÐI SEÐLABANKA P E N I N G A M Á L 2 0 0 5 • 3 82 Seðlabankinn hefur m.a. haft það hlutverk að sjá ríkissjóði fyrir gjaldeyri til að standa straum af afborgunum og vöxtum af erlendum lánum auk annars erlends kostnaðar ríkissjóðs. Fyrr á árum var talið mikilvægt að hafa varasjóð til þess að tryggja hnökralaus viðskipti og einnig til þess að geta mætt erfiðum tímabilum á erlendum lánsfjármörkuðum. Á síðari árum hafa erlendir markaðir þróast og jafnframt hefur aðgangur ríkissjóðs að erlendum fjármálamörkuðum batnað vegna hækkandi lánshæfismats. Ríkissjóður hefur nú greiðan aðgang að mörkuðum og eru hverfandi líkur á að hann lokist til langs tíma. Ríkissjóður hefur greitt niður erlend lán sín á undanförnum misserum og skuldastaða hans batnað verulega og styrkir það stöðu hans sem lántakanda enn frekar. Stór hluti eigin fjár seðlabanka er bundinn í gjaldeyrisforða. Vaxtatekjur nýtast því til að standa straum af kostnaði við rekstur seðlabanka og dæmi eru um að ríki nefni það sem eina af ástæðum forðahalds. Kostnaður við forðahald Forðahaldi fylgir bæði kostnaður og áhætta. Þegar fjallað er um gjaldeyrisforða hættir mönnum oft til að hugsa eingöngu um forðann sem eignasafn en gleyma skuldahliðinni, þ.e. fjármögnun forðans. Í grundvallaratriðum eru þrjár leiðir til að fjármagna forðahald (Nugée (2000)). Þær eiga það sammerkt sem útgangspunkt að eðlilegt sé að ríkisvaldið eigi eingöngu eignir í innlendum gjaldmiðli. Til að eignast gjaldeyriseignir er í raun tekin sú ákvörðun að eiga ekki eignir í innlendum gjaldmiðli og með því fórnað þeim arði sem felst í fjárfestingu í innviðum eigin samfélags en það er eitt af meginhlutverkum ríkisvalds á hverjum stað. Gjaldeyrisforði er ýmist fjármagnaður með erlendri lántöku, gjaldeyrisskiptasamningum eða einfaldlega með kaupum á erlendum gjaldeyri fyrir innlendan gjaldmiðil. Algengast er að kostnaður við forðahald sé skilgreindur sem mismunurinn á ávöxtun áhættulausrar fjárfestinga t.d. bandarískum, þýskum og breskum ríkisskuldabréfum og þeim kjörum sem ríkissjóður viðkomandi lands nýtur. Ástæðan er sú að óbeint er gjaldeyrisforðinn fenginn með erlendu lánsfé þannig að með því að auka forða aukast skuldir ríkisins á móti. Forðahaldi fylgir því fórnarkostnaður þess að halda forða í stað þess að nýta hann til að greiða niður erlendar skuldir ríkissjóðs. Þær tekjur sem verða af forðahaldi umfram áhættulausa ávöxtun eru umbun fyrir tekna áhættu og koma því ekki til frádráttar kostnaði við forðahald. Hins vegar má benda á að ef enginn forði væri til staðar þá myndi kostnaður við öflun lánsfjár að öllum líkindum vera almennt hærri. Íslenski gjaldeyrisforðinn og ýmsar viðmiðanir Gjaldeyrisforði Seðlabanka Íslands nam í lok ágúst 2005 58,3 ma. kr. Gera verður skýran greinarmun á hreinum gjaldeyrisforða annars vegar og vergum gjaldeyrisforða hins vegar þótt sá munur sé lítill í dag. Hreinn gjaldeyrisforði er skilgreindur sem vergur gjaldeyrisforði að frádregnum erlendum skammtímalánum og erlendum innlánum. Innlán í Seðlabankanum eru nær eingöngu frá ríkissjóði en erlendum 15 20 25 30 35 40 20052001199719931989198519811977 Mynd 2 Gjaldeyrisforði í hlutfalli af vöruinnflutningi (fob) 1976-20051 % Heimildir: Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn (IMF) og útreikningar höfunda. 1. Áætlun 2005. 0 10 20 30 40 50 60 70 80 1997 1998 1999 2000 2001 2002 2003 2004 2005 Mynd 3 Vergur og hreinn gjaldeyrisforði janúar 1997 - ágúst 2005 Heimild: Seðlabanki Íslands. Ma.kr. Vergur gjaldeyrisforði Hreinn gjaldeyrisforði 0 5 10 15 20 25 2005200019951990198519801975197019651960 Mynd 1 Gjaldeyrisforði sem hlutfall af vergri landsframleiðslu 1960-20051 % af VLF Heimildir: Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn (IMF) og útreikningar höfunda. 1. Áætlun 2005.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122

x

Peningamál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.