Peningamál - 01.11.2011, Qupperneq 44

Peningamál - 01.11.2011, Qupperneq 44
ÞRÓUN OG HORFUR Í EFNAHAGS- OG PENINGAMÁLUM P E N I N G A M Á L 2 0 1 1 • 4 44 Skuldaferillinn hækkar frá fyrri spá Mildari aðlögunarferill að jöfnuði í ríkisfjármálum leiðir óumflýjanlega til hækkunar á skuldum hins opinbera. Enn er áætlað að vergar og hreinar skuldir hins opinbera nái hámarki í ár: vergar skuldir í sem sam- svarar einni vergri landsframleiðslu en hreinar skuldir í sem samsvarar 67% af vergri landsframleiðslu. Við mat á hreinum skuldum eru hér aðeins taldar til eigna peningalegar eignir hins opinbera í handbærum Tímabundin frysting launa og bótafjárhæða árin 2009 og 2010 skilaði þeim 16,5 ma.kr. sem eftir standa. Verðlagsáhrif í frumvarpinu eru töluverð eða samtals 26,7 ma.kr. Í fyrsta lagi er launagrunnur frumvarpsins hækkaður í samræmi við nýja kjarasamninga og eru þær launahækkanir metnar á rúmlega 6,6 ma.kr. í ár og er meðalhækkun launa starfsmanna ríkisins rétt um 5%. Í öðru lagi hafa bætur almannatrygginga og atvinnuleysistrygginga verið hækkaðar til samræmis við kjarasamn- inga á árinu. Tekið var mið af krónutöluhækkun lægstu launa í kjarasamningunum, 12.000 kr., sem svarar til 8,1% hækkunar. Á ársgrundvelli er gert ráð fyrir að útgjöld þessara bótaflokka hækki vegna þessa um 6,8 ma.kr. Fjárveitingar í frumvarpinu hækka þannig alls um 13,4 ma.kr. vegna áhrifa kjarasamninga. Þessu til viðbótar kemur 13,3 ma.kr. launa-, gengis- og verðlagsútreikningur fjárlagafrumvarpsins til ársins 2012. Skammlíf útgjaldaregla Í fjárlagafrumvarpi ársins 2011 tóku stjórnvöld upp svokallaða fjár- málareglu sem kvað á um þak á nafnvöxt útgjalda í þeim tilgangi að auka trúverðugleika ríkisfjármála og styrkja hagstjórnarhlutverk þeirra til lengri tíma. Með breytingunni áttu stjórnvöld jafnvel enn meira undir því að verðbólga héldist lítil. Í fjárlagafrumvarpi ársins 2011 var í fyrsta sinn settur fram bindandi útgjaldarammi á nafnvirði til næstu tveggja ára, en með því hét ríkisstjórnin þinginu að leita ekki eftir fjárveitingum sem myndu sprengja rammann. Útgjaldaramminn fyrir hvert ár fól í sér áætlaðar launa-, gengis- og verðlagsbreytingar. Áætlunin byggðist á þeirri stefnumörkun að fyrstu tvö árin, 2011 og 2012, væri ramminn bindandi á nafnvirði ef frávik frá verðlagsforsendum væru innan við 1,5% en annars áttu viðeigandi útgjaldaþættir að koma til endurskoðunar. Í áætluninni var gert ráð fyrir 5 ma.kr. varasjóði til að mæta óvæntum verðfrávikum og skuldbindingum. Að öðru leyti áttu allar ákvarðanir og frávik að rúmast innan heildarramm- ans. Honum átti því ekki að breyta á síðari stigum og því yrði að mæta hækkunum sem kynnu að verða ákveðnar á útgjöldum ein- stakra málaflokka með sambærilegri lækkun annarra málaflokka. Útgjaldaramminn fyrir árið 2011 samkvæmt þessari reglu var 381,4 ma.kr. og 395 ma.kr. árið 2012. Niðurstaðan er hins vegar sú að nú er gert ráð fyrir að útgjöldin verði 399,7 ma.kr. árið 2011 og verður því farið 18,3 ma.kr. út fyrir útgjaldarammann (eða 4,8%). Árið 2012 eru útgjöldin áætluð verða 407,2 ma.kr. eða 12,2 ma.kr. umfram rammann (eða 3,1%). Þessar útgjaldahækkanir má að mestu skýra með hækkun launa og bóta almannatrygginga vegna kjarasamninga enda var í forsendum fjárlaga 2011 ekki gert ráð fyrir neinni hækkun launa og bóta. Í langtímaáætlun fjárlagafrumvarps ársins 2012 er vikið frá því að setja bindandi útgjaldaramma á nafnvirði til tveggja ára eins og gert var á síðasta ári, því að einungis eru markaðir leiðbeinandi rammar fyrir árin 2013-2015. Fjármálareglan sem tekin var upp í fjárlagafrumvarpi ársins 2011 virðist því hafa verið afnumin á innan við ári frá því að hún var tekin upp.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94

x

Peningamál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.