Peningamál - 01.11.2011, Page 47

Peningamál - 01.11.2011, Page 47
ÞRÓUN OG HORFUR Í EFNAHAGS- OG PENINGAMÁLUM P E N I N G A M Á L 2 0 1 1 • 4 47 VI Vinnumarkaður og launaþróun Vinnuaflseftirspurn jókst töluvert meira á þriðja fjórðungi ársins en gert hafði verið ráð fyrir í ágústspá Seðlabankans. Spáð er að árs- tíðarleiðrétt atvinnuleysi hafi náð hámarki og að áfram dragi úr því í takt við aukin umsvif í þjóðarbúskapnum og það verði um 4½% í lok spátímabilsins. Tölur Vinnumálastofnunar benda til þess að minnkun atvinnuleysis sé að mestu vegna þess að fólk á atvinnuleysisskrá fari í launaða vinnu. Vísbendingar eru einnig um að aukning jafnvægis- atvinnuleysis eftir fjármálakreppuna sé byrjuð að ganga til baka. Þótt útlit sé fyrir að launahækkanir verði heldur minni á þessu ári en spáð var í ágúst er líklegt að launahækkanir næstu ára verði meiri þar sem líkur á annarrar umferðar áhrifum vegna kjarasamninga hafa aukist þrátt fyrir að enn sé slaki til staðar á vinnumarkaði. Endurskipulagning skulda fyrirtækja hefur enn sem komið er ekki leitt til aukins atvinnuleysis Atvinnuleysi, eins og það er skráð hjá Vinnumálastofnun, var svipað á þriðja fjórðungi ársins og gert var ráð fyrir í ágústspá Peningamála eða 6,6%. Um 1.500 færri hafa verið atvinnulausir það sem af er ári en á sama tíma í fyrra og atvinnuleysi mælst 0,7 prósentum minna. Gjaldþrotum fyrirtækja hefur fjölgað verulega í ár. Í ágúst höfðu 950 fyrirtæki orðið gjaldþrota það sem af er ári samanborið við 980 allt árið í fyrra. Endurskipulagning á skuldum lítilla og meðalstórra fyrirtækja það sem af er ári virðist hins vegar ekki hafa leitt til aukins atvinnuleysis eins og búist hafði verið við og skýrist líklega að ein- hverju leyti af því að nýjum fyrirtækjum hefur fjölgað meira en þeim sem verða gjaldþrota (sjá mynd VI-2). Kröftugur vöxtur atvinnu á þriðja fjórðungi ársins Niðurstöður Vinnumarkaðskönnunar Hagstofu Íslands fyrir annan fjórð- ung ársins sýndu að veikur bati var hafinn á vinnumarkaði. Samkvæmt nýjustu könnun Hagstofunnar var vöxtur vinnuaflseftirspurnar jafn- vel enn kröftugri á þriðja ársfjórðungi. Heildarvinnustundum, sem er mælikvarði á ársverk, fjölgaði um 3,3% milli ára, en í spánni sem birtist í Peningamálum í ágúst var gert ráð fyrir 1,6% aukningu. Aukning atvinnu stafar bæði af fjölgun starfandi fólks og lengri vinnutíma. Sé einungis horft til þeirra sem voru við vinnu í viðmiðunarvikunni fjölgar heildarvinnustundum jafnvel enn frekar eða um 5,3%. Önnur vísbending um vaxandi vinnuaflseftirspurn er að þeim sem eru í fullu starfi fjölgar nánast tvisvar sinnum meira en þeim sem eru í hlutastarfi fækkar. Líkt og áður hefur verið fjallað um í Peningamálum bendir þessi þróun til þess að fyrirtæki mæti nú aukinni eftirspurn með því að nýta framleiðsluþætti sem verið hafa ónýttir. Niðurstöður könnunar sem Samtök atvinnulífsins gerðu með al aðildarfélaga sinna í byrjun október ríma illa við niðurstöður Vinnu- markaðskönnunar Hagstofunnar um aukningu atvinnu. Könnunin bendir til að heildarfjöldi starfa á almennum vinnumarkaði verði óbreyttur milli áranna 2010 og 2011. Á næstu sex mánuðum hyggjast hins vegar fyrirtæki með 21% starfsmannafjöldans fækka starfsfólki, en fyrirtæki með 17% starfsmannafjöldans fjölga starfsmönnum. Heimild: Vinnumálastofnun. Mynd VI-1 Meðalfjöldi atvinnulausra Janúar 2008 - september 2011 Fjöldi 2008 2009 2010 2011 0 2.000 4.000 6.000 8.000 10.000 12.000 14.000 16.000 Des.Nóv.Okt.Sep.Ág.JúlíJúníMaíApr.Mar.Feb.Jan. 1. Nýjustu tölur fyrir árið 2011 eru fyrir júlí og ágúst. Heimildir: Hagstofa Íslands, Vinnumálastofnun. Mynd VI-2 Atvinnuleysi, gjaldþrot og nýskráningar fyrirtækja1 Fjöldi Nýskráningar fyrirtækja (v. ás) Gjaldþrot fyrirtækja (v. ás) Atvinnuleysi (h. ás) % af vinnuafli 0 100 200 300 400 500 600 700 800 900 1.000 0 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 2011201020092008 Heimild: Hagstofa Íslands. Mynd VI-3 Breytingar á vinnuafli 1. ársfj. 2004 - 3. ársfj. 2011 Breyting frá sama fjórðungi fyrra árs (%) Atvinnuþátttaka (prósentur, v. ás) Hlutfall starfandi (prósentur, v. ás) Heildarvinnustundir (%, h. ás) Meðalvinnutími, við vinnu (klst., v. ás) -8 -6 -4 -2 0 2 4 -20 -15 -10 -5 0 5 10 20112010200920082007200620052004 %

x

Peningamál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.