Peningamál - 01.11.2011, Page 51

Peningamál - 01.11.2011, Page 51
ÞRÓUN OG HORFUR Í EFNAHAGS- OG PENINGAMÁLUM P E N I N G A M Á L 2 0 1 1 • 4 51 tilheyrir þeim þriðjungi OECD-ríkja þar sem hlutfall bóta af launum, að teknu tillitit skatta og annarra bóta, (e. net replacement rate) hækkaði milli 2007 og 2009. Hækkunin hér á landi var tæpar 6 prósentur og var hlutfallið tæplega 66% árið 2009, en eins og fram kemur í mynd VI-5 hefur hlutfall bóta af lágmarkstekjutryggingu lækkað lítillega frá 2009.4 Atvinnuleysisbætur nema nú um 90% af lágmarkstekjutrygg- ingu og 93-99% af byrjunarlaunum afgreiðslufólks og ófaglærðs starfsfólks á almennum vinnumarkaði. Efnahagslegur hvati til að fara af bótum í vinnu gæti því verið takmarkaður sérstaklega þegar tekið er tillit til viðbótarkostnaðar sem jafnan fylgir því að vera í vinnu, t.d. fyrir fólk með börn á leikskóla- aldri. Þótt tekjuskattur hafi hækkað eftir fjármálakreppuna eru áhrifin svipuð á atvinnuleysisbætur og á lægstu laun. Á móti gæti hækkun tryggingagjalds hafa dregið úr vilja atvinnurekenda til að fjölga starfs- fólki. Hættan er því sú að núverandi uppbygging bótakerfis stuðli að auknu langtímaatvinnuleysi og þar með viðvarandi hærra jafn- vægisatvinnuleysi.5 … en sé byrjað að lækka á ný Vísbendingar eru um að aukning jafnvægisatvinnuleysis sé byrjuð að ganga til baka á ný. Hliðrun svokallaðrar Beveridge-kúrfu, sem lýsir sambandi eftirspurnar (auglýst störf) og framboðs á vinnuafli (atvinnuleysi) í kjölfar efnahagskreppunnar hefur gengið nokkuð til baka sem gefur til kynna að atvinnuleysi sé að minnka þrátt fyrir að framboð starfa sé nánast óbreytt (sjá rammagrein VI-2). Samband atvinnuleysis og langtímaatvinnuleysis virðist jafnframt ekki hafa breyst (sjá mynd VI-6). Fyrst þegar atvinnuleysi jókst í kjölfar fjármála- kreppunnar hliðraðist samband skammtíma- og langtímaatvinnuleysis lárétt til hægri en þegar næstum ár var liðið frá upphafi fjármálakrepp- unnar jókst langtímaatvinnuleysi og náði fyrra jafnvægi á vetrarmán- uðum 2010. Að teknu tilliti til árstíðarsveiflu hefur fjöldi atvinnulausra á skrá hjá Vinnumálastofnun sem hafa verið atvinnulausir lengur en eitt ár verið nokkuð stöðugur frá því í mars 2010 eða á milli 4.500 og 4.800 manns. Hins vegar hefur þeim sem hafa verið atvinnulausir skemur en eitt ár fækkað hratt og hlutfall langtímaatvinnulausra af atvinnu- lausum því hækkað. Vísbendingar eru þó um að langtímaatvinnuleysi sé að ganga til baka. Þeim sem höfðu verið atvinnulausir lengur en eitt ár fækkaði milli ára í fyrsta skipti í september en þeim sem hafa verið atvinnulausir lengur en sex mánuði hefur fækkað frá því í september í fyrra.6 Tölur Vinnumarkaðskönnunar Hagstofunnar sýna einnig að langtímaatvinnulausum fækkar milli fjórðunga á þriðja fjórðungi ársins í fyrsta sinn frá því að fjármálakreppan skall á. 4. Útreikningar OECD miðast við meðallaun starfsmanns sem er 40 ára og hefur verið atvinnulaus í tvö ár. Sjá OECD, Employment Outlook, september 2011. 5. Rannsóknir sýna t.d. að lenging bótaréttar og hækkun bóta í Bandaríkjunum í niðursveifl- unni nú hefur haft áhrif á virkni í atvinnuleit, lengd atvinnuleysis og þar með atvinnuleysis- stig. Sjá OECD, Employment Outlook, september 2011, bls. 30-31. 6. Fækkun atvinnulausra stafar líklega ekki af því að fólk hafi misst bótarétt, þar sem hann hefur verið framlengdur tímabundið um eitt ár. Heimild: Vinnumálastofnun. Mynd VI-6 Samband langtímaatvinnuleysis og atvinnuleysis 1. ársfj. 2000 - 3. ársfj. 2011 Langtímaatvinnuleysi (%) 0,0 0,5 1,0 1,5 2,0 2,5 3,0 0 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 Atvinnuleysi (%) 2. árfj. ‘09 3. árfj. ‘11 1. árfj. ‘00 Heimild: Vinnumálastofnun. Mynd VI-7 Atvinnuleysi eftir lengd Janúar 2008 - september 2011 Fjöldi í lok mánaðar Lengra en eitt ár (v. ás) 9 mánuðir til eitt ár (v. ás) 6 til 9 mánuðir (v. ás) 3 til 6 mánuðir (v. ás) 0 til 3 mánuðir (v. ás) Hlutfall langtímaatvinnuleysis af heildaratvinnuleysi (h. ás) % 0 2.500 5.000 7.500 10.000 12.500 15.000 17.500 20.000 2011201020092008 0 5 10 15 20 25 30 35 40

x

Peningamál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.