Peningamál - 01.11.2011, Qupperneq 74

Peningamál - 01.11.2011, Qupperneq 74
P E N I N G A M Á L 2 0 1 1 • 4 74 ANNÁLL fyrirtækja voru því áfram 3,25%, hámarksvextir á 28 daga innstæðu- bréfum 4,0%, vextir á lánum gegn veði til sjö daga 4,25% og dag- lánavextir 5,25%. Maí 2011 Hinn 2. maí afhentu íslensk stjórnvöld Eftirlitsstofnun EFTA bréf efna- hags- og viðskiptaráðherra þar sem því var hafnað að Íslendingar hefðu brotið innstæðutryggingartilskipun Evrópusambandsins og þess krafist að málið yrðið látið niður falla. Bent var á að þrotabú Lands- bankans myndi standa undir þorra innstæðukrafna, útgreiðslur hæfust brátt og aðgerðir Breta og Hollendinga hefðu tafið fyrir uppgjöri. Hinn 5. maí var skrifað undir kjarasamninga landssambanda og stærstu félaga Alþýðusambands Íslands við Samtök atvinnulífsins. Meginatriði samninganna eru: Almenn prósentuhækkun launa yfir ákveðnum mánaðarlaunum, krónutöluhækkun kauptaxta sem eru undir þeim mörkum, hækkun lágmarkstekna og uppbætur vegna tafa á samn- ingsgerð. Svipaðir samningar voru síðan gerðir bæði á almennum og opinberum vinnumarkaði. Samningarnir gilda til 31. janúar 2014 ef forsendur ganga eftir. Samningar hefðu losnað 1. febrúar 2012 ef ýmis samningstengd loforð hefðu ekki verið lögfest fyrir 22. júní sl. For- sendur sem þurfa að vera uppfylltar við endurskoðun samningsins árið 2012 eru þær að kaupmáttur launa hafi aukist á tímabilinu desember 2010 til desember 2011, verðlag hafi verið stöðugt og gengi krón- unnar hafi styrkst marktækt frá gildistöku samningsins til ársloka 2011. Við seinni endurskoðun á árinu 2013 þarf kaupmáttur að hafa aukist á tímabilinu desember 2011 til desember 2012, tólf mánaða verðbólga að verða undir 2,5% í desember 2012 og þá þarf gengisvísitala krón- unnar að vera innan við gildið 190. Samkvæmt samningunum skulu laun yfir 282.353 kr. á mánuði hækka um 4,25% 1. júní 2011, laun yfir 314.286 kr. hækka um 3,5% 1. febrúar 2012 og laun yfir 338.462 kr. hækka um 3,25% 1. febrúar 2013. Kauptaxtar undir þessum mörkum hækka um 12 þ.kr. 1. júní 2011 og 11 þ.kr. 1. febrúar, bæði árin 2012 og 2013. Lágmarkstekjur fyrir fullt starf skulu nema a.m.k. 204 þ.kr. á mánuði í lok samningstímans, sem er 23,6% hækkun. Kostnaður atvinnurekenda eykst lítið vegna hækkunar lágmarkstekna enda fáir með þau kjör. Eingreiðslur vegna samningstafa nema 75 þ.kr., 50 þ.kr. greiddar út við samþykkt samningsins og 25 þ.kr. í tengslum við orlofs- og desemberuppbætur 2011. Áætlað er að brúttókostnaður þeirra launagreiðenda sem kjarasamningurinn tekur beint til verði um 13% á samningstímanum eða um 4,3% að meðaltali á ári. Nettókostnaður atvinnurekenda verður þó minni þar sem tryggingargjald mun lækka með lækkandi atvinnuleysi samkvæmt yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar. Við undirritun kjarasamninga lýsti ríkisstjórnin yfir að persónuafsláttur yrði verðtryggður, bætur almanna- og atvinnuleysistrygginga hækkaðar í takt við laun, tekjutenging barna- og vaxtabóta endurskoðuð og trygg- ingagjald lækkað í takt við lækkun útgjalda vegna atvinnuleysis. Heitið var rýmkun á skattaumhverfi fyrirtækja, umbótum í viðskiptaháttum og bættri stöðu starfsmanna við gjaldþrot. Stjórnvöld lýstu yfir að það væri markmið þeirra og aðila vinnumarkaðarins að fjárfestingarhlutfall fari
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94

x

Peningamál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.