Peningamál - 01.05.2010, Blaðsíða 7

Peningamál - 01.05.2010, Blaðsíða 7
ÞRÓUN OG HORFUR Í EFNAHAGS- OG PENINGAMÁLUM P E N I N G A M Á L 2 0 1 0 • 2 7 vegar dregið úr svigrúmi peningastefnunnar til að taka stærri skref í lækkun vaxta. Mikil verðbólga og tiltölulega háar verðbólguvæntingar hafa einnig dregið úr svigrúmi peningastefnunnar. Hjaðni verðbólga áfram, eins og spáð er, og haldist verðbólguvæntingar í skefjum, gætu vextir Seðlabankans lækkað áfram. Nánari umfjöllun um innlenda vaxtaþróun og peningamagn er að finna í kafla III. Áframhald alþjóðlegs efnahagsbata Alþjóðlegur efnahagsbati hófst snemma á síðasta ári í Asíu, en breidd- ist út um allan heim þegar líða tók á árið. Vöxturinn var drifinn áfram af aukinni framleiðslu iðnaðarvöru, sem hafði dregist verulega saman í kjölfar alþjóðlegu fjármálakreppunnar seint á árinu 2008. Landsframleiðsla tók að aukast á ný á þriðja ársfjórðungi meðal allra helstu viðskiptalanda Íslands og hélt áfram að vaxa á þeim fjórða. Horfur fyrir þetta ár hafa heldur batnað, en á heildina litið eru alþjóðlegar hagvaxtarhorfur mjög svipaðar og í janúarspánni. Hinn alþjóðlegi efnahagsbati kemur jafnframt fram í bættum horfum um alþjóðaviðskipti. Nú er talið að alþjóðaviðskipti hafi tekið að aukast á ný á þriðja ársfjórðungi síðasta árs og að batinn verði kröftugri en spáð var í janúar. Útflutningur Íslands hefur staðið alþjóðakreppuna ágætlega af sér og hefur dregist minna saman að magni en útflutningur í lönd- um þar sem útflutningur iðnaðarvöru vegur þyngra (sjá t.d. töflu 2 í rammagrein IV-1). Lækkun raungengis hefur bætt samkeppnisstöðu útflutnings- og samkeppnisatvinnugreina, en hefur einnig höggvið skarð í efnahag útflutningsfyrirtækja sem voru verulega skuldsett í erlendum gjaldmiðlum. Útflutningur vöru og þjónustu er nú talinn hafa aukist um 6,2% á síðasta ári og er því spáð að hann haldi áfram að vaxa á þessu ári um ½%. Gert er ráð fyrir að vöxtur útflutnings aukist enn frekar á næstu árum, sérstaklega frá árinu 2012 þegar við bætist aukinn útflutningur stóriðjuafurða. Nánari umfjöllun um alþjóðleg efnahagsmál, útflutning, ytri jöfnuð og ytri skilyrði íslensks þjóðarbúskapar er að finna í köflum II og VII. Horfur á heldur sterkara gengi krónunnar á spátímanum Gengi krónunnar hefur styrkst nokkuð frá síðustu Peningamálum, eins og áður hefur komið fram. Útlit er fyrir að viðskiptakjör muni batna töluvert á þessu ári og því næsta. Þegar er kominn töluverð- ur afgangur á vöru- og þjónustuviðskiptum og á viðskiptajöfnuði, þegar frá eru talin vaxtagjöld sem tengjast uppgjöri innlánsstofnana í slitameðferð. Til lengri tíma litið virðast því efnahagslegar forsendur hægfara styrkingar á gengi krónunnar vera fyrir hendi. Gert er ráð fyrir svipaðri gengisþróun og í janúarspánni, þótt útlit sé fyrir að gengið verði heldur sterkara en þá var talið. Í spánni er gert ráð fyrir að gengi krónunnar verði rúmlega 167 kr. gagnvart evru á árinu 2012 sem er rúmlega 3% hærra gengi en áætlað var í janúar. Frekari umfjöllun um þróun á gjaldeyrismarkaði er að finna í kafla III. Útlit fyrir minni samdrátt innlendrar eftirspurnar … Samkvæmt bráðabirgðatölum Hagstofu Íslands tók árstíðarleiðrétt einkaneysla að vaxa á þriðja ársfjórðungi síðasta árs og hélt hún áfram Breyting frá fyrra ári (%) Mynd I-3 Hagvöxtur í helstu viðskiptalöndum Íslands - samanburður við PM 2010/1 Heimildir: Global Insight, Reuters EcoWin, Seðlabanki Íslands. -6 -5 -4 -3 -2 -1 0 1 2 3 4 PM 2010/2 PM 2010/1 ‘13201220112010200920082007 Heimild: Seðlabanki Íslands. Mynd I-4 Gengi krónu gagnvart evru - samanburður við PM 2010/1 Kr. /evra PM 2010/2 PM 2010/1 80 100 120 140 160 180 200 ‘13201220112010200920082007 Heimildir: Hagstofa Íslands, Seðlabanki Íslands. Mynd I-5 Einkaneysla - samanburður við PM 2010/1 Breyting frá fyrra ári (%) PM 2010/2 PM 2010/1 -25 -20 -15 -10 -5 0 5 10 15 ‘13201220112010200920082007
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94

x

Peningamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.