Peningamál - 01.05.2010, Blaðsíða 45

Peningamál - 01.05.2010, Blaðsíða 45
ÞRÓUN OG HORFUR Í EFNAHAGS- OG PENINGAMÁLUM P E N I N G A M Á L 2 0 1 0 • 2 45 ari og erfiðara að dreifa áhættu en í stærri ríkjum sem geta dreift áhættu meðal stærri hóps einstaklinga. Heimili eiga því erfiðara með að jafna sveiflur í einkaneyslu. Atvinnuuppbygging Íslands gerir það líklega að verkum að efnahagssveiflur vegna ytri áfalla og búhnykkja verða að jafnaði meiri hér en í öðrum OECD-ríkjum. Vægi auðlinda- og hrávöruvinnslu er meira hér en víðast hvar í ríkjum OECD. Vægi hrávöru og matvæla í vöruútflutningi Íslendinga nam t.d. um 80% árið 2006 á meðan hlut- fallið var 27% að meðaltali í OECD-ríkjunum. Að sama skapi var vægi iðnaðarvöruútflutnings einungis um 19% en um 69% hjá OECD- ríkjum, sem gerir Ísland háð innflutningi á slíkum vörum. Íslenskt atvinnulíf er því berskjaldað fyrir sveiflum í verði hrávöru, sem hefur tilhneigingu til að sveiflast mikið. Þetta kemur fram í sveiflukenndari viðskiptakjörum en einnig í sveiflum sem rekja má til aflabragða.6 Sveiflukennt umhverfi íslenskra fyrirtækja segir þó ekki alla söguna því að í þessu samhengi skiptir einnig máli hversu mikil áhrif efnahagssveiflur hafa á afkomu heimila og hversu auðvelt það er fyrir þau að takast á við slíkar sveiflur (sjá t.d. Loayza o.fl., 2007). Sveiflur í raunlaunum mælast þær mestu hér á landi meðal OECD- ríkja á sama tíma og sparnaður íslenskra heimila hefur jafnan verið lítill. Á móti kemur reyndar öflugt lífeyrissjóðakerfi en það nýtist hins vegar einungis að takmörkuðu leyti til sveiflujöfnunar í einkaneyslu, því að sá lífeyrissparnaður er bundinn til langs tíma og því ekki nema að mjög takmörkuðu leyti aðgengilegur til ráðstöfunar á hverjum tíma. Til viðbótar hefur skatta- og bótakerfið á Íslandi tilhneigingu til að hvetja til skuldsetningar og að heimili ráðstafi tiltölulega stórum hluta sparnaðar í húsnæði sem gerir sveiflujöfnun einkaneyslu enn erfiðari. Tiltölulega vanþróað innlent fjármálakerfi dregur einnig úr möguleikum íslenskra heimila til sveiflujöfnunar, eins og áður segir, og því er líklega nokkuð stór hluti íslenskra heimila bundinn af nú- verandi tekjum við neysluákvarðanir á hverjum tíma. Önnur mikilvæg skýring mikilla sveiflna á Íslandi er líklega sú að sveiflujöfnun innlendrar hagstjórnar hafi ekki tekist nægilega vel. Þannig hafa opinber fjármál yfirleitt lagst með hagsveiflunum fremur en að vinna á móti þeim til að jafna þær. Innlendri stjórn peninga- mála hefur heldur ekki tekist að skapa nægilega trausta kjölfestu fyrir verðbólgu og verðbólguvæntingar og því ekki tekist að tryggja verðstöðugleika sem jafnan er grunnforsenda efnahagslegs stöð- ugleika til langs tíma. Að lokum er spurning hvort rekja megi sveiflukennda einka- neyslu til mikilla og tíðra breytinga á gengi krónunnar. Eins og áður hefur komið fram er innlend framleiðsla á iðnaðarvöru lítil og því er stærstur hluti iðnaðarvöru og varanlegrar og óvaranlegrar neyslu- vöru fluttur inn. Miklar gengissveiflur geta því haft töluverð áhrif á einkaneyslu með því að breyta hlutfallslegu verði innlendra og inn- fluttra afurða. Áhrifin geta einnig verið óbein í gegnum sveiflur í verðbólgu og launatekjum. Ætla má að þessi áhrif séu veigameiri eftir því sem gengi gjaldmiðilsins sveiflast meira með hagsveiflunni, en íslenska krónan hefur meiri tilhneigingu til að sveiflast með hag- sveiflunni en gjaldmiðlar flestra annarra ríkja (Þórarinn G. Pétursson, 2010). Þetta sést einnig á mynd 5 og töflu 3 sem sýna að einkaneysla sveiflast náið með gengi krónunnar og kaupmætti ráðstöfunartekna. Á hinn bóginn virðast sveiflur í einkaneyslu ekki fylgja náið sveiflum í auðsáhrifum vegna breytinga á hlutabréfaverði, a.m.k. ekki umfram það sem kemur fram í ráðstöfunartekjum heimila. Sveiflurnar eru hins vegar tengdari sveiflum í fasteignaverði, sem er í samræmi við reynslu annarra ríkja, og virðast sveiflur í húsnæðisverði leiða sveiflu einkaneyslu. 6. Sjá t.d. grein Más Guðmundssonar, Arnórs Sighvatssonar og Þórarins G. Péturssonar (2000), þar sem sýnt er fram á að mikinn hluta hagsveiflna á Íslandi má rekja til sveiflna í viðskiptakjörum og aflabrögðum. 1. Gögn eru árstíðarleiðrétt og síuð með Baxter-King tíðnisíu. Heimildir: Hagstofa Íslands, Seðlabanki Íslands. Mynd 5 Sveiflur í einkaneyslu, ráðstöfunartekjum og gengi1 Einkaneysla (v. ás) Gengi (h. ás, öfugur skali) Ráðstöfunartekjur (v. ás) -0,15 -0,12 -0,09 -0,06 -0,03 0,00 0,03 0,06 0,09 0,12 0,15 0,25 0,20 0,15 0,10 0,05 0,00 -0,05 -0,10 -0,15 -0,20 -0,25 ‘72 ‘75 ‘80 ‘85 ‘90 ‘95 ‘00 ‘05
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94

x

Peningamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.