Peningamál - 01.05.2010, Blaðsíða 8

Peningamál - 01.05.2010, Blaðsíða 8
ÞRÓUN OG HORFUR Í EFNAHAGS- OG PENINGAMÁLUM P E N I N G A M Á L 2 0 1 0 • 2 8 að vaxa á þeim fjórða. Samdráttur einkaneyslu á síðasta ári varð því heldur minni en janúarspá Seðlabankans gerði ráð fyrir. Horfur fyrir einkaneyslu á þessu ári hafa jafnframt batnað frá síðustu spá og er áætlað að hún vaxi um rúmlega 1% á þessu ári í stað þess að drag- ast saman um rúmlega 1% samkvæmt janúarspánni. Horfur um einkaneyslu á næstu tveimur árum eru svipaðar og spáð var í janúar, þótt útlit sé fyrir heldur meiri vöxt meginhluta spátímans. Talið er að þróun samneyslu verði með svipuðum hætti og í síðustu spá. Nýjar tölur Hagstofunnar gefa þó til kynna að samdrátt- urinn á síðasta ári hafi verið töluvert meiri en fyrri tölur Hagstofunnar sýndu, en nær því sem Seðlabankinn hafði spáð framan af árinu, áður en bráðabirgðatölur Hagstofunnar fyrir fyrstu fjórðunga ársins birtust. Aðhaldsáætlanir stjórnvalda virðast því hafa gengið betur eftir en útlit var fyrir. Því eru taldar góðar horfur á að áætlanir fyrir þetta ár gangi eftir. Sparnaðarþörf er þó heldur minni en áður var talið sakir betri afkomu og er svigrúmið að hluta nýtt til þess að styðja við efnahags- batann. Þróun fjármunamyndunar á síðasta ári var mjög svipuð og spáð var í janúar. Samdrátturinn reyndist tæplega 50% frá fyrra ári, en spáð hafði verið rúmlega 48% samdrætti. Hins vegar er útlit fyrir að sam- dráttur þessa árs verði nokkru meiri en spáð var í janúar og helgast það að mestu af frekari seinkun stóriðjuframkvæmda, þótt samdráttur annarrar atvinnuvegafjárfestingar verði einnig heldur meiri en þá var spáð. Áætlað er að heildarfjárfesting dragist saman um rúmlega 10% á þessu ári, en í janúar hafði verið spáð tæplega 6% samdrætti. Sakir seinkunarinnar færist hluti stóriðjufjárfestingar yfir á næsta ár. Vöxtur fjármunamyndunar á því ári verður því meiri, eða tæplega 25%. Spáin fyrir árið 2012 breytist hins vegar lítið. Á heildina litið er því útlit fyrir að þjóðarútgjöld dragist nokkru minna saman á þessu ári, eða sem nemur tæplega 2% í stað tæplega 3% í janúarspánni. Vöxtur þjóðarútgjalda er jafnframt áætlaður heldur meiri á næsta ári. Meiri þjóðarútgjöld leiða til þess að innflutningur vex meira á þessu og næsta ári. Sterkara gengi krónunnar og aukin birgða- söfnun í kjölfar þess að innflytjendur höfðu gengið á birgðir hefur þar einnig áhrif. Nánari umfjöllun um fjármálaleg skilyrði einkageirans er að finna í kafla III og um almenna eftirspurn einkageirans og hins opinbera í köflum IV og V. … en efnahagsbatanum seinkar enn frekar Samkvæmt bráðabirgðatölum Hagstofunnar reyndist samdráttur lands- framleiðslu á síðasta ári minni en áætlanir Seðlabankans frá því í janúar gerðu ráð fyrir. Seðlabankinn hafði spáð 7,7% samdrætti en bráðabirgðatölur Hagstofunnar benda til að hann hafi verið 6,5%.3 Nýjustu hagvísar gefa einnig tilefni til að ætla að samdrátturinn á 3. Munurinn liggur að miklu leyti í því að í spám bankans hefur hingað til verið horft fram hjá áhrifum keðjutengingar þjóðhagsreikninga á spár um þjóðarútgjöld og hagvöxt og spár um þessar stærðir fengnar með samlagningu undirþátta út frá skilgreiningu þjóðhagsreikninga. Hingað til hafa áhrif þess að horfa fram hjá áhrifum keðjutengingarinnar verið sáralítil en á síðasta ári var munurinn töluverður vegna mikilla breytinga hlutfallslegs verðs helstu þjóðhagsstærða. Aðferðafræði bankans við þjóðhagsspár hefur því verið endurskoðuð í þessu ljósi og mun framvegis taka tillit til áhrifa keðjutengingarinnar. Nánari umfjöllun um hagvaxtarþróun síðasta árs í samanburði við spár Seðlabankans er að finna í Viðauka 2. Heimildir: Hagstofa Íslands, Seðlabanki Íslands. Mynd I-6 Fjárfesting - samanburður við PM 2010/1 Breyting frá fyrra ári (%) PM 2010/2 PM 2010/1 -70 -60 -50 -40 -30 -20 -10 0 10 20 30 ‘13201220112010200920082007 Heimildir: Hagstofa Íslands, Seðlabanki Íslands. Mynd I-7 Þjóðarútgjöld - samanburður við PM 2010/1 Breyting frá fyrra ári (%) PM 2010/2 PM 2010/1 -30 -25 -20 -15 -10 -5 0 5 10 ‘13201220112010200920082007
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94

x

Peningamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.