Peningamál - 01.05.2010, Blaðsíða 22

Peningamál - 01.05.2010, Blaðsíða 22
ÞRÓUN OG HORFUR Í EFNAHAGS- OG PENINGAMÁLUM P E N I N G A M Á L 2 0 1 0 • 2 22 Raungengi í sögulegu lágmarki Raungengi náði lágmarki í ágúst á síðasta ári og hefur hækkað um rúm 6% síðan. Það er þó enn um 25% lægra en meðaltal sl. 10-20 ára og gert er ráð fyrir að það verði einungis tæplega 4% hærra í ár en í fyrra. Lágt raungengi hefur styrkt samkeppnisstöðu útflutn- ings- og samkeppnisgeirans en á móti veldur það vanda hjá þeim fyrirtækjum sem eru mjög skuldsett í erlendri mynt. Þróun raungengis hefur tilhneigingu til að fylgja nokkuð þróun viðskiptakjara (sjá nánar í rammagrein II-1). Viðskiptakjarabata ætti því að fylgja hægfara styrk- ing raungengis í átt að langtímajafnvægi þess. Hins vegar er líklegt að raungengið haldist nokkuð lágt á næstu árum sem mun styðja enn frekar við útflutningsdrifinn hagvöxt og tryggja nægan afgang á við- skiptum við útlönd svo að þjóðarbúið geti staðið undir mikilli erlendri skuldsetningu. Horfur á áframhaldandi vexti útflutnings Eins og áður hefur komið fram eru efnahagshorfur í helstu viðskipta- löndum Íslands svipaðar eða jafnvel aðeins betri en gert var ráð fyrir í síðustu spá Peningamála. Horfur um verðlag helstu útflutningsafurða landsins hafa batnað og því er nú gert ráð fyrir að verðmæti útfluttrar vöru og þjónustu verði töluvert meira á þessu ári en í fyrra, en að magnaukningin verði einungis um ½%, þar sem útflutningsmagn sjávarafurða dregst saman. Útflutningur annarrar vöru en iðnaðarvöru og sjávarafurða eykst einnig lítillega þar sem mikið var flutt út af flug- vélum, skipum og bílum á síðasta ári, sem ekki er gert ráð fyrir í ár. Lágt raungengi og áframhaldandi bati í alþjóðaviðskiptum ættu að ýta enn frekar undir vöxt útflutnings á árunum 2011 og 2012. Spáð er 1% vexti útflutnings árið 2011 og um 2½% vexti árið 2012, en þá er gert ráð fyrir auknum álútflutningi. Breyting frá fyrra ári (%) nema annað sé tekið fram1 2009 2010 2011 2012 Útflutningur vöru og þjónustu 6,2 (1,6) 0,4 (1,5) 1,0 (1,7) 2,6 (5,2) Útflutningsframleiðsla sjávarafurða 3,4 (4,0) -2,2 (-5,1) 0,0 (0,0) 0,0 (0,0) Útflutningsframleiðsla stóriðju 3,8 (6,0) 1,7 (2,4) 0,0 (0,0) 5,0 (9,7) Verð sjávarafurða í erlendri mynt -12,8 (-10,4) 5,8 (2,4) 2,5 (2,0) 2,4 (2,1) Verð áls í USD2 -35,8 (-35,4) 27,2 (26,9) 6,5 (7,8) 2,2 (5,1) Verð eldsneytis í USD3 -36,3 (-37,2) 29,6 (30,3) 4,9 (9,7) 3,6 (2,4) Viðskiptakjör vöru og þjónustu -7,0 (-7,0) 5,5 (4,7) 2,1 (0,5) 0,6 (0,3) Verðbólga í helstu viðskiptalöndum4 0,3 (0,3) 1,4 (1,3) 1,5 (1,7) 1,7 (1,9) Hagvöxtur í helstu viðskiptalöndum4 -3,7 (-3,6) 1,4 (1,3) 2,1 (2,2) 2,3 (2,6) Skammtímavextir í helstu viðskiptalöndum (%)5 1,1 (1,2) 0,7 (0,5) 1,7 (1,0) 2,9 (2,5) 1. Tölur í svigum eru spá Peningamála 2010/1. 2. Spá byggð á framvirku álverði og spám greiningaraðila. 3. Spá byggð á framvirku eldsneytisverði og spám greiningaraðila. 4. Spá frá Consensus Forecasts og Global Insight. 5. Spá byggð á vegnu meðaltali framvirkra vaxta helstu viðskiptalanda Íslands. Heimildir: Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn, Bloomberg, Consensus Forecasts, Global Insight, Hagstofa Íslands, New York Mercantile Exchange, Seðlabanki Íslands. Tafla II-1 Útflutningur og helstu forsendur fyrir þróun ytri skilyrða 1. Grunnspá Seðlabankans 2010-2012. Heimildir: Hagstofa Íslands, Seðlabanki Íslands. Breytingar frá fyrra ári (%) Mynd II-13 Þróun útflutnings og framlag undirliða hans 2000 - 20121 Útflutningur vöru og þjónustu Annar útflutningur Sjávarafurðir Ál -10 -5 0 5 10 15 20 ‘12‘11‘10‘09‘08‘07‘06‘05‘04‘03‘02‘01‘00 Heimild: Seðlabanki Íslands. Vísitala, meðaltal 2000 = 100 Mynd II-12 Raungengi 1. ársfj. 2000 - 1. ársfj. 2010 Hlutfallslegur launakostnaður Hlutfallslegt neysluverð 50 60 70 80 90 100 110 120 ‘10‘09‘08‘07‘06‘05‘04‘03‘02‘01‘00
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94

x

Peningamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.