Peningamál - 01.05.2010, Page 22

Peningamál - 01.05.2010, Page 22
ÞRÓUN OG HORFUR Í EFNAHAGS- OG PENINGAMÁLUM P E N I N G A M Á L 2 0 1 0 • 2 22 Raungengi í sögulegu lágmarki Raungengi náði lágmarki í ágúst á síðasta ári og hefur hækkað um rúm 6% síðan. Það er þó enn um 25% lægra en meðaltal sl. 10-20 ára og gert er ráð fyrir að það verði einungis tæplega 4% hærra í ár en í fyrra. Lágt raungengi hefur styrkt samkeppnisstöðu útflutn- ings- og samkeppnisgeirans en á móti veldur það vanda hjá þeim fyrirtækjum sem eru mjög skuldsett í erlendri mynt. Þróun raungengis hefur tilhneigingu til að fylgja nokkuð þróun viðskiptakjara (sjá nánar í rammagrein II-1). Viðskiptakjarabata ætti því að fylgja hægfara styrk- ing raungengis í átt að langtímajafnvægi þess. Hins vegar er líklegt að raungengið haldist nokkuð lágt á næstu árum sem mun styðja enn frekar við útflutningsdrifinn hagvöxt og tryggja nægan afgang á við- skiptum við útlönd svo að þjóðarbúið geti staðið undir mikilli erlendri skuldsetningu. Horfur á áframhaldandi vexti útflutnings Eins og áður hefur komið fram eru efnahagshorfur í helstu viðskipta- löndum Íslands svipaðar eða jafnvel aðeins betri en gert var ráð fyrir í síðustu spá Peningamála. Horfur um verðlag helstu útflutningsafurða landsins hafa batnað og því er nú gert ráð fyrir að verðmæti útfluttrar vöru og þjónustu verði töluvert meira á þessu ári en í fyrra, en að magnaukningin verði einungis um ½%, þar sem útflutningsmagn sjávarafurða dregst saman. Útflutningur annarrar vöru en iðnaðarvöru og sjávarafurða eykst einnig lítillega þar sem mikið var flutt út af flug- vélum, skipum og bílum á síðasta ári, sem ekki er gert ráð fyrir í ár. Lágt raungengi og áframhaldandi bati í alþjóðaviðskiptum ættu að ýta enn frekar undir vöxt útflutnings á árunum 2011 og 2012. Spáð er 1% vexti útflutnings árið 2011 og um 2½% vexti árið 2012, en þá er gert ráð fyrir auknum álútflutningi. Breyting frá fyrra ári (%) nema annað sé tekið fram1 2009 2010 2011 2012 Útflutningur vöru og þjónustu 6,2 (1,6) 0,4 (1,5) 1,0 (1,7) 2,6 (5,2) Útflutningsframleiðsla sjávarafurða 3,4 (4,0) -2,2 (-5,1) 0,0 (0,0) 0,0 (0,0) Útflutningsframleiðsla stóriðju 3,8 (6,0) 1,7 (2,4) 0,0 (0,0) 5,0 (9,7) Verð sjávarafurða í erlendri mynt -12,8 (-10,4) 5,8 (2,4) 2,5 (2,0) 2,4 (2,1) Verð áls í USD2 -35,8 (-35,4) 27,2 (26,9) 6,5 (7,8) 2,2 (5,1) Verð eldsneytis í USD3 -36,3 (-37,2) 29,6 (30,3) 4,9 (9,7) 3,6 (2,4) Viðskiptakjör vöru og þjónustu -7,0 (-7,0) 5,5 (4,7) 2,1 (0,5) 0,6 (0,3) Verðbólga í helstu viðskiptalöndum4 0,3 (0,3) 1,4 (1,3) 1,5 (1,7) 1,7 (1,9) Hagvöxtur í helstu viðskiptalöndum4 -3,7 (-3,6) 1,4 (1,3) 2,1 (2,2) 2,3 (2,6) Skammtímavextir í helstu viðskiptalöndum (%)5 1,1 (1,2) 0,7 (0,5) 1,7 (1,0) 2,9 (2,5) 1. Tölur í svigum eru spá Peningamála 2010/1. 2. Spá byggð á framvirku álverði og spám greiningaraðila. 3. Spá byggð á framvirku eldsneytisverði og spám greiningaraðila. 4. Spá frá Consensus Forecasts og Global Insight. 5. Spá byggð á vegnu meðaltali framvirkra vaxta helstu viðskiptalanda Íslands. Heimildir: Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn, Bloomberg, Consensus Forecasts, Global Insight, Hagstofa Íslands, New York Mercantile Exchange, Seðlabanki Íslands. Tafla II-1 Útflutningur og helstu forsendur fyrir þróun ytri skilyrða 1. Grunnspá Seðlabankans 2010-2012. Heimildir: Hagstofa Íslands, Seðlabanki Íslands. Breytingar frá fyrra ári (%) Mynd II-13 Þróun útflutnings og framlag undirliða hans 2000 - 20121 Útflutningur vöru og þjónustu Annar útflutningur Sjávarafurðir Ál -10 -5 0 5 10 15 20 ‘12‘11‘10‘09‘08‘07‘06‘05‘04‘03‘02‘01‘00 Heimild: Seðlabanki Íslands. Vísitala, meðaltal 2000 = 100 Mynd II-12 Raungengi 1. ársfj. 2000 - 1. ársfj. 2010 Hlutfallslegur launakostnaður Hlutfallslegt neysluverð 50 60 70 80 90 100 110 120 ‘10‘09‘08‘07‘06‘05‘04‘03‘02‘01‘00

x

Peningamál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.