Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 14.01.1994, Qupperneq 2

Vestfirska fréttablaðið - 14.01.1994, Qupperneq 2
Föstudagur 14. janúar 1994 VESTFIRSKA J FRÉTTABLAÐIÐ Viötal við Hafstein Ingólfsson svæöisstjóra: Forkastanleg vinnubrögð bæjarstjóra og bæjarstjórnar í sjö mánuði við að segja svæðisstjóra skíðasvæðis upp störfum - bæjarstjóri sendi Hafsteini og fjölskyldu hans nýárskveöjur í uppsagnarbréfinu þegar hann gerir hann atvinnulausan og þakkar góð og óeigingjörn störf Eins og sagt var frá hér í blaðinu í síðustu viku hafa bæjaryfirvöld á Isafirði sagt Hafsteini Ingóifssyni, svæði- stjóra skíðasvæðisins á Selja- landsdal, upp störfum. Rekstur skíðasvæðisins hefur verið færður undir Áhaldahús Isa- fjarðar og þar með bæjarverk- stjóra. Hafsteinn mun eiga að gegna störfum til vors, undir stjóm Áhaldahússins. I samtali við blaðið sagði Smári Har- aldsson, Hafstein vera fyrir- myndar starfsmann og uppsögn hans byggðist á skipulags- breytingum. Þetta er hið und- arlegasta mál því Hafsteinn hefur verið svæðisstjóri á Dalnum í níu ár við góðan orð- stýr og het'ur átt mikinn þátt í þeirri gríðarlegu uppbyggingu sem þar hefur átt sér stað. I uppsagnabréfi sem bæjar- stjórinn á Isafirði, Smári Har- aldsson, sendi honum og dag- sett er á gamlársdag og Hafsteinn fékk 4. janúar kemur fram að uppsögnin byggist á skipulagsmálum og hafi á- kvörðun verið tekin á fundi bæjarstjórnar 16. desember. Starfslok verði 20. maí í vor. Einnig kemur fram að starfslok fari eftir ráðningarsamningi, kjarasamningum og lögum. Sagt er að næsti yfirmaður Hafsteins verði bæjarverkstjóri et'tir áramótin og að hann verði starfsmaður áhaldahúss. „Und- irritaður þakkar þér góð og ó- eigingjörn störf í þágu skíða- svæðisins á undanförnum árum og sendir þér og fjölskyldu þinni bestu nýárskveðjur." Þetta var niðurlag bréfsins og heldur kaldar nýárskveðjur til starfmanns sem unnið hefur sitt starf af trúmennsku í níu ár. Samkvæmt þeim samningi sem Hafsteinn gerði við Har- ald. L. Haraldsson, fyrrverandi bæjarstjóra, fyrir níu árum virðist það vera brot á samn- ingnum að setja hann undir á- haldahúsið, því samningnum er ekki hægt að segja upp nema með 3ja mánaða fyrirvara. Því er ekki hægt að setja starfs- manninn undir áhaldahúsið fyrr en þremur mánuðum eftir upp- sögn samningsins. Það er a.m.k. álit lögfræðings sem er að kanna þessi mál fyrir Haf- stein. Virðist því mál þetta ætla að draga dilk á eftir sér. Vest- firska hitti Hafstein á miðviku- dagskvöldið og ræddi við hann um þessi mál og bað hann að lýsa atburðarásinni eins og hún kemur honum fyrir sjónir. ALDREI VERIÐ FUNDIÐ AÐ STÖRFUM HAFSTEINS „Það hefur aldrei verið fundið að störfum mínum á skíðasvæðinu", sagði Haf- steinn. „I enduðum maí á síð- asta ári fór ég á árlegan fund allra svæðistjóra skíðasvæða austur á firði. Á meðan ég var á fundinum frétti eiginkona mín að búið væri að segja mér upp störfum. Hún var einnig spurð hvað ég ætlaði að gera næsta vetur. Hún fór þá á fund til bæjarstjóra að ræða við hann um þessi mál. Smári sagði við hana: „Elsku Kiddý mín, þú þarft ekki að hafa neinar á- hyggjur af þessu.“ Hann klappaði henni á öxlina. „Með- an við njótum starfskrafta Haf- steins þá getur hann starfað svo lengi sem hann hefur heilsu og krafta til.“ Þegar ég kem svo aftur að austan segir konan mér þetta. Svo í byrjun júní fór ég að heyra þetta í bænum að eitt- hvað sé á ferðinni í þá veru að segja mér upp. Eg fór því á bæjarskrifstofurnar til að tala við Björn Helgason, íþrótta-og æskulýðsfulltrúa, en hann er minn yfirmaður. Á ganginum hitti ég bæjar- stjórann. Hann hnippti í mig og sagði: „Þú sóttir ekki um verk- stjórastarfið hjá bænum.“ „Hvað átti ég að gera með það?“, sagði ég. Við ræddum þetta ekkert frekar þarna frammi á ganginum. Við fórum svo, við Björn, til fundar við bæjarstjórann. Þar segir hann okkur að svo gott sé búið að ráða verkstjóra í Áhaldahúsið og hann eigi að fara á snjó- troðarann uppi á Dal. Við spurðum þá hvort eitthvað væri verið að hrófla við mínu starfi en hann sagði svo ekki vera. „Þú mátt vera þarna svo lengi sem þú vilt og það verður ekk- ert hróflað við þínu starfi. Það er ekkert verið að hugsa um það“, sagði hann. Einnig sagði hann að verkstjórinn nýráðni yrði á snjótroðaranum og þá yrði kominn fastur maður á hann. „Er það ekki það sem þú hefur viljað?“, spurði hann svo. Eg var mjög ánægður með þetta og við vorum sammála um þetta fyrirkomulag. Við vorum búnir að ræða þetta áður ég og Smári að samnýta menn úr Á- haldahúsinu og við vorum sammála um að það sé lág- markskrafa að þeir sem komi á skíðasvæðið, kunni eitthvað fyrir sér á skíðum öryggisins vegna. Það þarf ekki annað en að maður detti uppi í Gili við efri lyftuna og meiði sig. Þá þurfa að fara a.m.k. tveir menn uppeftir með börur og þangað er ekki komist á neinum tækj- um. Það þurfa að vera menn sem kunna vel á skíðum. Hann var sammála þessu og að það yrðu ráðnir menn í Áhaldahús- ið sem geti farið á skíði. Síðan þetta viðtal átti sér stað er búið að ráða tvo fullorðna menn í Áhaldahúsið og eru þeir hvor- ugir neinir sérstakir skíðamenn. Ég ætla samt ekki að leggja neitt sérstakt mat á það. Síðan yfirgáfum við Björn fundinn á- nægðir vegna þess að ekkert væri verið að hrófla við starfi mínu og allt í góðu lagi.“ Hafsteinn Ingólfsson. EKKI HÆGT AÐ LÝSA ÞESSUM VINNU- BRÖGÐUM „Síðan yfir sumarið sinnti ég útgerð minni eins og venjulega. 24. ágúst fór ég svo á fund bæjarstjóra eftir að hafa farið til Björns eins og venjulega til að ræða málin og hvað þurfi að gera á Dalnum fyrir veturinn. Við vissum báðir að það átti eftir að klára að mála lyfturnar. Þegar við komum á fund Smára sagði hann: „Nú verður eitt- hvað breytt starfsemi og það er ekkert víst að þú verðir þarna í vetur.“ Sagðist hann ætla að fá það á hreint hjá meirihluta bæjarstjórnar hvað eigi að gera við mig. Síðan gerði hann mér grein fyrir því að það sé á- kveðið að segja mér upp störf- um. Þá las hann fyrst fyrir mig minnispunkta um hvað gert var 31. maí og þá hafði verið á- kveðið að segja mér upp. Ég var að heyra þetta í fyrsta skipti og varð alveg klumsa. Ég á ekki eitt einasta orð til að lýsa þess- um vinnubrögðum. Ég varð satt að segja alveg bálreiður." TALAÐI VIÐ ALLA BÆJARFULLTRÚA „Ég talaði við alla bæjarfull- trúana. Ég talaði fyrst við full- trúa Framsóknarflokksins, Kristinn Jón Jónsson. Hann sagði: „Er þetta nú komið á dagskrá eina ferðina enn.“ Hann sagði mér að ekki stæði til að verkstjórinn yrði yfir- maður á skíðasvæðinu. Hann yrði bara á troðaranum í vetur. Svo talaði ég við Bryndísi Friðgeirsdóttur hjá Alþýðu- bandalaginu. „Hafsteinn! Það er ekkert verið að tala um að segja þér upp. Það kemur ekk- ert til þess.” Síðan hitti ég Hans Georg Bæringsson, sjálfstæð- ismann og formann bæjarráðs, og hann sagði mér hreint út ná- kvæmlega hvernig þetta hefði verið samþykkt. Hann var mjög hissa á þeim vinnubrögðum sem viðhöfð höfðu verið á bæjarskrifstofunum í þessu máli öllu. Einnig varhann hissa á því að ekki væri löngu búið að segja mér upp. „Þannig átti þetta að vera og þannig verður þetta", sagði Hans Georg. FORSETINN SAGÐI ÞETTA TÓMT RUGL „ Einnig talaði ég við Einar Garðar Hjaltason, sjálfstæðis- Seljalandsdalur. mann og forseta bæjarstjórnar. Hann sagði þetta mál tómt rugl og þetta væri bara einhver loft- bóla sem væri á ferðinni núna. „Vertu bara rólegur og þú þarft ekki að gera neitt. Eftir svona hálfan mánuð þá verður þetta hjaðnað og allir búnir að gleyma þessu“, sagði hann. Ég var ekki alveg sáttur við þetta því ef ég þarf að gera eitthvað vil ég gera það sem fljótast og hraðast. Ég hélt því minni yfir- reið rnilli bæjarfulltrúanna og allir sögðu sitt á hvað. Það voru óskapleg læti út af þes-su máli, meirihlutafundir o.fl. Útkoman úr þessu varð sú eftir allt þetta tal fram og til baka og það var samþykkt í meirihlutanum að draga það til baka að segja mér upp. Ég varð harðánægður með það. En það var tilbúið bréf þar sem hluta af samningi við mig var sagt upp, 4. grein. Hún segir að ef ekkert er að gera á skíða- svæðinu frá 1. október til 30. desember þá megi segja mér upp með viku fyrirvara af beggja hálfu og sé enginn snjór þá standi til að gera það. Sama gildir frá 1. maí til 20. maí þótt aldrei hafi reynt á það því þann tíma höfum við notað til að ganga frá eftir veturinn. En tímann frá 1. október til 30. desember höfðum við notað til að standsetja lyftur og lagfæra það sem lagfæra þarf. Þessir hlutir verða að vera í lagi þann stutta tíma sem skfðasvæðið er opið yfir veturinn. Að morgni dags um leið og bæjarskrifstof- urnar voru opnaðar var stærsti maðurinn á skrifstofunum, Sigurður Mar Oskarsson, send- ur heim til mín á einkabifreið með þetta bréf þar sem þessum hluta samningsins er sagt upp. Þetta þýddi það að ég mátti ekki fara upp á Dal til þess að gera eitt eða neitt. Nokkrar vikur liðu og veður fór kólnandi svo erfiðara var að vinna undirbúningsvinnu á skíðasvæðinu, jarðvinnu og annað, því það færi að frjósa hvað úr hverju. Eftir að ég fékk bréfið var mér gert að skrifa skýrslu um skíðasvæðið, hvað ætti eftir að vinna þar og hvað það mundi kosta. Ég á að gera þetta eftir að búið er að segja mér upp. Ég gerði það nú samt og afhenti íþróttafuiltrúanum skýrsluna. Skýrslan var lögð fyrir bæjarráð og það sam- þykkti að vinna þessa vinnu. Hluta verkanna var ekki hægt að framkvæma vegna þess hve áliðið var orðið hausts.“ UPPSÖGNIN SAM- ÞYKKT UM MIÐJAN DESEMBER „Ég fór svo upp á svæðið í nóvember og þá í góðri trú að ég yrði þarna áfram. Ég tók báða troðarana í gegn og yfir- fór þá, og allar lyfturnar og gerði allt klárt. Þegar skíða- svæðið var búið að vera opið í þrjá, fjóra daga hringdi í- þróttafulltrúinn í mig og sagð- ist hafa verið að fá bréf inn á borð til sín sem segi að búið sé að segja mér upp. Það hafði verið samþykkt í bæjarstjórn 16. desember að segja mér upp. Ég fékk samt ekki að vita þetta formlega fyrr en 4. janúar að ég fékk uppsagnarbréfið í hendur um hádegið í pósti. Ég fékk bréfið daginn áður en ég las um uppsögn mína í Vestfirska fréttablaðinu.“ „Ég hef unnið eftir þessum samningi sem gerður var milli mín og bæjarstjóra frá 1986 og honum hefur ekkert verið breytt. í uppsagnarbréfinu, sem er undirritað af bæjarstjóra, segir að ég eigi að vinna eftir þessum samningi og starfslok fari eftir samningnum, kjara- samningum og lögum.

x

Vestfirska fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.