Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 14.01.1994, Page 8

Vestfirska fréttablaðið - 14.01.1994, Page 8
8 VESTFIRSKA FRÉTTABLAÐIÐ Á minjasafninu í Nanortalik gafst kjöriö tækifæri til aö máta þennan kajak sem reyndist þó vera tveim eða þrem númerum of lítill. matvælaframleiðsla er vart fyrir hendi á Grænlandi nema í litlu mæli. talsvert er flutt inn af kjöti og jafnvel alla leið frá Nýja- Sjálandi. Reynt hefur verið að þrauka við selveiðarnar Þrátt fyrir þá skemmdar- starfsemi sem unnin var á sel- skinnamarkaði Grænlendinga, þá hafa þeir lengi haldið í von- ina að úr rættist. I þeirri von var veiðum haldið áfram og skinn- in geymd í salti. nú er hins- vegar svo komið að í Juleane- háb eru nú miklar brigðir til af söltuðum selskinnum. Alls voru þar í geymslum síðast- liðið haust um 100 til 200 þús- und skinn sem ekki seljast. Menn hafa verið með hug- myndir um að reysa sútunar- verksmiðju og hefja frekari vinnslu á skinnum, en allt strandar þetta á markaðs- aðstæðum. Takmörkuð fram- leiðsla hefur þó verið í gangi á flíkum úr selskinni og þær vörur boðnar til sölu m.a. á flugvellinum í Narsarsuaq, en verðlag hefur bara verið of hátt til að þessar vörur seljist að einhverju marki. Sagðist Indriði telja að vegna markaðshruns á sel- skinnum og vegna kvótakerf- isins, þá væri búið að gera hin- um almenna borgara á Grænlandi lífið nær óbærilegt. Þeim eru bókstaflega allar bjargir bannaðar og þetta á- stand leggst þungt á þjóðar- sálina. Það dregur úr allri sjálfsbjargarviðleitni, þeir hætta að reyna t.d. varðandi nýja markaðssókn á selskinn- um. Þeir segja einfaldlega að þetta sé allt vonlaust og horfa með vonleysi til framtíðarinn- ar. Innúítar vilja ekki láta kalla sig Eskimóa og þykir sú nafngift niðrandi Orðið Eskimói mun þýða maður sem lifir á villibráð og þykir Grænlendingum niðrandi að nota það orð og telja það eflaust höfða til villimennsku. Þess í stað kalla þeir sig Inúíta, en það orð merkir einfaldlega fólk. Isfirðingar eiga sinn vinabæ, Nanortalik, en að sögn Indriða höfum við hér á Fróni þó harla litla vitneskju um þessa ná- granna okkar. Þarna býr vina- leg og skemmtileg þjóð, sem þó er afar vör um sig varðandi allt sem útlenskt er. Grænlendingar hafa Ifka mjög gaman af að segja sögur og dæmi um það nefndi Indriði er hann fór á fund í einum bænum ásamt fulltrúum bæjarstjórnarinnar, að þar hafi verið með þeim á fundi gamall veðurbarinn Grænlendingur sem hafði greinilega frá mörgu að segja. Fór reyndar svo að allt kvöldið þann dag sem þessi fundur stóð yfir í bænum Sydpröven fór í að hlusta á sögur þessa manns sem lifði sig mjög inn í hlutverk sitt. Grænlendingar eru mjög félagslindir. Þrátt fyrir at- vinnuleysið, þá eru þeir mikið á ferðinni allan liðlangan dag- inn og er fólk þá mikið upptek- ið við að heimsækja hvert ann- að. Mikill knattspyrnuáhugi Sagði Indriði að það hefði komið sér verulega á óvart hversu mikill og almennur á- hugi er þarna fyrir knattspyrnu. Hvert sem farið er, þá eru krakkar að sparka bolta og ekki finnst það þorp, sama hversu Grænlendingar fá nær allar nauðsynjar frá Danmörku, meira segja húsin koma innpökkuð í kössum. Frá flugvellinum í Nanortalik. Auk skipa og báta, þá eru þyrlurnar eitt mikilvægasta samgöngutækiö á Grænlandi. smátt það er að ekki sé þar knattspyrnuvöllur. Þrátt fyrir að þar sé enginn jarðvegur og húsin byggð á klöpp, þá hafa þeir fundið leið til að koma upp knattspymuvelli. Þarna eru konur engir eftirbátar karlmanna í knattspymu. í Nanortalik eru menn mjög spenntir fyrir því að fá íþrótt- afrömuð frá Isafirði og vilja gjarnan fá Björn Helgason til sín næsta sumar og kannski aldrei að vita nema að þeim verði að þeirri ósk sinni. Fáir bflar á örstuttu vegakerfi Bflaeign er ekki mikil í Grænlandi, þó em einir 60 bílar í Nanortalik sem flestir eru í eigu danskra íbúa stað- arins. þarna aka menn um á vel gerðum og malbikuðum götum sem eru örfáir kfló- metrar að lengd. Vonleysið skín í gegn I gegnum velvilja og góð- mennsku Grænlendinga sem getið er hér að framan skína erfiðleikarnir. Vonleysið virðist hafa heltekið þjóðfé- lagið. Ymislegt er þó gert Grænlendingum til hagsbóta, eins og fast vömverð óháð því hvar í landinu varan er keypt svo og ýmisleg félagsleg þjónusta við íbúana. Gullið, stóra von Grænlendinga Það sem virðist í dag vera helsta von íbúa á þessu svæði er gullið. Á suðursvæðinu hefur nefnilega fundist gull á nokkrum stöðum og við vinnslu á því sjá menn hugs- anlega atvinnumöguleika fyrir fólkið. Grænlendingar vilja gjarnan geta unnið þetta gull sjálfír, en þá skortir tækni- þekkingu og jarðfræðiþekk- ingu til að gera slíkt. Sagði Indriði þá gjaman vilja leita aðstoðar á Islandi varðandi slíka vinnslu ef einhver kostur væri. Gullvinnsla og málma- vinnsla í tengslum við það er í raun eini möguleikinn sem menn sjá varðandi framtíð byggðar á þessu svæði. Mörg tungumál og erlendir fjölmiðlar Grænlendingar hafa sjón- varp og eru vel tengdir við umheiminn með gerfihnatta- móttöku á sjónvarpsefni. ýmislegt efni fá þeir frá Dan- mörku, eins og til dæmis veðurfregnir, þar sem veður- fréttamaður lýsir af mikilli ná- kvæmni veðri í Danmörku og nálægum Evrópulöndum, en í útjaðri veðurkortsins glittir í Grænland sem lítið er inni í þessum veðurlýsingum. Lít- ilsháttar er sent út af græn- lensku efni. Þeir ná líka sjón- varpsstöðvum eins og CNN í Bandaríkjunum mjög vel og ýmsu öðru erlendu efni. Auk þess sem yfir Græn- lendinga dynur mikið af sjón- varpsefni á erlendum tungu- málum, þá eiga þeir við tung- umálavanda að ræða sín á milli. Á Grænlandi er ekki bara töluð grænlenska og danska, heldur skiptist grænlenskan líka í fjögur mjög ólík tungumál, sem eiga fátt sameiginlegt nema ritmálið. Þannig er eitt tungumál á austurströndinni, eitt á suð-vesturströndinni, eitt í kringum Nuuk og eitt nyrst í landinu. Ein ástæða fyrir misjöfnu gengi Dana í samskiptum við Grænlendinga hefur einmitt verið tungumálaerfiðleikar. Danir læra helst ekki grænlen- sku og margir Grænlendingar vilja Iítið með dönskuna hafa að gera. Sérkennilegt réttarkerfi Grænlenska réttarkerfið er um margt sérstakt. Trúlega skapast það að miklu leyti af erfíðum aðstæðum. Sagðist Indriði hafa frétt af manni sem orðið hafði það á að ráða annan af dögum. Hann var tekin úr umferð eins og lög gera ráð fyrir og leiddur fyrir héraðs- dómstól innfæddra. Þar dæmdu þeir þennan ógæfumann sam- kvæmt því sem þeir kalla heil- brigða skynsemi. Töldu dómarar hann í sjálfu sér ekki vera neitt vondan mann, heldur hafí hann framið glæpinn í einhverju stundar- æði. Maðurinn var því dæmdur í fjögurra eða fimm ára fang- elsi. Hann var síðan sendur til að afplána sína fangavist í Jueaneháb. Á nóttinni var hann hafður innan veggja, en á daginn fékk hann að vera úti og stunda vinnu ef einhverja var að hafa. Sagðist Indriði líka hafa frétt af öðrum fanga sem líka hafi framið morð og sat hann inni á nóttinni í eins- konar opnu fangelsi, en stund- aði leigubílakstur á daginn. Þannig hafa aðstæður Grænlendinga skapað önnur viðhorf til þessara mála en við eigum að venjast. Geðsjúkir afbrotamenn búa þannig í Sydprpven dæmigeröur grænlenskur bær í dag. Leigubíllinn kominn og því ekki seinna vænna aö tygja sig af staö. Indriði ásamt samstarfsmönnum í bænum Sydproven á Grænlandi.

x

Vestfirska fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.