Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 14.01.1994, Blaðsíða 4

Vestfirska fréttablaðið - 14.01.1994, Blaðsíða 4
VESTFIRSKA 4 Föstudagur 14. janúar 1994 -- -- \ ^RÉTTABLAÐIÐ I FRÉTTABLAÐIÐ | Vestfirska fréttablaðið er vikublað, óháð stjórnmáiaflokkum. Blaðið kemur út síðdegis á fimmtudögum og fæst bæði í lausasölu og áskrift. Verð kr. 170. Ritstjórn og auglýsingar: Austurvegi 2, Isafirði, sími (94)-4011, fax (94)-4423. Ef enginn er við á skrifstofunni er reynandi að hringja í síma (94)-3223 (ísprent) eða farstma 985-39748. Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Hlynur Þór Magnússon. Blaðamenn: Hlynur Þór Magnússon, hs. (94)-4446. Gísli Hjartarson, hs. (94)-3948, farsími 985-39748. Skrifstofa: Sigurlaug Hauksdóttir. Útgefandi: Vestfirska útgáfufélagið hf., Austurvegi 2, ísafirði. Prentvinnsla: ísprent hf., Aðalstræti 35, Ísafirðí, Sími (94)-3223. Leiðari Kvótakerfið sem öllu átti að bjarga Sjómenn víða um land að vestfirskum sjómönnum undanskyldum eru nú í verkafalli. Það sem helst hefur verið í umræðunni sem ásteitingarsteinn í þessu verkfalli, er þátttaka sjómanna í kvótakaupum út- gerðar. Mikill hiti er í sjómönnum út af þessu máli sem hótuðu því á stórum fundi síðast í gær að segja upp störfum allir sem einn, vogi ríkisstjórnin sér að setja bráðabirgðalög til að stöðva verkfallið. Það vekur at- hygli fjölmiðla hversu útgerðarmenn standa þétt saman í þessu máli, ekki síst þar sem viðurkennt er af sjómönnum að þar séu síður en svo allir undir sömu sök seldir. Verkfall þetta er um margt öðruvísi en oft áður, því þarna er í raun verið að deila um afleiðingar af kerfi sem átti að gera íslendinga að forystuþjóð í fisk- veiðistjórnun, nefnilega kvótakerfinu. Það hlýtur að vera farið að vekja menn til umhugsunar hvort rétt leið hafi verið valin á sínum tíma þegar sífellt eru að koma í Ijós nýir og nýir vankantar við framkvæmd kerfisins. Á sínum tíma var því haldið fram að kvótakerfi sem gæfi einstaklingum kost á að eignfæra sér fiskinn í sjónum og selja hann hverjum sem vera skyldi, myndi ganga af litlu sjávarplássunum vítt og breitt um landið dauðum. Talsmenn kvótakerfisins töldu þetta þá vera firru eina og óþarfa áhyggjur, en er það svo? Vest- firðingar þurfa ekki að leita lengi til að finna dæmi um að einmitt þetta er að gerast í dag. í þessum lands- hluta er ástandið meira að segja orðið svo alvarlegt að vestfirskir sjómenn, sem þó eru vanir að styðja starfsbræður sína í öðrum landshlutum fram í rauðan dauðann, treysta sér ekki í verkfall vegna bágborinnar stöðu vestfirskra útgerða og byggðarlaga. Neikvæðar afleiðingar veiðistjórnunar á borð við kvótakerfi eru ekkert séríslenskt fyrirbæri. Ef við horfum í vesturátt, til iands sem er ekki nema í um fimm hundruð kílómetra fjarlægð, þá má glögglega sjá dæmi um einmitt þetta. Grænlendingar horfa með skelfingu til framtíðarinnar. í Nanortalik vinabæ ísa- fjarðar og bæjum í nágrenni hans er nú enginn kvóti eftirog því lítið framundan nema vonleysið eitt. Það má kannski segja að þar í sveit séu menn nokkru á undan Vestfirðingum hvað þetta varðar, en Vest- firðingar sigla eigi að síður hraðbyri sömu leið. Frá sjónarhóli leikmanns þá hlýtur nú að vera komið að þeim tímapunkti að menn ranki við sér. Það hlýtur að vera lífsspursmál fyrir byggð á Vestfjörðum sem og í öðrum sjávarplássum á landinu að allir aðilar komi sér saman um nýtt stjórntæki fyrir fiskveiðar. Ef menn fara ekki að ranka við sér nú, þá verður trú- legast of seint í rassinn gripið fyrir mörg byggðarlög í landinu. Sjómannadeilan nú mun þá aðeins vera byrjunin á löngum ferli deilna um þetta meingallaða kvótakerfi. -hk. SIMIOKKAR ER 688888 IfáÁutfum'áífaut'SGms/Hý vtuUaA'. GEYSIRk þ0 tekur vto BlLNUM A flugvellinum þegar þu kemur og SKILUR HANN EFTIR A SAMA STAO ÞEGAR ÞÚ FERO. Við sgóvarsíðuna Hólmadrangur lenti á löndunarkrana Hólmadrangur viö bryggju á Hólmavík. Guðbjartur landaði 60 tonnum af karfa fyrir sunnan Togarinn Guðbjartur fór út 2. janúar frá l'safirði og hélt suður fyrir land á karfaveiðar. Skipið kom inn til Reykjavíkur á sunnudag og landaði á mánudag 60 tonnum af karfa. Helm- ingur aflans var sendur hingað vestur til vinnslu og hinn helm- ingurinn, tveir gámar, fóru út til Þýskalands. Skipið hélt síðan austur fyrir land. Skipstjóri á skipinu er Hörður Guðbjartsson. -GHj. 12,5 tonn af Djúprækju I síðustu viku Vikuna 1. til 7. janúar var landað rúmlega 12,5 tonnum af rækju úr ísafjarðardjúpi af þrettán bátum á ísafirði og í Bol- ungarvík og Súðavík. Hæst var Bára ÍS með 2,8 tonn, næstur var Páll Helgi ÍS með 2,15 tonn og þriðji var Ver ÍS með 1,45 tonn. Tíð hefur verið afar rysjótt undanfarið og iítið gefið á sjó. Þrjátíu bátar stunda veiðar í Djúpinu. -GHj. Hvað láta þeir sér ekki detta í hug þessir Ingólfsbræður! Flugvélasmíði á ísafirði - Ragnar Ingólfsson lætur meta flughæfni nýjustu flugvélarinnar sem fjölskyldumeðlimir hafa smíða TF-SMA í flugskýli á ísafjarðarflugvelli og bíður komu skoðunarmanna. Á mánudag í síðustu viku varð það óhapp á höfninni á Hólmavík þegar frystitogarinn Hólmadrangur var að fara út að skipið lenti á löndunarkrana fyrir trillur á bryggjunni og skemmdi hann talsvert. Vindur var og háflóð þegar óhappið átti sér stað. Einnig er afar þröngt fyrir skipið að athafna sig í höfninni. Að sögn Höskuldar Erlingssonar, lögreglumanns á Ströndum, var kraninn rafdrif- inn og talsverður blossi varð þegar rafmagnleiðslurnar rofn- uðu. Mál þetta er í skoðun. -GHj. Hálfdán í Búð landaði 10 tonn- um Togskipið Hálfdán í Búð fór út til veiða 3. jan. og kom inn til Isafjarðar föstudaginn 7. jan. og landaði 10 tonnum. Skipið skaust inn af miðunum út af Breiðafirði í brælu og landaði. Síðan hélt Hálfdán austur fyrir land á veiðar. Á mánudaginn þegar Goðinn strandaði í Vöðlavík lá Hálfdán í vari á Reyðarfirði og hélt þegar í stað á strandstað. Meðan verið var að aðstoða skipbrotsmenn dældi skipið olíu í sjóinn til að lægja öldumar á strandstað. Þegar veðrinu slotaði hélt skipið á veiðar og er enn fyrir austan að veiðum. Skipstjóri er Skarphéðinn Gíslason. -GHj. Páll Páls- son með 56 tonn Páll Pálsson kom inn til ísa- fjarðar á laugardaginn og land- aði 56 tonnum af ýsu og þorski eftir 3ja daga veiðiferð á Vest- fjarðamiðum. Skipstjóri var Kristján Jóakimsson. Páll er nú að veiðum fyrir austan land. -GHj. Nú er enn ein flugmaskínan að rúlla úr smiðju Ingólfssona á Isafirði. Frægt var á sínum tíma er Hálfdán Ingólfsson smíða fyrsta svifdrekann á ís- landi eftir að hafa séð mynd af slíku farartæki í tímaritinu Playboy. Varð hann þannig upphafsmaður svifdrekaflugs hér á landi sem nú er orðið mjög vinsælt. Þessi smíð Hálfdáns var aðeins upphafið af stórtækari framleiðslu og nú voru bræður hans komnir f spilið líka. Örn, Hörður og Ragnar eru allir þekktir fyrir iðju sína og uppfinningasemi við framleiðslu tölvuvoga hjá Póls hf. og var nú tími til kominn að virkja kraftana til flugvélasmíði. í kjallara foreldranna, í Fjarðarstrætinu var síðan hafin smíði á fyrstu heimasmíðuðu flugvél þess- arar fjölskyldu og hlaut hún einkennisstafina TF-ÖGN. Nú hefur Ragnar Ingólfsson bætt um betur og smíðað nýja flugvél að amerfskri fyrir- mynd, svona smá vél, enda ber hún einkennisstafina TF- SMA. í samtali við Vestfirska fréttablaðið sagði Ragnar að vélin væri smíðuð úr gler- trefjum og kæmi til landsins í formótuðum hlutum. Síðustu daga, þ.e. áður en síðasta óveðurshrina skall yfir var Ragnar að tilkeyra vélina á flugvellinum á Isafirði. Ekki rnátti hann þó fara í loftið þó vélin hefði alla burði til þess, þar sem ekki var búið að taka gripin út af skoðunarmönnum. Sagði Ragnar að mikill tími hefði farið í smíðina trúlega yfir 3000 tímar. Ekki vildi hann meina að þetta hefði kostað sig svo óskaplega peninga, en það léti þó nærri að vera um ein og hálf milljón. Mótorinn í vélinni er 110 hestöfl og á að skila henni á 230 mílna hraða, sem er nálægt 380 kílómetrar á klst. Þannig verður þessi vél sem er tveggja manna trúlega ein hraðskreiðasta vél hér um slóðir og á að geta flogið allt að 800 til 1000 mílur. Lang- drægnin á þó eftir að koma í Ijós þegar reynsla fæst af elds- neytiseyðslu. Þó vélin komi í svokölluðu „kit“ formi, tilbúin til sam- setningar, þá fór ekki hjá því að Ragnar þyrfti örlítið að endur- bæta gripinn. Sem dæmi, þá setti hann í vélina mun öflugri mótor en gert var ráð fyrir og eins eru á hans útgáfu upp- draganleg hjól sem reyndar hafa kostað mikla vinnu. Eitt- hvað hafa bræður hans fengið að hafa sína putta við smíðina líka, þó þeir vilji eigna Ragnari gripinn. Þegar talað er um flugvélar, þá sjá menn venjulega fyrir sér stóran væng að framan og lít- inn væng að aftan og hátt og myndarlegt stél. Þessi vél er þó langt frá því að vera með hefð- bundnu lagi. Má eiginlega segja að hún snúi öfugt, þama er litli vængurinn að framan og sá stóri að aftan. Reyndar hefur þetta byggingarlag á flugvélum sérstakt heiti og er kallað Canard. Þó má segja að fram- vængur á þessari vél Ragnars sé nokkru stærri en venjulega þegar talað er um Canard flugvél. Og nú er bara að bíða og sjá hvort veðurguðirnir lofi em- bættismönnum ríkisins að komast vestur til að gefa þess- ari nýju vél flughæfnisvottorð. - hk.

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.