Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 14.01.1994, Qupperneq 6

Vestfirska fréttablaðið - 14.01.1994, Qupperneq 6
 VESTFIRSKA FRÉTTABLAÐIÐ - Grænlendingar eru tortryggnir vegna útlendinga sem eyðilagt hafa menningu þeirra - Afleiðingin af sela og hvalafriðun Grænfriðunga er skelfileg Hvað ert þú að gera hér, af hverju ert þú að koma hingað til að taka frá okkur vinnuna? - Indriði A. Kristjánsson félagsmálastjóri á ísafirði tók þátt í skiptivinnuverkefni á síðastliðnu sumri í samstarfi við Nanortalik, vinabæ ísafjaröar á Grænlandi. Það bar margt nýstárlegt fyrir sjónir íslendingsins hjá þessum vingjarnlegu nágrönnum okkar sem búa nú við mikla félagslega erfiðleika vegna atvinnuleysis sjálfrátt flýja þau og fela sig á bak við sófa eða inni í skáp í stað þess að fara út úr húsinu. Slökkvilið Nanortalik er mjög öflugt miðað við stærð og hefur m.a. yfir að ráða flot- girðingum fyrir mengunar- varnir. Slökkviliðstjórinn heitir Egil, og er mjög vakandi fyrir brunarvarnareftirliti. Hans um- dæmi nær yfir allt suðursvæðið og er reglulega farið í eftir- litsferðir um nágrannabyggðir Nanortalik og heldur hann þá gjarnan æfíngar á stöðunum. Olíkur rekstur sveitarfélaga Rekstur sveitarfélaga á Grænlandi er um margt ólíkur því sem gerist hér á landi. Tók Indriði sem dæmi Nanortalik með sína rúmlega 1500 íbúa. A bæjarskrifstofunni eru hvorki fleiri né færri en 47 starfsmenn og af þeim eru 11 í fullu starfi sem sinna eingöngu félagsmálageiranum. Innan þessa málaflokks falla öldr- unarmál, sjúkrasamlag, vel- ferðarmál (atvinnuleysisskrán- ing og greiðsla atvinnuleysis- bóta), leikskólamál og fleira. Einnig er starfandi félagsmála- ráð sem kemur saman einu sinni í mánuði og oftar ef þörf er. Mikið og gott samstarf er á milli bæjarskrifstofunnár og skólayfirvalda sem leysa erfið mál mjög gjarnan í sameiningu. Þjóðfélagið sem dýraverndunarsinnar lögðu í rúst Þó Grænland sé í raun dönsk nýlenda, þá hafa Danir látið margt gott af sér leiða þar í landi og vandséð hvernig velferðarkerfið væri á vegi statt án þeirra í dag. Afskipti annarra útlendinga af menn- ingu og lifnaðarháttum Inúíta á Grænlandi hafa þó á síðustu árum leitt miklar hörmungar yfir grænlensku þjóðina. Þar ber hæst afskipti Grænfrið- unga og annarra dýraverndun- arsinna af selveiðum og hval- veiðum. Barátta þessara samtaka fyrir friðun hafa eyðilagt markaði Grænlend- inga fyrir skinna og hvalaaf- urðir og þar með um leið rúst- að þeirra fornu menningu, sem átti allt sitt undir þessum veiðum. Afleiðinguna horfum við svo uppá í dag í geigvæn- legum félagslegum vandamál- um og vonleysi og vantrú þjóðarinnar á framtíð sína. Sagði Indriði að glöggt hefði mátt sjá dæmi um tor- tryggni Grænlendinga í garð útlendinga fljótlega eftir komu sína til Nanortalik. Þá rakst hann inn á annað af tveim hótelum staðarins í fylgd með Bæjarstjórnarbáturinn í Nanortalik. Á þessum bát sækja bæjarfulltrúarnir fundi og eru ailt að því viku í hverri ferð. Þegar þessi mynd var tekin var verið að skíra og ferma í kirkjunni í Nanortalik. Þetta er jafnframt eina kirkjan sem teiknuð er af Grænlendingi. Á síðastliðnu sumri fór Indriði A. Kristjánsson fél- agsmálastjóri á Isafírði í heimsókn til Nanortalik vinabæjar Isafjarðar á Grænlandi. Tildrög þessarar ferðar var ósk bæjarstjórnar Nanortalik sem sendi skrif- lega fyrirspurn um það í byrjun síðastliðins árs að skiptast á starfsmönnum í stuttan tíma. I framhaldi af því óskuðu Grænlendingarn- ir eftir að fá að senda til Isa- fjarðar félagsráðgjafa sinn Claus Rickelt. Þess má geta að félagsmálakerfi þeirra er töluvert öðruvísi uppbyggt og viðameira en á Isafírði, enda vandamálin risavaxin. Til að mæta óskum Græn- lendinga var síðan ákveðið að Indriði færi til Grænlands í júlí og dveldist þar við störf í einn mánuð. Nanortalik er bær sem er ör- lítið stærri en Bolungarvík og íbúar þar eru rúmlega 1500 manns. Bærinn tilheyrir síðan sveitarfélagi sem samanstend- ur af nokkrum minni bæjum, þorpum og dreifbýli á um 15 þúsund ferkílómetra svæði. AIls eru íbúar á þessu svæði um 2800 talsins og hefur fækkað mjög mikið síðastliðin 30 ár. Það má ímynda sér að þarna sé Táxsti: tförðat0 /Cristjánsson — /jósnt^ndin-; índn-iöiA, /Ct°istJánsson I samtali við slökkviliðs- mann þarna á staðnum komst Indriði að því hversu djúpt þessi tortryggni ristir í þjóðar- vitund Grænlendinga. Þessi slökkviliðsmaður tjáði Ind- riða, að Grænlendingar stæðu fastar á því en fótunum, að allt vont kæmi að utan. Öll hætta sem að þeim steðjaði kæmi að utan. Þetta viðhorf er svo inn- Elsti hluti Nanortalik séður frá sjó. ekki ólfkt fyrirkomulag og til stendur að búa til hér á landi með sameiningu sveitarfélaga. til samanburðar, þá eru Vest- firðir um 12 þúsund ferkfló- metrar og íbúafjöldi um 9000. Taldi Indriði að áhrifa af af- skiptum útlendinga gætti víða í grænlensku þjóðfélagi. Þannig er grænlenska þjóðin í dag gríðarlega háð fjárfram- lögum frá danska ríkinu. At- vinnuleysi er stórkostlegt vandamál og í Nanortalik er atvinnuleysi um eða yfir 40%. Afleiðingar langvarandi at- vinnuleysis lýsa sér vel í mikl- um félagslegum vandamálum, af stærðargráðu sem við hér á Islandi eigum erfitt með að skilja. Kynferðisleg misnotkun á börnum og unglingum er mjög algeng, drykkjuskapur, ofbeldi og jafnvel morð eru stórt vandamál sem erfitt virð- ist vera að taka á. Vinalegt og skemmtilegt fólk í failegu landi Loftmynd af Nanortalik vinabæ ísafjarðar á Grænlandi. komast í návfgi við borgar- ísinn í djúpum fjörðunum. Hafís rekur á vetrum suður með austurströndinni og upp með ströndinni að vestan- verðu. Isinn er stór hluti af til- veru Grænlendinga og allt árið má búast við samgöngutrufl- unum á svæðinu við Nanort- alik. Þá eru langir og þröngir firðir oft meira og minna fullir af ís, jafnvel um hásumarið. félagsmálastjóranum, Peter Sonnberg. Við barinn á hótel- inu sátu nokkrir Grænlending- ar yfir glasi og ávörpuðu komumann með þessum orð- um: „Hvað ert þú að gera hér, af hverju ert þú að konia hingað til að taka frá okkur vinnuna“? Tortryggni í garð útlendinga og alls sem útlenskt er prentað í vitund Grænlendinga að börnin verða sjálfu sér jafnvel að fjörtjóni fyrir vikið. Nefndi slökkviliðsmaðurinn dæmi um þetta. Sagði hann sér mikinn vanda á höndum þegar eldur kæmi upp í húsum þar sem börn væru inni, að þau reyndu ekki að komast út. Þau ganga út frá þvf viðhorfi að hættan komi utnafrá og ó- Sagði Indriði að þrátt fyrir öll sín vandamál þá væru Grænlendingar góðir heim að sækja og þar byggi vinalegt og skemmtilegt fólk. Á þessum slóðum er mikil náttúrufegurð og gefst fólki kostur á að

x

Vestfirska fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.