Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 14.01.1994, Blaðsíða 5

Vestfirska fréttablaðið - 14.01.1994, Blaðsíða 5
VESTFIRSKA KRÉTTABLAÐIÐ 5 íbúð Nauteyrarhrepps í Hlíf ekki seld vegna slæmrar fjárhagsstöðu Ástþór Ágústsson, oddviti Nauteyrarhrepps í Djúpi, hafði samband við blaðið og vildi gera athugasemdir við frétt í síðasta blaðí, þar sem fram kemur að hreppurinn hefði sett íbúð hreppsins í Hlíf, íbúðum aldraðra á ísafirði, í sölu vegna slæmrar fjárhagsstöðu sveitarfélagsins. Sagði oddvitinn að á sínum tíma, þegar forráðamenn ísafjarðarkaupstaðar höfðu samband við sveitarstjórnir í Djúpi, um að byggja með þeim Hlíf var verð á íbúðinni annað og lægra en reyndin varð á. Að skilningi Djúpmanna hefði íbúðin átt að vera fyrir aldr- aða íbúa úr Djúpinu. f framhaldinu gerðist það að íbúðin varð margfalt dýrari en um var talað í upphafi. Einnig hefur ísa- fjarðarkaupstaður skráð Djúpmenn sem flutt hafa í Hlíf jafn- harðan á íbúaskrá á ísafirði og þá þótti hreppsnefnd Naut- eyrarhrepps það athugunarefni hvort skynsamlegt væri að hafa svona mikla peninga bundna í íbúð á ísafirði. Pað gæti verið betra fyrir lítil sveitarfélög sem geta notað peningana í ýmsa aðra þjónustu við íbúana í sveitarfélögunum, t.d. með því að leigja íbúðarhúsnæði í einhverja mánuði meðan í- búaskráningin fer fram og koma þeim þannig á íbúaskrá ísafjarðar. Þetta væri ástæðan fyrir sölu íbúðarinnar en ekki slæm fjárhagsstaða hreppsins. -GHj. Tónlistarskóli Isafjarðar Blásturshljóðfæri - forskóli Getum bætt við nemendum, einkum á blásturshljóðfæri, (kornett, básúnu, klari- nett, saxófón, o.fl.) en einnig á fiðlu og selló. Ráðgert er að tveir nýir hópar hefji nám í forskóla á vorönn, fyrir og eftir hádegi, ef næg þátttaka fæst. Einnig er hægt að bæta við nemendum á blokkflautu. Upplýsingar á skrifstofunni og í síma 3926. Skólastjóri. Miklar skemmdir á raflínum í Inn-Djúpi - unniö að viðgerðum Að sögn Helga Ingimundar- sonar hjá Orkubúi Vestfjarða á Ströndum braust vinnuflokkur OV á Hólmavík yfir Stein- grímsfjarðarheiði í óveðrinu á mánudag til viðgerða á raflín- um í Inn-Djúpi. Raflínan slitn- aði á löngum köflum á Langa- dalsströnd og á Snæfjallaströnd og um tuttugu staurarbrotnuðu. Rafmagn var einungis á Naut- eyri og Hafnardal vegna þess að sæstrengur er þangað yfir frá Reykjanesi en þar eru diesel- vélar. Ekkert var hægt að að- hafast fyrr en í gærmorgun vegna veðurs og hrundu línurn- ar niður fyrir augum viðgerðar- mannanna. Betur gekk í Reykj- arfjarðarhrepp að koma rafmagni á. Unnu menn í einni lotu til kl átta í morgun og þá var búið að hengja línuna upp í 28 staura og koma rafmagni á inn á við frá Nauteyri, alla leið að Múla sem er innsti bær. Nú er hins vegar enn verið að vinna fyrir utan Melgraseyri og óvíst hvenær tekst að koma línunni frá Nauteyri og út í Skjaldfann- ardal inn. Rafmagnslaust hefur verið á þessu svæði síðan á mánudag en sumir bæir hafa getað keyrt heimilisrafstöðvar, sem sumir hafa haldið við þrátt fyrir samveiturafmagn. Strandamennimir gista að Nauteyri í húsi Vesturhesta meðan viðgerð stendur yfir. Línan frá Ármúla, fyrir Lón, og út á Snæfjallaströnd er mikið skemmd, bæði brotnir staurar og línan slitin. Unnið er að viðgerð þar einnig. -GHj. Nýtt neyðarnúmer slökkviliðs, lögreglu og sjúkraliðs á Isafirði Orri fékk 21 tonn í síðustu viku Línubáturinn Orri komst fimm róðra í síðustu viku og fékk um 21 tonn af slægðum þorski. Flestir róðrarnir voru bræluróðrar og var skipið að fá þetta um og yfir fimm tonn á dag þegar veður hélst sæmilegt. Virðast horfurnar á línuna heldur vera að glæðast. Skip- stjóri á Orra er Pétur Birgisson. -GHj. Smásaga eftir Bergrósu Kjartansdóttur Ástarleikur við eðli mannsins Hann sat á árbakkanum með fæturna í vatninu, höfuðið lút- andi, axlir sveigðar framávið svo brjóstkassinn virtist hverfa. Hendur í skauti í hvíldarstöðu. Buxnaskálmamar brettar upp á hné en engu að síður blautar. Það virtist sem hann hafði setið þarna lengi, eins og umhverfið ætti hann og vildi hann yrði þar alltaf. Grösin á bakkabarðinu hneigðu sig djúpt og viðstöðu- laust fyrir ánni með skiljanlegri virðingu. Stundum svo djúpt að þau biotnuðu á toppunum. Þau gátu ekki hætt. Golan tók með höndum sín- um utanum trjástofnana og hristi þau öðru hverju eins og til að vekja þau af löngum dvala og neyddi þau tili að láta laufblöð sín skella saman í hvissi. Steinarnir hundsuðu hann eins og alltaf, skiptu sér ekki af þessu lífi né öðru, aldrei við- brögð, engin hreyfmg, ekkert hljóð frá þeim. Niðurinn frá ánni endalaus Bergrós Kjartansdóttir. fyrir þann sem hlustar. Maðurinn var djúpt sokkinn í hugsanir sínar eins og alltaf þegar hann sat þarna. Rjóðrið var um- gjörð hugsana hans, Töfrarjóðrið hans. Hann var að hugsa um að synda yfir á bakkann hinu megin því þar var annað rjóður bjartara og lit- fegurra. Hér voru grösin og trén svo bláleit. En áin var köld og svikul og glotti ögrandi er hún rétti honum hönd sína og vildi draga hann í skaut sitt. Hann var ekki ánægður með sjálfan sig þessa dagana því ferðir hans í rjóðrið voru of tíðar, of mikið um hugsanir. Hann hugsaði sig óánægðari og ófullnægðari en hann í rauninni var og þá fór hann að langa yfir ána. Hann reisti höfuðuð lyfti öxl- unum og horfið yfir ögrandi ána. Hann var enn ungur og ör. Hann byrjaði að afklæða sig hægt en á- kveðið úr hverri spjör og braut þau vandlega saman eins og hann ætl- aði sér að elska konu án áfergju, þakka fyrir, klæða sig og fara síðan heim, Ijúka þessu eins og hverju öðru verki. Hann stóð á bakkanum lima- mjúkur og nettur. Ljóst hárið lék sér með grösunum við goluna og hann hugsaði með sér að ef hann bæri jafn mikla virðingu fyrir ánni eins og grösin gerðu þá kæmist hann yfir. Hann hugsaði fallega um ána, hneigði sig og stakk sér til sunds. Sá strax eftir því en það var of seint. Það var eitthvað sem þröngvaði honum til að athuga rjóðrið hinu megin. Áin var köld og vildi fá’ann. Hvaða kona myndi svo sem ekki vilja fá hann í þessu ástandi. Hann vissi um það sjálfur og fann sterklega til þess á þessari stundu, á líkama sínum og iðandi vatnadísinni. Hann synti og synti en ekkert gekk, bakkinn færðist ekkert nær. Hann spennti vöðvana betur og tók stærri, ákveðnari sundtök. Áin var sterk. Hannn var sterkur og bakk- inn tók að nálgast hægt og sígandi. Skyndilega var hann dreginn á kaf eins og einhver hefði kippt í hann, neðar, neðar. Hann spriklaði angistarfullur, reyndi að ná taki á einhverju með útglenntum fingr- um. Stæltur og hvítur líkaminn stjórnlaus í vatninu, eins og hann . væri sáttur við hlutskipti sitt. Hug- urinn tómur, tilbúinn að taka á mód eiiífðinni. Iðandi vatnið varð mátt- laust jafn snögglega og það tryllt- ist. Himinninn var eins og mál- verk, allt kyrrt, tíminn beið. En lífsviljinn var sterkur og hrifsaði hann upp á yfirborðið, hann reigði höfuðið aftur og fyllti lungun af lífi þessa heims. Áfram áfram þrátt fyrir doða og hroll. Hann komst uppá bakkann með herkjum. Lagðist flatur á jörðina, iokaði augun- um, andstuttur eftir mikil átök. Var hins vegar of spenntur til að sofna og of spenntur til að virða fyrir sér rjóðrið. En hann heyrði hvissið í trjánum og sá á leiðinni uppá bakkann að hér hneigðu grösin sig einnig fyrir ánni. Hann opnaði augun, allt var svo undarlega bláleitt. Hann reis upp eins og til að laga litaröð- unina. Þetta rjóður var ná- kvæmlega eins og Töfrarjóðrið hans, falleg bláleit spegilmynd þess. Augun plötuðu hann. Hann leit yfir á bakkann hinu megin þar var allt fagurgrænt. Hann stóð upp, átök til einskis eða hvað. Hafði hann kannski aldrei farið yfir ána. Var þetta draumur eða fyrsti raun- verulegi ástarleikurinn við lífið. Með blindaða sál fór hann á fund trylltra vatnadísa. VIDEO PREHYSTERIA Fjölskyldu- myndin sem allir hafa beöiö eftir. MURDER Jennifer Grey (Dirty Dancing) leikur hér Kate Weldon, metnaðargjar- nan ungan lögfræðing sem gengur til liðs við mikilsmetið lögfræðifirma í L.A. Þar hittir hún Jack Hammet (Peter Berg) rí- sandi stjörnu fyrirtækisins og einstaklega aðlaðandi ungur maður. Rómantískt samband þeirra fer inn á hættule- gar brautir í samblandi við blandið. VIDEO s 4299

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.