Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 14.01.1994, Blaðsíða 7

Vestfirska fréttablaðið - 14.01.1994, Blaðsíða 7
VESTFIRSKA Föstudagur 14. janúar 1994 FRÉTTABLAÐIÐ L—^__________________________________________ 7 Börn að leik í Sletten. Sandur í sandkassa er ekki algeng sjón á Grænlandi, enda lítið annað að hafa af jarðvegi annað en grjót og klöpp. slík hús á hagstæðum kjörum og reyna þannig að fá fólk til að byggja yfir sig sjálft og eru húsin þá gjarnan máluð í sterkum litum rauð, gul eða blá. Þetta eru tveggja hæða einbýlishús þar sem jafnvel búa tvær til þrjár fjölskyldur og fjölbýlishús. Það sem vekur athygli er að utan á öllum fjölbýlishúsunum er snyrti- legur póstkassi eins og víða þekkist í Danmörku, en gallinn er bara sá að á stað eins og Nanortalik á Grænlandi er enginn póstur borinn í hús. Yfírþyrmandi atvinnuleysi Atvinnuleysið er yfirþyrm- andi og stærsti atvinnurekandi íNanortalik til dæmis erríki og bær. Þarna er rækjuverksmiðja sem búið er að loka og sömu sögu er að segja af frystihúsinu. Flestir þeirra 60% vinnufærra Frystitogararnir hirða bara verðmætustu rækjuna Islendingar eru ekki með öllu ókunnugir rækjuveiðum Grænlendinga og frægt var þegar Isfirðingar og Hafnfirð- ingar bitust um landanir og þjónustu við Grænlenska rækjutogara. Að sögn Indriða, þá stunda Grænlendingar enn úthafsrækjuveiðar á togurum og mikið á svæðinu milli Grænlands og Islands. Þessir togarar frysta nær eingöngu um borð fyrir Japansmarkað. Kvóti sem þessum skipum er úthlutað gerir það að verkum að þeir hirða aðeins stærstu og verð- mætustu rækjuna. Smærri rækja eins og sú sem mikið er notuð í vinnslu hér á íslandi er vegna kvótans hent í hafið. Þar sem þessi rækja er verðlítil á þeim mörkuðum sem Græn- lendingar selja mest á, þá eru veiðar á henni hrein kvóta- skerðing fyrir þá. Samkvæmt Frá Nanortalik. Fremst á myndinni má sjá minjasafnsafn og í fjarska er kirkjan. Indriöi Kristjánsson við fjarskiptastöð flugvéla i Fredriksdal. Þá eru skrifstofur bæjarins mjög tölvuvæddar og nýta menn sér þar nýjustu tækni út í ystu æsar. Eins hafa fulltrúar bæjarins gjaman með sér ferðatölvur þegar ferðast er í embættiserindum á milli byggðarlaga. Eini menntaði lögmaðurinn á suður Grænlandi heitir Frank Jörgensen og er hann jafnframt hinn eiginlegi bæjarstjóri í verkmenntaskóli í Nanortalik. Bæjarstjórnarfundir einu sinni í mánuði sem taka heila viku Vinabær ísafjarðar á Græn- landi, Nanortalik, er á svoköll- uðu suðursvæði rétt norð- vestan við suðurodda Græn- lands. Suðursvæðið er í raun eitt sveitarfélag. Þar eru um staða á bæjarstjórnarbátnum. Fyrir bæjarfulltrúa getur það tekið allt að einni viku að sækja slíka fundi svo það er meira en að segja það að kalla saman bæjarstjómarfund. Verða að leysa sín vanda- mál heima í héraði Komi upp félagsleg vanda- Fiott og vel máluð hús A Grænlandi er jarðvegur af mjög skornum skammti og erfitt með allt byggingarefni til húsagerðar. Hafa húsnæðismál að mestu verið leyst með því að flytja inn ósamsett einingahús frá Danmörku og byggja menn jafnvel heilu blokkirnar á þann hátt. Þetta eru þá nær eingöngu timburhús, en þau þarf þá sjálfsögðu að mála. Til er skemmtileg saga sem segir frá komu Danadrottningar til Nanortalik fyrir nokkmm árum. íbúar staðarins vildu að sjálfsögðu sína sýnar betri hliðar og ákveðið var að hafa bæinn sem best útlítandi. Til að spara sér örlítið umstang og málningu, þá tóku þeir sig til og máluðu framhliðar allra húsa við þær götur sem drottn- ingin skyldi aka eftir. Kemur svo drottningin og er farið af stað með hana í skoðunarferð. Ekki virðist leiðsögumanni alveg hafa verið kunnugt um ráðabrugg heimamanna varð- andi útlit bæjarins, því hann álpaðist með drottninguna í götur sem sýndu bakhliðar húsanna. Varð drottningu þá ljóst hvers kyns var og hafði mjög gaman af. Vegna þessa uppátækis þóttist drottning viss um góðan hug bæjarbúa sem þama lá að baki og fór svo að heldur teygðist úr stuttri við- komu í bænum. Drottningin hafði svo á orði við bæjarfull- trúa áður en hún fór, að vonandi gæti hún komið sem fyrst aftur svo tilefni gæfist til að klára að mála bakhliðar húsanna. Indriði nefnir ýmislegt Nanortalik. Hann hefur nokkr- um sinnum komið til Isafjarðar og er væntanlegur aftur á sumri komanda ásamt forseta bæ- jarstjórnar, Kristine Raaghau. sem kallast „borgmæster“,þar á bæ. Þess má geta að Frank er danskur embættismaður sem búið hefur á Grænlandi í fjölda mörg ár. Kristina er hinsvegar pólitískt kosin í sitt embætti. Hún er að hálfu Grænlendingur og að hálfu Dani. Hafði Indriði mjög góð kynni af þeim tveim ásamt öðru starfsfólki bæjarskrif- stofunnar meðan á dvöl hans stóð. Gott skólakerfi Danir hafa komið upp mjög góðu skólakerfi á Grænlandi- sem Indriði telur vera síst lak- ara en það íslenska og jafnvel fermra á mörgum sviðum. í grunnskólanum í Nanort- alik eru 310 nemendur og heitir skólastjórinn þar Nils Jespersen og eru kennarar 28 talsins. Heimavist er í tengsl- um við skólann fyrir nem- endur annarra byggðarlaga sem sækja þurfa nám í Nan- ortalik. í tengslum við skólann er líka rekið skóladagheimili sem staðsett er á skólalóðinni. Einskonar útbú frá grunnskól- anum er víða í smærri byggð- arlögunum fyrir yngri nem- endur og eru þau að sjálfsögðu tölvutengd við móðurskólann. Þá er þar einnig starfandi 2800 íbúar eins og áður sagði og um helmingurinn býr í Nanortalik. Á svæðinu eru fimm byggðir sem stjórnað er af þrettán manna bæjarstjórn. Á milli þessara byggða ligg- ur enginn vegur og einu sam- göngumar eru á sjó eða með þyrlum. Bæjarstjórnarfundir eru venjulega haldnir í Nan- ortalik, en þegar Indriði var þarna á ferð var ákveðið að halda einn slíkan fund í bænum Sydprpven sem er nýlunda. Bæjarstjórnin hittist einu sinni í mánuði og fara bæjar- fultrúarnir þá gjarnan á milli mál, sem reyndar mjög oft ger- ist þar í sveit, þá eiga menn að- eins einn möguleika á úrlausn, það er að leysa málið heima í héraði. Þar er ekkert um það að ræða að senda t.d. barn sem illa er komið fyrir á stofnun í öðrum landshluta. Barn sem kannski flosnar upp af heimili sínu er sent í skammtímavistun til fósturforeldra sem tilbúnir eru til þess. Ef vistunin gengur stðan ekki eins og fósturfor- eldrarnir óska, þá segja þau barninu einfaldlega upp og þá er aftur farið af stað í leit að öðru heimili. Juleaneháb eöa öðru nafni Qaqortoq á grænlensku. Bærinn Fredriksdal á Grænlandi var upphaflega byggöur af Þjóöverjum. varðandi dvöl sína á Græn- landi sem honum fannst skrít- ið. Dæmi tók hann af innfluttu fjölbýlishúsunum sem flutt eru til landsins ósamsett í kössum frá Danmörku. Bæjarfélög gefa fólki kost á að kaupa sér íbúa sem atvinnu hafa á annað borð vinna þannig hjá opinber- um aðilum. Sjávarútvegur og fiskvinnsla er Iítil sem engin og selveiðar og hvalveiðar eru at- vinnugreinar sem lagðar hafa verið í rúst. Fiskveiðar eru háðar kvóta sem er nú á fárra höndum. Veiðiheimildir eru þá helst í höndunt úgerðarfyrirtækisins Royal Greenland, ef þær hafa þá ekki verið framseldar ríkj- um Evrópubandalagsins. Af- leiðingar hvótakerfisins má sjá í byggðaþróuninni. Kvótalaus- ir íbúar dreifbýlisins þjappast saman í sveitarfélög á borð við Nanortalik. Þegar þar er svo ekki að finna neina atvinnu lengur þá fer fólkið þaðan til stærri bæjanna, eins og Jule- aneháb eða Nuuk. Vottur er þó af fiskvinnslu t.d. í bænum Sydprpven sem er á sama svæði og Nanortalik. Þar er verksmiðja, eða frystihús og útgerð sem skapar 40 manns atvinnu í landi, en atvinnulífið í þeim bæ er þar með að mestu upp talið. Iðnaður er þó einhver í stærri bæjunum, en allt er það í smáum stíl. pappírunum, þá eru þeir ein- faldlega ekki að veiða neina smárækju, jafnvel þó í raun- veruleikanum rnegi áætla að þar sé verið að henda gífurlegu magni í hafið aftur. Sagðist Indriði hafa spurt um það af hverju þeir seldu Islendingum ekki þessa rækju til vinnslu, en þar virðast kvótareglur setja þeim skorður auk þess sem lítið hafði verið athugað með þann möguleika. Þarna er sem sagt vegna kvótakerfisins ein- göngu verið að hirða verðmæt- ustu rækjuna. Dönsk áhrif og danskar vörur Áhrif Dana eru mikil á Grænlandi. Sagði Indriði að allar vörur í verslunum væru fluttar inn frá Danmörku, hvort heldur væri matvara, vín eða bjór. Coca Cola er vandfegnið á Grænlandi, nema þá sérpantað frá Danmörku. Nær öll matvara eru flutt inn frosin. Landbún- aðarframleiðsla, eða önnur ----------►

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.