Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 14.01.1994, Blaðsíða 12

Vestfirska fréttablaðið - 14.01.1994, Blaðsíða 12
 JANUAR TILB OÐ á bréfabindum, faxpappír og Ijósritunarpappír BÓKAVERSLUN JÓNASAR TÓMASSONAR Sími 3123, ísafirði FRETTABLAÐIÐ RITSTJÓRN OG AUGLÝSINGAR: SÍMI94-4011 • FAX 94-4423 Neyðarsendir úr gúmbjörgun- arbát i umferð - ef hann fer í gang fara mikiar aðgerðir af stað Eins og fram hefur komið hér í blaðinu var gúmbjörgunar- báturtekinn úr bát, Guðmundi Ásgeirssyni ÍS, sem stendur uppi á landi í Suðurtanganum á ísafirði þann 27. nóvember í vetur. Gúmbáturinn var blásinn upp við hiiðina á bátnum á kambinum og stolið úr honum neyð- arsendi fyrir gervitungl. Lögreglan á ísafirði hefur haft samband við blaðið og sagði sendinn ekki fundinn ennþá og væri það afar bagalegt. Sendirinn gæti farið að gefa frá sér merki ef hann væri gangsettur. Ef slíkt gerðist gæti strandstöð hvar sem er í heiminum numið merkin og í gang færu gríðarlegar aðgerðir sem ekki væru aðeins bundnar við (sland. Skemmst er að minnast þess að fyrir nokkrum árum var stolið svona sendi úr gúmbát í trillunni Stapa og var hann gang- settur í auðum skúr í Skut- ulsfirði. Voru menn frá Pósti og síma í óratíma að reyna að miða sendingarnar út og tókst þeim það ekki. En þegar varðskip kom siglandi fyrir Suðurtangann gátu skipverjar miðað sendinn út og fannst hann samstundis í umræddum skúr. Á sendinum er svohljóðandi aðvörun: „Misnotkun þessa sendis er óheimil enda getur slíkt haft í för með sér óþarfa útköll hjálparliðs. Mælitæki skulu notuð samkvæmt reglum. Geymið sendinn þar sem litil hætta er á áhrifum segla. Rafhlöður eru lithium raf- hlöður sem ekki má kasta á eld vegna sprengihættu." Einnig er varað við að geyma sendinn í miklum hita. Þeir sem kunna að hafa sendinn undir höndum er bent á að þeir geta skilað honum svo lítið beri á í trilluna Guðmund Ás- geirsson sem er niður í Suðurtanga á ísafirði. Á myndinni hér að ofan getur að líta neyðarsendi úr gúm- míbát eins og þann sem stolið var úr Guðmundi Ásgeirssyni ÍS. -GHj. ísafjördur: 100 gistingar í steininum 1993 Á síðasta ári var fólki stungið 100 sinnum í fangageymslur lögreglunnar á ísafirði. í 92 tilfellum var um karla að ræða og í 8 tilfellum voru konur settar inn. Er þarna um 79 karla að ræða og 7 konur og hefur því nokkrum þessara einstaklinga verið stungið inn oftar en einu sinni. Gistinætur voru flestar í janúar og mars, eða 13 talsins. Tíu gistinætur voru í maí, júní og júlí. í öðrum mánuðum ársins voru þær færri, eða frá tveimur og upp í níu. Ef tekin er aldurskipting gestanna þá eru flestir, eða 25 á aldrinum 20 til 24ra ára, 19 eru 17 ára, 18 á aldinum 30 - 39 ára og 16 á aldrinum 24 -29 ára. Athygli vekur að enginn gestanna er yfir 60 ára og aðeins 1 yfir fimmtugt. Flestir komu í fanga- geymslurnar á tímanum frá kl 04 til 05, eða 16, og næstflestir komu inn kl 02 til 03, eða alls 13 manns. -GHj. Fagranesið við bryggju á ísafirði. Fagranesið eina farar- tækið sem kemst um norðanverða Vestfirði - hefur fariö þrjár ferðir vestur á Firði með nauðsynjavöru Vegagerðinni hefur gengið illa að halda Breiðadals- og Botnsheiðum opnum á mokst- ursdögum síðan fyrir áramótin. Hefur Djúpbáturinn Fagranes verið eina faratækið sem kom- ist hefur með nauðsynjavörur til Suðureyrar, Flateyrar og Þingeyrar og hefur skipið farið þrjár ferðir vestur, eina á gaml- ársdag, aðra á föstudaginn í síðustu viku og þriðja ferðin var farin nú á mánudag. Aðal- lega var fluttur póstur, matvara og mjólk í verslanir. Einnig voru fluttir bílar og farþegar. Á gamlársdag var einnig flutt vara úr flutningabílum sem komu um Djúp að sunnan en komust ekki yfir heiðarnar. Flutningurinn til Þingeyrar var sóttur að Holti í Önundar- firði og var bíll frá Kaupfélagi Þingeyrar fimm tíma að brjó- tast þá leið. Sagði bifreiða- stjórinn, Friðfinnur Sigurðs- son, í samtali við blaðið að rnikið öryggi væri fyrir íbúana í Vestur-ísafjarðarsýslu að hafa Fagranesið staðsett á Isa- firði. Að sögn Ingvars Braga- sonar, stýrimanns á Fagranes- inu, var verið að athuga með fleiri ferðir vestur á miðviku- daginn ef óveðrinu færi ekki að slota. Við þetta má svo bæta að í gær fimmtudag fór Fagra- nesið fjórðu ferð sína frá ára- mótum með fragt og farþega vestur á firði. -GHj. Kjálkar hinna grunuðu í meintum veiðiþjófnaði I Skjaldabjarnarvík pössuðu ekki - málið komið aftur á byrjunarreit Lögreglan: SD-2 ölvunar mælirinn reynist vel Á síðasta ári voru 33 kærðir fyrir ölvunarakstur í umdæmi lögreglunnar á ísa- firði. Reyndist hinn nýi mælir lögreglunnar, eða svokallað- ur SD-2 mælir, vera afar ná- kvæmur. Hinir grunuðu eru látnir blása í mælinn og er síðan áfengismagn í blóðinu lesið af skjá. ( einu tilfelli sýndi mælirinn 2,30 prómill innihald og niðurstöður rannsóknarstofu af blóðsýni sýndi 2,14, í annað skipti sýndi mælir 1,0 og rann- sóknarstofa 0,99, í þriðja til- fellinu, sem dæmi er tekið af, sýndi mælir 1,80 og rann- sóknarstofa 1,73. Þannig að mælirinn er mjög nákvæmur og léttir lögreglunni verkin, auk þess sparar hann tals- verðar fjárhæðir vegna ó- þarfa rannsókna á blóðsýn- um. -GHj. Vestfirska hefur heyrt... ...að prófkjörsskjálfti fari nú um sjálfstæðismenn á ísafirði. Segir sagan að þegar upp verði staðið, þá verði búið að skipta út öllum núverandi bæjarfulltrúum fjokksins og planta nýjum. Ýmsir heyrast nefndir sem líklegir kandídatar og er þar fyrstur á blaði Þorsteinn yfirlæknir á FSÍ. Þá hafa sögumenn líka bryddað á nöfnum eins og Ola Lúð- víks, Jens Kristmannssyni, Kristínu Háfdánardóttur og fleirum. ...að enginn prófkjörs- skjálfti sé hjá Framsóknar- flokknum á ísafirði, þar verði teningakast látið ráða. Um helgina kom í Ijós að 81 kjálki úr útselskópum úr Bol- ungavík á Ströndum pössuðu ekki í hausa af tveimur sels- hræjum sem þar fundust á vettvangi í Skjaldabjarnarvík. Ekki pössuðu kjálkarnir heldur í tvo hausa frá Dröngum sem sagðir voru úr Skjaldabjarnar- vík. Þessir kjálkar voru teknir af tveimur veiðimönnum sem voru við selveiðar á Hom- ströndum og voru þeir grunaðir um veiðþjófnað í Skjalda- bjarnarvík. Nú virðist hins vegar komið í ljós að þeir eru saklausir. Kjálkarnir voru bornir sam- an við hausana í Tilraunastofu Háskóla Islands að Keldum. Sigurður Sigurðarson dýra- læknir og Karl Skírnisson unnu þetta verk. „Það kom í Ijós að þetta passar ekki saman“, sagði Karl í samtali við blaðið. „Það þarf ekki DNA rannsókn því við erum alveg vissir í okkar sök. Sýslumaður Stranda- manna setur efniviðinn upp í hendur okkar og við skoðum bara það sem fyrir okkur er lagt. þetta er efniviður sem passar alls ekki sarnan." „Það er alveg óyggjandi að kjálkamir pössuðu ekki við hausana“, sagði Ríkharður Másson, sýslumaður Stranda- manna í samtali við blaðið á mánudag. „Málið er komið á byrjunarreit aftur og rannsókn þess er ekki lokið. Við verðum að reyna að leysa þetta hvernig sem við förum að því. Við verðum að byrja upp á nýtt.“ Hinir tveir grunuðu hafa haldið því fram að þessi veiði- þjófnaður hafi verið sviðsettur til þess að koma á þá höggi. -GHj. POKI Þetta er bara orðinn einn vinsælasti gisti- staðurinn í bænum. Ætli fæðið sé sæmilegt? Iit-yó»ltunarár (f) ÍSPRENTHF. y*y PRENTSMIÐJA S 94-3223

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.