Fréttablaðið - 29.04.2016, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 29.04.2016, Blaðsíða 12
af öllum tram pólínum frà föstudeg i til sunnuda gs SPARIÐ 25 % IT DOESN’T GET BIGGER THAN THIS! T ilb o ð in g ild a 29 .0 4 -0 1.0 5 20 16 . Reykjavík, 29. apríl 2016 kvika.is Kvika banki hf. hefur gefið út sex mánaða víxla að fjárhæð 2.000 milljónir króna. Um er að ræða útgáfu í víxlaflokknum KVB 16 0923 og er heildarheimild flokksins 2.000 m.kr. Fjármálaeftirlitið staðfesti lýsingu vegna umsóknar um töku víxlanna til viðskipta í gær, þann 28. apríl, og sótt hefur verið um töku víxlanna til viðskipta í Kauphöll Íslands. Útprentuð eintök lýsingarinnar má nálgast í 12 mánuði frá staðfestingu hennar í höfuðstöðvum Kviku, Borgartúni 25, 105 Reykjavík. Rafræn eintök má nálgast á vefsíðu útgefanda www.kvika.is/um-kviku/fjarfestar. Ég hef stundum sagt að fólk hafi misst trúna á jakkafötunum. Það var ekki lengur nóg að koma fram í jakkafötum og þylja upp fín orð. á að nálgast þetta sem heilbrigðis- vandamál. Ég er ekki að tala um sölu, dreifingu og framleiðslu. Það er annar pakki. En neyslan sem slík á ekki að vera refsiverð að okkar mati. Í því felst engin vörn fyrir vímuefni.“ Hefur þú notað ólögleg vímuefni? Já. Var það vesen? Eftir á að hyggja, já. Var það þá kannabis? Ertu hættur því í dag? Já. Helgi segist hafa fengið meðbyr með þessum skoðunum sínum. „Fólki er samt oft illa við þetta fyrst um sinn vegna þess að það óttast að þetta gefi þau skilaboð að vímuefni séu í lagi. Það eru ekki skilaboðin. Ástæða þessarar stefnu er að vímu- efni eru hættuleg. Það er þess vegna sem við eigum ekki að refsa fyrir þau. Alveg eins og við refsum ekki fólki með aðra sjúkdóma.“ Jakkafötin gjörsigruð Það verður ekki komist hjá því að spyrja, hvernig var á þingi í Wintris- vikunni? „Rosalegt. Maður var ein- hvern veginn hissa en samt ekki. Ég var alltaf meira hissa á því að það hefði komist upp um þetta en á því að þetta hefði átt sér stað. Maður er kannski orðinn dimm- sýnn en ég held að Ísland sé svolítið blint á fjármálasiðferði. Hrunið var hluti af alþjóðlegu hruni en mér fannst það sýna vel hvað við vorum barnaleg þegar kemur að öllu sem varðar fjármál. Ég á erfitt með að undanskilja nokkurn frá þeim dómi. Mér finnst það einkenni íslensks hugarfars og íslenskrar vanþekking- ar á fjármálum. Við erum mjög ung þegar kemur að þessum fjármála- pælingum. Það eru Evrópuþjóðir sem eiga mörg hundruð ára banka- sögu á meðan við vorum frumstæð fram á tuttugustu öld.“ Helgi telur að hrunið hafi dregið úr trúverðugleika stjórnmála. „Ég hef stundum sagt að fólk hafi misst trúna á jakkafötunum. Það var ekki lengur nóg að koma fram í jakkafötum og þylja upp fín orð. Þess vegna er svo mikilvægt að fólk segi af sér þegar stór álitamál koma upp. Það ríkir dæmigerður afneitunar- kúltúr í pólitíkinni. Þegar eitthvað kemur upp og menn greinir á hvort það sé siðlegt eða ekki, þá er mikil- vægt að halda trúverðugleika og hafa umræðuna yfirvegaða og mál- efnalega. Það er eiginlega ekki hægt þegar við erum t.d. með forsætisráð- herra sem heldur dauðahaldi í sætið sitt þegar eitthvað gengur á.“ Hann segir lekamálið skýrt dæmi. „Hanna Birna hélt í ráðherrastólinn þar til aðstoðarmaðurinn var búinn að játa. Þegar allt var komið í rjúk- andi rúst. Ef hún hefði sagt af sér þegar lögreglurannsókn hófst hefði hún hugsanlega getað staðið uppi sigurvegari. Hún hefði öðlast trú- verðugleika sem hún glataði gjör- samlega með þrásetunni.“ Haust er teygjanlegt hugtak Hvers vegna er ekki komin dagsetning á kjördag? „Það er hluti af þessum trúverðugleikavanda. Ég hef heyrt 22. október en það er óstaðfest enn þá, eftir því sem ég best veit. Menn segja að haustið sé teygjan- legt hugtak? „Já. Meðan þetta er ekki á hreinu þá verð ég að segja að ég á bágt með að sjá að þetta verði. Líka að fenginni reynslu. Menn ætluðu í þjóðaratkvæðagreiðslu um stjórnar- skrá meðfram forsetakosningum, svo þegar dró nær, þá var það ómögulegt. Menn ætluðu í þjóðaratkvæði um ESB, og svo gerðist það ekki. Það er reynslan sem við höfum, plús þessi afneitunarkúltúr og því miður kæmi það mér ekkert á óvart þó að í haust yrði einhver ástæða fyrir því að það væri ekki ,,hægt að halda kosningar núna“.“ Vaxtarverkirnir Þið Ólöf Nordal eruð náin, ekki satt? „Í þingsal hugsa ég að við séum eins náin og pólitískir andstæðingar verða. Ég get ekki leynt því að ég hef miklar mætur á henni.“ Finnst þér vera hroki í samstarfs- mönnum þínum? „Sumum. Þetta er auðvitað misjafnt. En það er ekki hægt að láta eins og það sé í lagi hvernig Sigmundur Davíð lét alltaf. Það er ekki í lagi. Birgitta orðaði það vel [í fyrirspurnartíma Alþingis]. Hann greinir spurninguna, útskýrir fyrir áhorfendum hvað var verið að spyrja um og svo kemur skætingur.“ Það var kallaður inn vinnustaða- sálfræðingur í ykkar þingflokk út af innbyrðisdeilum. Hvernig gekk það? „Mjög vel. Ég mæli með þessu fyrir hvern sem er. Það er svo margt í mannlegum samskiptum sem er þess virði að hugsa um. Það er ekkert borð- leggjandi hvernig mannleg samskipti eru sem uppbyggilegust og sérstak- lega ekki undir miklu álagi, í pínu- litlum þingflokki með brjálað fylgi og endalausa aðsókn og enga burði til að díla við það. Það væri skrýtið ef allt væri alltaf á lygnum sjó.“ visir.is Lengri útgáfa af greininni er á Vísi ↣ 2 9 . a p r í l 2 0 1 6 F Ö S T U D a G U r12 F r é T T i r ∙ F r é T T a B l a ð i ð 2 9 -0 4 -2 0 1 6 0 4 :3 2 F B 0 7 2 s _ P 0 6 4 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 6 1 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 0 9 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 1 2 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 9 4 1 -7 E 0 8 1 9 4 1 -7 C C C 1 9 4 1 -7 B 9 0 1 9 4 1 -7 A 5 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 9 A F B 0 7 2 s _ 2 8 _ 4 _ 2 0 1 6 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.