Fréttablaðið - 29.04.2016, Blaðsíða 68

Fréttablaðið - 29.04.2016, Blaðsíða 68
Spáin gildir fyrir maí Lengri útgáfa af stjörnuspá á visir.is/SiggaKlingStjörnuspá Siggu Kling 21. mars–19. apríl Hrúturinn 20. apríl–20. maí Nautið 21. maí–20. júní Tvíburi Krabbinn 23. júlí–22. ágúst Ljónið 23. ágúst–22. september Meyjan 23. september–22. október Vogin 23. október–21. nóvember Sporðdrekinn 22. nóvember–21. desember Bogmaðurinn 22. desember–19. janúar Steingeitin 20. janúar–18. febrúar Vatnsberinn 19. febrúar–20. mars Fiskarnir 21. júní–22. júlí Slakaðu aðeins á Elsku hjartans kraftmikli og þrjóski Hrúturinn minn. Það er búin að vera sérlega mikil spenna hjá þér og þér hefur fundist eins og þú hafir ekki framkvæmt nóg eða gert allt sem þú ætlaðir þér að gera og þar af leiðandi er einhver smá pirringur á sveimi í kringum þig. Ástæðan fyrir þessu er að plánetan Mars fer aftur á bak fram í júní. Það hægir aðeins á fram- kvæmdum og núna vill alheimurinn kenna þér að slaka aðeins á, því lífið heldur áfram þó að þú gerir ekki allt sjálfur. Maí gerir undirstöðurnar þínar fyrir ótrúlega skemmtilegt sumar svo sterkar. Verkefnin verða fleiri og öðruvísi en þú bjóst við og þú munt elska að láta koma þér á óvart! Ljómar svo fallega Elsku Nautið mitt. Það er eins og þú rísir upp og ljómir svo fallega eftir miðjan mánuðinn og það verður skemmtileg orka í kringum þig. Þú ert búið að vera titrandi á beinunum yfir því að þú sért ekki á réttri braut og hafir tekið að þér allt of mikið af verkefnum. Einmitt þá virðist þú fá hjálp úr öllum áttum og hrós frá alls konar fólki. Mundu bara að elska fyrst og fremst þig og hugsa að þú ætlar að vera að hanga með þér alla ævi. Þú getur náttúrulega skilið við maka og vini, flutt úr landi eða hvað sem er en þú situr alltaf uppi með sjálft þig, elskan mín! Slagorðið þitt þegar þú vaknar í maí er: Ég elska mig, ég elska lífið, og allt mun leysast! Tekur ákvarðanir Elsku smekklegi Tvíburinn minn. Þú ert að fara inn í diskó friskó tímabil. Þú elskar sumarið og sumarið elskar þig! Þér er mikilvægt að hafa mikla birtu í kringum þig. Hentu gluggatjöldunum eða dragðu frá, því að sólin og birtan hafa góð áhrif. Þú klárar málin, tekur ákvarðanir, lendir á fjórum fótum og hláturinn ómar allt í kring. Þótt þér finnist eins og þú hafir gert mistök þá er öllum skítsama. Mistök gera þig merkilegri og að vera fullkominn er fjári leiðinlegt! Þú þarft að sleppa þér í ástinni og vera djarfur, hvort sem það er við maka eða bara eitthvert fling. Það er eitthvað svo mikil spenna í kringum þig og það þarf að losa hana. Hamingjutilfinningin í maí Elsku Krabbinn minn. Það er svo dásamlega magnað og magnþrungið loftið allt í kringum þig. Þú átt eftir að grípa þessa spennu og gera eitthvað mikið úr henni. Þó að tilfinningar þínar séu eins og íslenska veðrið, alltaf að breytast og engin leið að spá um þær þá er ekki hægt að segja annað en að þú eigir eftir að skemmta þér vel í byrjun þessa sumars. Frami er þér dálítið mikilvægur. Þú þarft að spyrja þig hvað sé frami fyrir þér. Er það ekki að vera sáttur og hamingjusamur? Þú munt finna hamingjutilfinninguna þegar líða tekur á maí. Ekki leika þér að ástinni því ef þú gerir það þá gætir þú brennt þig. Dekraðu við sjálft þig Elsku Ljónið mitt. Þú þarft að tengja saman hug þinn og hjarta . Þótt þú sjáir það ekki skýrt akk- úrat núna þá er að koma að uppskeru og þú færð viðurkenningu fyrir það sem þú hefur lagt fram. Þú getur átt það til að vera latt en það er mikilvægt að standa upp, sýna sig og mæta á staðinn. 80% af velgengni felast í því að mæta á staðinn sagði Woody Allen! Ekki draga þig niður og hanga yfir sjónvarpinu ef þú getur gert eitthvað annað því lífið er að sýna þér breytingar og möguleika. Flettu blað- síðunni og farðu yfir í næsta kafla. Þetta er rómantískt tímabil sem þú ert að fara inn í núna svo dekraðu við sjálft þig og þú munt sjá ástina í hverju horni! Verður full af stolti Elsku Meyjan mín. Þú ert svo mikið að laga sjálfa þig til og hressa upp á umhverfið. Þú þarft ekki að biðja neinn um leyfi til að vera besta út- gáfan af þér og þó að þú stígir óvart á einhvern í leiðinni þá segir þú bara fyrirgefðu og heldur áfram. Það er nefnilega alveg magnað hvað það orð er merkilegt og hefur mikla þýðingu. Aflið þitt verður svo mikið að þú verður eins og fuglinn Fönix. Þú ríst upp úr eldinum og verður full af stolti. Láttu ekki of mikið af til- finningum flækjast fyrir þér og einfaldaðu lífið þitt, það eru skilaboðin fyrir þinn maímánuð. Venus er í orkunni þinni, ef þig vantar ástina inn í líf þitt eða vilt skerpa á ástinni sem er þegar til staðar þá skalt þú nýta þér það. Hamingjusöm og ánægð Elsku Vogin mín. Þú átt eftir að fara á skemmti- legu brokki inn í sumarið. Þú nærð góðri tengingu við Móður jörð, finnur kraftinn frá henni og kemst í andlegt jafnvægi. Þú hættir að láta aðra koma þér í upp- nám og verður með skýr skilaboð til sjálfrar þín um hvernig þú ætlar að leysa þetta sumar. Þú átt eftir að finna að þú ert hamingju- söm og ánægð með þær ákvarðanir sem þú tekur í þessum mánuði og það á eftir að hjálpa þér mikið til þess að ráða fram úr erfiðum og flóknum verkefnum. Þú átt eftir að taka þátt í lífinu af miklum eld- móði og ferðast mikið yfir sumarmánuðina og vittu til; þú ert bara í startholunum. Elskaðu hvatvísina Elsku Sporðdrekinn minn. Það er bara allt að gerast og það er há tíðni yfir orkunni þinni og búnar að vera miklar sveiflur. Alveg niður í angist og kvíða og upp í bjartsýni og kraft. Núna ferð þú að sjá að það er að koma einhver lausn á þessu öllu saman. Það er mikil frjósemi í kortunum hjá þér, svo ef þú ætlar ekki að verða ófrísk eða verða pabbi á næstunni þá þarf að gera varúðarráðstafanir! Frjósemin færir þér líka hugmyndir og sýnir þér leiðir til þess að losa þig við það gamla og byrja á nýjum hlutum. Það er mikilvægt að þú drepist ekki úr skyn- semi, því að hún gerir líf þitt leiðinlegt. Elskaðu hvatvísina því allt er að gerast á miklum hraða. Má skipta um skoðun Elsku Bogmaðurinn minn. Það er búið að vera töluvert álag á þér og Satúrnus aðeins búinn að vera að pota í þig en það þarf nú meira en smá pot til þess að koma þér út af laginu. Það er mikilvægt að sjá að það má skipta um skoðun. Það mun breyta svo mörgu fyrir þig næstu vikurnar að gera akkúrat það. Hættu að vera strangur við þig og gefðu þér aðeins lausan tauminn. Það er ekkert fallegra en afslappaður bogmaður fullur af sjálfstrausti! Níu til fimm vinna hentar þér ekki alltaf og þú þarft að finna þinn farveg í vinnu eða skóla. Þú átt eftir að nýta þér betur þetta dásam- lega ímyndunarafl og hrífa með þér einhverja sérstaka manneskju sem mun breyta lífi þínu. Augun opin fyrir freistingum Elsku Steingeitin mín. Það er mikið að gerast í kringum þig. Þú ert að hitta nýtt fólk og sjá lífið í meiri lit en þú hefur gert undanfarið. Hafðu augun opin fyrir freistingum. Ef þér finnst eitthvað svo ótrúlegt að það geti varla verið satt, þá er það líklega þannig. Hafðu alla pappíra á hreinu, ekki gefa neitt eftir og vertu ákveðin með áform þín. En það er náttúrulega hvort sem er þú í hnotskurn! Fólk kann svo vel við þig og þú ert svo dýrmæt. Þú þarft að sjá það sjálf og verðleggja þig hærra. Þú ert góð í að hrósa og byggja upp sjálfstraust annarra og ég myndi ráðleggja þér að fara á námskeið hjá sjálfri þér og nýta þessa jákvæðni og hæfileika sem þú ert að deila út! Nýtt upphaf Elsku Vatnsberinn minn. Mikið ert þú búinn að vera duglegur. Hrósaðu þér og ekki bíða eftir að neinn annar geri það. Þú ert svo miklu sterkari persóna en þig hefur grunað en stundum hefur álagið verið full- mikið. Þú vinnur vel undir stressi og síðustu þrír mánuðir færa þér nýtt upphaf. Mundu að þú getur ekki stjórnað hvernig aðrir haga hlutunum og það er gott fyrir þig að sleppa tökunum á fólkinu í kringum þig því að sjálfstraustið er að eflast. Þú færð upp í hendurnar tækifæri sem munu nýtast til að gera lífið einfaldara og skemmtilegra. Næsta ást sem svífur inn í lífið gæti verið hin eina sanna. Trúðu á eigin mátt Elsku Fiskurinn minn. Þú ert að verða svo sjó- aður, steinhættur að taka inn á þig alla hluti og farinn að treysta því að lífið sé að dekra við þig. Þú ert skemmtilega meðvirkur og stundum er hægt að kalla þig svolítið stjórnsaman en það er af því að þú vilt redda öllu, bjarga, og láta öllum líða vel. Núna ertu búinn að finna nýja leið til að verða afslappaðri gagnvart streitunni í kringum þig og ert miklu sjálfsöruggari gagnvart vinum og kunningjum. Það er hægt að segja að þú nærð svo sannarlega miklu betri tökum með svona orku heldur en þú hefur áður gert. Hættu að vera á tánum, trúðu á eigin mátt. Það er lykillinn til að kalla til sín jafnvægi og hamingju. 2 9 . a p r í l 2 0 1 6 F Ö S T U D a G U r36 l í F i ð ∙ F r É T T a B l a ð i ð 2 9 -0 4 -2 0 1 6 0 4 :3 2 F B 0 7 2 s _ P 0 6 8 K _ N Ý.p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 5 7 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 0 5 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 1 6 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 9 4 1 -5 6 8 8 1 9 4 1 -5 5 4 C 1 9 4 1 -5 4 1 0 1 9 4 1 -5 2 D 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 5 A F B 0 7 2 s _ 2 8 _ 4 _ 2 0 1 6 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.