Fréttablaðið - 29.04.2016, Blaðsíða 34

Fréttablaðið - 29.04.2016, Blaðsíða 34
Almennt má segja að menning sé afar mikil í héraðinu öllu og má sem dæmi nefna hinar ýmsu hátíðir. Guðrún Jónsdóttir „Við sem búum og störfum á Vestur­ landi þekkjum vel hversu marga heillandi staði svæðið hefur upp á að bjóða,“ segir Geirlaug Jóhanns­ dóttir, sveitarstjórnarfulltrúi og formaður byggðaráðs Borgarbyggð­ ar. Náttúran er fjölbreytt með ótal gönguleiðum og áskorunum í fjalla­ mennsku. Eiríksjökull er hæsta fjall Vesturlands, 1675 metra hár, og gnæfir yfir uppsveitum Borg­ arfjarðar. „Þar hefur einmitt orðið gríðarlega mikil uppbygging í ferðaþjónustu á síðastliðnum miss­ erum með opnun Hótels Húsafells síðastliðið sumar og ísgöngum í Langjökli. Ísgöngin eru orðin sterk­ ur segull fyrir ferðamenn og aðsókn að þeim var langt umfram vænting­ ar og spár á fyrsta starfsári,“ segir Geirlaug og bætir við að enn bætist í afþreyingar flóruna í Borgarfirðin­ um í sumar þegar náttúrulaugarnar Krauma verða opnaðar við Deildar­ tunguhver sem er vatnsmesti hver í Evrópu og fjölsóttur ferðamanna­ staður sem slíkur. Menntahérað með tvo háskóla Paradísarlaut og Hreðavatn eru á meðal eftirlætisstaða Geirlaugar en hún stundar kennslu við Háskólann á Bifröst og líður hvergi betur en í Norðurárdalnum. „Við erum stolt af menntahéraðinu okkar en ekkert annað sveitarfélag en Borgarbyggð og Reykjavík státar af tveimur há­ skólum og þessar rótgrónu stofn­ anir á Bifröst og Hvanneyri hafa miklu þýðingu fyrir Vesturland, meðal annars vegna möguleika heimafólks á að stunda fjölbreytt háskólanám í heimabyggð og vegna þess að þetta eru dýrmætir vinnu­ staðir fyrir háskólamenntað fólk.“ Falleg náttúra, fossar og eldfjöll Geirlaug segir að engan skyldi undra að Vesturland hafi verið valið sem einn af áhugaverðustu áfanga­ stöðum heims 2016 samkvæmt leiðsögubókaútgefandanum Lonely Planet. „Lonely Planet valdi Vestur­ land meðal annars sökum rólyndis­ legs yfirbragðs svæðisins auk þess sem gott er að gera út frá Vestur­ landi þegar kemur að því að kanna náttúru. Fallegir fossar, gott að­ gengi að jöklum, eldfjöll og hraun­ breiður eru meðal sérstöðu svæð­ isins. Mikil saga sem svæðið hefur upp á að bjóða bætir einnig sér­ stöðu Vesturlands.“ Í Borgarnesi er sagan hreinlega áþreifanleg og er Skallagrímsgarðurinn gott dæmi um hvernig heiti landnámsmanna hafa fest rætur í. Lifandi menning Safnahús Borgarfjarðar stendur við Borgarfjörðinn og hýsir fimm söfn auk glæsilegrar fuglasýn­ ingar og ljósmyndasýningar um refi og refaskyttur. Guðrún Jóns­ dóttir er forstöðumaður Safna­ húss. „Safnahús er einmitt einn þeirra staða sem Lonely Planet mælir sérstaklega með á Vestur­ landi og það er mikill heiður fyrir söfnin. Það er sérstaklega vegna tveggja grunnsýninga sem heita Börn í 100 ár og Ævintýri fuglanna. Þær eru báðar hann­ aðar af Snorra Frey Hilmars­ syni sem er hæfileikaríkur lista­ maður og hefur fengið lof fyrir frumleika og snjallar lausnir í framsetningu. Sýningarnar henta öllum aldri og jafnt Íslendingum sem erlendum gestum og hafa þær verið afar vinsælar. Í sumar erum við svo líka með sýninguna Refir og menn, en þar eru sýnd­ ar ljósmyndir eftir Sigurjón Ein­ arsson og viðfangsefnið er refa­ veiðimenn við vinnu sína. Sú sýn­ ing var nýlega opnuð og stendur fram í nóvember,“ segir Guðrún. Starfsemi Safnahúss er mikil­ væg fyrir ört vaxandi framboð á ferðaþjónustu í Borgarnesi og nágrenni og húsið er með lifandi menningarstarfsemi sinni orðinn snar þáttur í mannlífi svæðisins bæði sumar og vetur. „Almennt má segja að menning sé afar mikil í héraðinu öllu og má sem dæmi nefna hinar ýmsu hátíðir svo sem Brákarhátíð, Sauðamessu, Reyk­ holtshátíð og flotta mótorhjóla­ og fornbílahátíð sem verður haldin í Borganesi 7. maí næstkomandi. Og svo má nefna að þann 5. maí heldur Tónlistarfélag Borgarfjarðar upp á hálfrar aldar afmæli sitt með því að bjóða til tónlistarhátíðar heilan dag með fjölbreyttri tónlist.“ Vesturland er sannarlega einn af áhugaverðustu áfangastöðum heims Borgarfjörður hefur upp á marga heillandi staði að bjóða. Þar er fjölbreytt og falleg náttúra, jöklar, fossar, eldfjöll og hraunbreiður. Það er víða fallegt á Vesturlandi. Hvanneyri með Brekkufjall og Skarðsheiði í baksýn. MYND/GEIRLAUG JÓHANNSDÓTTIR „Norska húsið er afar merkilegt hús og við fáum mikið af erlend­ um ferðamönnum í heimsókn en Íslendingar eru líka tíðir gestir,“ segir Hjördís Pálsdóttir, safnstjóri byggðasafns Snæfellinga og Hnapp­ dæla en safnið er til húsa í einu sögufrægasta húsi Vesturlands. Sögu Norska hússins má rekja til ársins 1832 en þá lét Árni Ó. Thor­ lacius (1802­1891) reisa húsið og flutti inn timbur frá Noregi til bygg­ ingarinnar. Húsið er 500 fermetrar að stærð og fyrsta tvílyfta íbúðar­ húsið sem reist var á Íslandi. Það var um áratuga skeið eitt af þrem­ ur stærstu húsum landsins en meg­ inþorri íslendinga bjó í torfhúsum á 19. öld. Nokkrir eigendur voru að húsinu eftir lát Árna. Lengst af var Norska húsið bæði íbúðarhús og at­ vinnuhúsnæði. Þar var meðal ann­ ars rekin saumastofa, ýmsar versl­ anir, pakkhús, tónlistarskóli, gisti­ hús og veitingasala. Um skeið var húsið fjölbýlishús og bjuggu þá yfirleitt fjórar fjölskyldur í húsinu. Árið 1970 keypti sýslunefnd Snæ­ fells­ og Hnappadalssýslu húsið fyrir byggðasafn sýslunnar og hóf­ ust framkvæmdir við að færa húsið aftur til þess horfs sem var þegar það var reist. Árið 2001 var á mið­ hæð hússins opnuð fastasýning á heimili heldri fjölskyldu í þéttbýli þar sem stuðst er við það sem til er um innbú og heimilishætti Árna og Önnu Thorlacius. „Á safnloftinu erum við svo með ýmsa gamla muni úr sýslunni til sýnis og á jarðhæðinni eru breyti­ legar sýningar,“ segir Hjördís. „Í lok maí mun til dæmis verða opnuð sýning á húsgögnum frá húsgagna­ verksmiðjunni Aton, sem starfrækt var í Stykkishólmi á árunum 1969 til 1975. Þá er safnbúðin okkar afar skemmtileg, Krambúðin, en þar selj­ um við handverk, íslenska hönnun, minjagripi og fleira.“ Safn í sögufrægu húsi Norska húsið er ein af perlum Stykkishólms. Þar er Byggðasafn Snæfells- og Hnappadalssýslu til húsa auk þess sem þar er rekin skemmtileg safnbúð. Húsið var byggt 1832 og var áratugum saman eitt af þremur stærstu húsum landsins. Heimili Árna og Önnu Thorlacius hefur verið sviðsett í húsinu en þau létu reisa húsið 1832. Krambúðin kallast safnbúð Norska hússins og þar kennir ýmissa forvitnilegra grasa. Norska húsið í Stykkishólmi var reist á 19. öld og var fyrsta tvílyfta húsið á Íslandi. Í áratugi var það eitt af þremur stærstu húsum landsins. Hjördís Pálsdóttir, safnstjóri Byggða- safns Snæfells- og Hnappadalssýslu, segir mikinn gestagang í Norska húsinu. MYNDIR/BYGGðASAfN SNæfELLS- oG HNAPPADALSSýSLU Safnbúðin okkar er afar skemmtileg, Kram- búðin, en þar seljum við handverk, íslenska hönnun, minjagripi og fleira. Hjördís Pálsdóttir KoMDU VESTUR Kynningarblað 29. apríl 20166 2 9 -0 4 -2 0 1 6 0 4 :3 2 F B 0 7 2 s _ P 0 5 0 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 3 9 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 2 3 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 3 4 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 9 4 1 -6 0 6 8 1 9 4 1 -5 F 2 C 1 9 4 1 -5 D F 0 1 9 4 1 -5 C B 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 6 A F B 0 7 2 s _ 2 8 _ 4 _ 2 0 1 6 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.