Skagfirðingabók - 01.01.1969, Blaðsíða 140

Skagfirðingabók - 01.01.1969, Blaðsíða 140
SKAGFIRÐINGABÓK Tón Samsonarson kenndi bæði Jónasi syni sínum í Keldudal og Jónasi í Hróarsdal, föður mínum, þetta sund. Lærðu þeir sundið í Hólmavatni, en það vatn er austur frá Hróarsdal og norður frá Keldudal. Eiga báðar jarðirnar land að því. Sagði Jón þeim nöfnum, að þetta sund væri það sund, sem Hallgrímur á Steini hefði kennt. Ekki nefndi Jón við þá, hver hefði kennt sér sundið. Það er fullvíst, að þessi sundkennsla Hallgríms hefur bjargað mörgum Skagfirðingum, sem annars hefðu drukknað þar í vatnsföll- um eða í sjó og stöðuvötnum. Til dæmis sagði faðir minn mér, að tvívegis hefði hann bjargað sér á þessu sundi úr Héraðsvötnum, er hann hefði sundriðið þau, en hesturinn gefizt upp á sundinu. Eitt sinn var hann á heimleið frá Sauðárkróki á skautum. Datt hann þá niður um ís á Áshildarholtsvatni, en bjargaði sér upp á skörina með fótatökunum og komst heim heilu og höldnu. Einu sinni sá ég föður minn synda þetta sund. Þá var ég nær tíu ára gamall, en hann tæpra sextíu og átta ára. Svo var mál vaxið, að í áðurnefndu Hólmavatni var nokkur silungsveiði og voru oft lögð net í það á vorin, þegar flóð var í Héraðsvötnum og ekki hægt að veiða þar. Grýttur botn er í vatninu nálægt bökkum þess. Oft fékk ég að fara með honum að vitja um netin, þegar gott var veður. Svo var einnig í þetta skipti. Faðir minn ætlaði nú að draga upp netið, en þá var það fast. Steinn, sem bundinn var neðst í fremri enda netsins, hafði lent á milli steina í botninum og skorðazt þar. Við sáum þrjá silunga í netinu. Faðir minn vildi ekki rífa netið og missa silungana, en of djúpt var til að vaða fram. Hann brá sér þá úr fötum og óð fyrst frá landi, en lagðist svo til sunds fram að enda netsins. Þar kafaði hann niður og losaði steininn. Áður hafði hann sagt mér að vera fljótur að draga netið upp, ef það losnaði. Það gerði ég, en hann synti í land. Handatök þessa sunds líktust helzt því, sem er í skriðsundi, en fótatökin hins vegar fótatökum nútíma bringusunds. Á meðan faðir minn var að klæða sig, sagði hann mér frá sund- kennslu Hallgríms á Steini og köfunarkennslu hans, eins og hann hafði heyrt Stefán í Keflavík segja frá því á Ríp, þegar faðir minn var þar hjá séra Jóni Reykjalín árið 1855 að læra kverið undir 138
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188
Blaðsíða 189
Blaðsíða 190
Blaðsíða 191
Blaðsíða 192
Blaðsíða 193
Blaðsíða 194
Blaðsíða 195
Blaðsíða 196
Blaðsíða 197
Blaðsíða 198
Blaðsíða 199
Blaðsíða 200
Blaðsíða 201
Blaðsíða 202
Blaðsíða 203
Blaðsíða 204
Blaðsíða 205
Blaðsíða 206
Blaðsíða 207
Blaðsíða 208

x

Skagfirðingabók

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skagfirðingabók
https://timarit.is/publication/1154

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.